Fara í efni

Bæjarstjórn

517. fundur 28. júní 2000


Miðvikudaginn 28. júní 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Arnþór Helgason, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

Forseti bæjarstjórnar, Inga Hersteinsdóttir óskaði eftirfarandi fært til bókar:
“Að gefnu tilefni tel ég rétt að eftirfarandi verði fært til bókar:
Þann 17 júní sl. sæmdi Forseti Íslands Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra Seltjarnarness, Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf að sveitarstjórnarmálum.
Sigurgeir hefur frá 1962 setið í sveitarstjórn Seltjarnarness ásamt því að vinna að málefnum sveitarfélagsins á landsvísu.
Bæjarfulltrúar óska Sigurgeiri bæjarstjóra til hamingju með orðuveitinguna.”

1. Lögð var fram 756. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. júní 2000, og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2. Lögð var fram 247. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness, dagsett 22. júní 2000, og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3. Lagðar voru fram 66., 67. og 68. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness, dagsettar 8., 15. og 22. júní 2000, og voru þær í 4, 6 og 2 liðum.
Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir.
Lið 7.c í 67. fundargerð og liðum 1.a, i og ii, og liðum 1.b, i og ii, í 68. fundargerð var vísað til fjárhags- og launanefndar.
Aðrir liðir fundargerðanna gáfu ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 133. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. maí 2000, og var hún í 9 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Jafnframt voru tekin til afgreiðslu drög að auglýsingu Bakkatjarnar og umhverfis, sbr. 10. lið d. síðasta bæjarstjórnarfundar.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram tillögur um breytingar á drögunum og var samþykkt samhljóða að vísa þeim til Umhverfisnefndar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lagðar voru fram 256. og 257. fundargerðir Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsettar 7. og 22. júní 2000, og voru þær í 10 og 5 liðum.
Jafnframt voru lögð fram drög að stefnu Seltjarnarnesbæjar varðandi jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna og fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 31. maí 2000.
Til máls tóku Arnþór Helgason, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Erna Nielssen og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta. Drögunum að jafnréttisstefnu Seltjarnarness var vísað aftur til Félagsmálaráðs til frekari vinnslu.

6. Lögð var fram 1. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins b.1, dagsett 2. júní 2000, og var hún í 5 liðum.
Samþykkt var samhljóða að tilnefna Ingu Hersteinsdóttur varamann Sigurgeirs Sigurðssonar í stjórn byggðasamlagsins.

7. Lögð var fram 161. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 8. júní 2000 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 220. fundargerð stjórnar S.S.H., dagsett 9. júní 2000, og var hún í 7 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 61. fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs, dagsett 3. júní 2000, og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram 44. fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 7. júní 2000, og var hún í 7 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram 148. fundargerð Launanefndar sveitafélaga, dagsett 25. maí 2000, og var hún í 17 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram 12. fundargerð Samflots bæjarstarfsmannafélaga og Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 7. júní 2000, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Lagðar voru fram 3. og 4. fundargerðir samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og launanefndar sveitarfélaga, dagsettar 26. maí og 2. júní 2000, og voru þær í 2 og 1 lið.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

14. Lögð var fram 46. fundargerð samstarfsnefndar Félags íslenskra leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 5. júní 2000, og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15. Erindi:
a. Lagt var fram bréf S.S.H., dagsett 13.júní 2000, varðandi viðurkenningar S.S.H.
Merkt framlag til umhverfis- útivistar- og skipulagsmála 2000.
b. Lagt var fram bréf S.Í.B.S. dagsett 9. júní 2000 þar sem þakkað er framlag til byggingar þjálfunarhúss Endurhæfingarmiðstöðvarinnar að Reykjalundi.

16. Lagður var fram kjarsamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Eflingar-stéttarfélags dagsettur 23. júní 2000.
Samningnum var vísað til næsta fundar.

17. Samþykkt var að skipa Hauk Geirmundsson, æskulýðs og íþróttafulltrúa og Einar Norðfjörð, rekstrarstjóra fulltrúa bæjarins í vinnuhóp um gerð knattspyrnuvallar á Seltjarnarnesi.
Knattspyrnudeild Gróttu skipar einnig einn fulltrúa í hópinn.
 
18. Lagt var fram bréf Íslandssíma dagsett 27. júní 2000 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa fjarskiptamastur á Seltjarnarnesi.
Erindinu var vísað til Skipulagsnefndar.

19. Erna Nielsen gerði grein fyrir framgangi mála í skipulagssamkeppni Hrólfskálamels.

 

Fundi var slitið kl. 18:15, Álfþór B. Jóhannsson.

Sigurgeir Sigurðsson  (sign) Inga Hersteinsdóttir  (sign)
Erna Nielsen   (sign)  Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Jens Pétur Hjaltested  (sign) Arnþór Helgason (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir   (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?