Miðvikudaginn 14. júní 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Snorri Magnússon, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Gunnar Lúðvíksson og Högni Óskarsson.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Kosningar samkvæmt 15., 16. og 51.gr. bæjarmálasamþykktar.
1. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Inga Hersteinsdóttir með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.
2. Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Erna Nielsen með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.
3. Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Jónmundur Guðmarsson með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.
4. Skrifarar bæjarstjórnar voru kjörnir samhljóða:
Jens Pétur Hjeltested og
Sunneva Hafsteinsdóttir
og til vara voru kjörnir samhljóða:
Erna Nielsen og
Högni Óskarsson.
5. Skoðunarmenn bæjarreikinga voru kjörnir samhljóða:
Hörður Felixson, Sævargörðum 9,
Guðmundur Einarsson, Víkurströnd 14,
og til vara voru kjörnir samhljóða:
Guðmar Marelsson, Melabraut 38
Ágúst Einarsson, Fornaströnd 19.
6. Kosning kjörstjórnar.
Í yfirkjörstjórn voru kjörnir:
Ingi R. Jóhannsson, Sævargörðum 2
Halldór Árnason, Víkurströnd 11
Bolli Thoroddsen, Sæbraut 6.
Til vara voru kjörnir samhljóða:
Daníel Ingólfsson, Lindarbraut 2
Hjörtur Nielsen, Tjarnarmýri 10
Daníel Gestsson, Vallarbraut 3
Í fjarveru nýkjörins forseta bæjarstjórnar stýrði fráfarandi forseti fundinum og þakkaði fundarmönnum samstarfið á liðnu tímabili og óskaði nýkjörnum forseta velfarnaðar á komandi tímabili.
Högni Óskarsson þakkaði fráfarandi forseta fyrir samstarfið og fyrir góða fundarstjórn.
2. Lagðar voru fram 284, 285. og 286. fundargerðir fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness 26. maí og 6. og 7. júní 2000 og voru þar í 1.3. og 1. lið.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerð 286. fundar var samþykkt með 6 atkvæðum. Sunneva Hafsteinsdóttir sat hjá.
Fundargerðir 284. og 285. gáfu ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram 23. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 23. maí 2000, og var hún í 2. lið.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun samhljóða.
,,Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með að samstaða hafi náðst milli ÆSIS og Knattspyrnudeildar Gróttu í málefnum sem snúa að uppbyggingu knattspyrnuvalla á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjórn mun strax hefja undirbúning að stofnun vinnuhóps til að þróa þetta mál frekar.”
Högni Óskarsson (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Erna Nielsen (sign) Sigurgeir Sigurðsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Snorri Magnússon (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign)
4. Lögð var fram 755. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness, dagsett 24. maí 2000, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
5. Lögð var fram 65. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. maí 2000, og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson og Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 6. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, dagsett 18. apríl 2000, og var hún í 5 liðum.
Til máls tók Snorri Magnússon.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lagðar voru fram 48. og 49. fundargerðir framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsettar 16. og 18. maí 2000, og voru þær í 6 og 3 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 43. fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 17. maí 2000, og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lagðar voru fram 214., 218. og 219. fundargerðir stjórnar S.S.H., dagsettar 28. apríl 2. og 12. maí 2000, og voru þær í 4, 2 og 6 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðinar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
10. Erindi:
a. Lögð var fram bókun frá kennarafundi í Valhúsaskóla dagsett 2. júní 2000.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn eru ósáttir við, að samkvæmt fyrirliggjandi áætlun eru teknar 3 milljónir af fjárveitingu Valhúsaskóla fyrir árið 2000 til að standa straum af kostnaði sem orsakast af flutningi 7. bekkjar.
Þar eru annars vegar teknar 1.5 M sem áttu að fara í löngu tímabært viðhald utanhúss og hins vegar eru teknar 1.5 M sem áttu að fara í endurnýjun á húsgögnum í stofum fyrir núverandi nemendur Valhúsaskóla.
Fulltrúar Neslistans vísa í bókun sína í bæjarstjórn sem gerð var er tillagan um flutning 7. bekkjar var ákveðin.
Áætlunin hefur ekki verið formlega samþykkt og vonum við að meirihluti bæjarstjórnar sjái að sér og breyti fyrirliggjandi áætlun.
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Högni Óskarsson. (sign)
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Gunnar Lúðvíksson.
b. Lagt var fram bréf stjórnar foreldrafélags Valhúsaskóla, dagsett 31. maí 2000, varðandi gæsluleysi á Eiðistorgi.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
c. Lagt var fram bréf Umboðsmanna barna, dagsett 30. maí 2000,
um aðbúnað og næringu barna í grunnskólum Seltjarnarness.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.
Erindinu var vísað til Skólanefndar.
d. Lögð voru fram drög að auglýsingu um friðlýsingu Bakkatjarnar og næsta nágrennis.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.
Afgreiðslu málsins var að beiðni fulltrúa Neslistans frestað til næsta fundar.
11. Jens Pétur Hjaltested las upp svar við fyrirspurn Högna Óskarssonar sbr. 17. lið síðasta bæjarstjórnarfundar.
Til máls tók Högni Óskarsson.
Fundi var slitið kl. 18:05, Álfþór B. Jóhannsson.
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nielsen (sign)
Snorri Magnússon (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Gunnar Lúðvíksson (sign)
Högni Óskarsson (sign)