Fara í efni

Bæjarstjórn

520. fundur 13. september 2000

Miðvikudaginn 13. september 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.


Í byrjun fundarins las forseti bæjarstjórnar upp eftirfarandi:

”Á þessu ári hafa fjórir eldri starfsmenn Seltjarnarnesbæjar fallið frá.

Nú nýlega lést Guðjón Jónatansson, en hann var starfsmaður Áhaldahúss í 24 ár.

Í síðasta mánuði féll frá Margrét Sigurðardóttir, en hún hafði starfað hjá bæjarskrifstofunum í 30 ár.

Fyrr á árinu létust Magnús Georgsson sem starfaði sem forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í 32 ár og Þorfinnur Þorfinnsson sem hafði starfað  sem birgðavörður Áhaldahúss í 14 ár.

Við þökkum þeim fórnfús störf í þágu Seltjarnarnesbæjar.

Ég bið bæjarfulltrúa að rísa úr sætum og minnast þessara látnu starfsmanna um leið og við vottum fjölskyldum þeirra samúð okkar.“

Fundarmenn risu úr sætum og minntust þessara látnu starfsmanna.


Sunneva Hafsteinsdóttir gerði eftirfarandi athugasemd við 1. lið 519. fundargerð bæjarstjórnar:

Sunneva Hafsteinsdóttir óskaði eftir að bókað yrði að hún hefði setið hjá við afgreiðslu á 288. fundargerð Fjárhags- og launanefndar vegna þess að þar var bæjarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun vegna flutnings 7. bekkjar í Valhúsaskóla.  Þessi áætlun hafði ekki verið send bæjarstjórn fyrir fundinn til kynningar og hún lá heldur ekki fyrir á umræddum bæjarstjórnarfundi.

                                                      Sunneva Hafsteinsdóttir.


Forseti bæjarstjórnar gerði athugasemd við bókun 3ja liðar 519. fundargerðar þar sem ekki var bókað að liðurinn hefði verið samþykktur samhljóða.

1. Lögð var fram 289. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 5. september 2000 og var hún í 3 liðum.  Jafnframt var lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun 2000.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeim breytingum sem urðu við endurskoðunina.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Afgreiðslu endurskoðuðu áætlunarinnar var frestað, en fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2. Lögð var fram 758. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 23. ágúst 2000 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Lögð var fram 258. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 29. ágúst 2000 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 24. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 29. ágúst 2000 og var hún í 2 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lagðar voru fram 53. og 54. fundargerðir Framkvæmdanefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsettar 3. og 16. ágúst 2000 og var hvor um sig í 12 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Högni Óskarsson, Erna Nielsen og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 45. fundargerð Samvinnunefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 9. ágúst 2000 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram 21. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 4. september 2000 og var hún í 3 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Erindi:
a) Lagt var fram bréf “Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs” dagsett 4. september 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur Hjaltested.
Bréfinu var vísað til Fjárhags- og launanefndar.
b) Lagt var fram bréf Þroskahjálpar dagsett 24. ágúst 2000.
Bréfinu var vísað til Skólanefndar.
c) Lagt var fram bréf Læknafélags Íslands dagsett 28. ágúst 2000.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
d) Lagt var fram bréf Menntamálaráðuneytis dagsett 28. ágúst 2000 um eflingu menningarstarfs á landsbyggðinni.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Bréfinu var vísað til Menningarnefndar.
e) Lagt var fram bréf sveitarstjóra Bessastaðahrepps dagsett 26. júní 2000 um samkomulag um kjör tveggja fulltrúa í stjórn Sorpu.
Erindið var samþykkt samhljóða.
f) Lagt var fram bréf Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands dagsett í júlí 2000 um ágóðahluta fyrir árið 2001.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.

g) Lagt var fram bréf Þjóðminjavarðar dagsett 16. ágúst 2000 varðandi samstarf um uppbyggingu Nesstofusafns.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson og Inga Hersteinsdóttir.
Bréfinu var vísað til Fjárhags- og launanefndar.


9. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri ræddi um fyrirhugað nýbúahús.

10. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna framkvæmda í tengslum við flutning 7. bekkjar í Valhúsaskóla:
”Fulltrúar Neslistans eru ósáttir við hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum við Valhúsaskóla vegna flutnings 7. bekkjar.
Í  áætlun sem samþykkt var af meirihluta bæjarstjórnar þann 16. ágúst er  gert ráð fyrir ráðstöfun á útisvæði til að koma til móts við þennan nýja aldurshóp.  Þar er gert ráð fyrir lágmarksframkvæmdum á lóð Valhúsaskóla þ.e. girðingum, mörkum og körfu til að hlúa að útileikjum nemendanna.
Ekkert hefur verið framkvæmt ennþá og skólinn byrjaður þrátt fyrir að allir sem komið hafa að málinu hafi lagt sérstaklega áherslu á að úrbætur á útisvæði voru mjög nauðsynlegar
Endurbætur á mötuneyti nemenda hafa tafist og eru ekki farnar í gang.
Það vekur einnig furðu að í áætluninni er einungis gert ráð fyrir að keyptar séu 4 tölvur.  Samkvæmt upplýsingum frá Valhúsaskóla eru þær 5 og ein fartölva.  Þá eru í skólanum samtals 26 tölvur.  Nemendur í Valhúsaskóla eru nú 293 í stað 203 í fyrra.  Eins og staðan var í vor voru 10 nemendur um hverja tölvu, en nú eru 11.3 nemendur um hverja tölvu.  Það hlýtur því að vera stefna meirihluta bæjarstjórnar að draga úr tölvunotkun í Valhúsaskóla.
Það liggur einnig fyrir að áður ákveðin  löngu tímabær endurnýjun á húsgögnum nemenda 8. 9. og 10. bekkja hefur verið frestað.  Húsgögn sem börnunum er boðið upp á eru bæjarfélaginu til skammar og ýtir undir slæma umgengni.
Fulltrúar Neslistans vísa til bókunar sem lögð var fram er flutningur 7.bekkjar var samþykkt í bæjarstjórn.  Fulltrúar Neslistans samþykktu flutning 7.bekkjar með þeim skilyrðum að allur kostnaður við flutninginn kæmi sem viðbótarfjármagn til skólans.  Það hefur ekki gengið eftir.
Það eru fyrst og fremst bæjaryfirvöld sem hafa brugðist í þessu máli, öll framganga skólastjórnenda og kennara við þessa breyttu skólaskipan hefur verið til fyrirmyndar“.

                                Sunneva Hafsteinsdóttir       Högni Óskarsson
                                (sign)                                    (sign)

Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
”Vegna fjölgunar nemenda þurfti að leysa húsnæðismál grunnskóla Seltjarnarness með skjótum hætti.  Breyting á Valhúsaskóla hefur tekist mjög vel og tók skólinn til starfa á réttum tíma.  Almenn ánægja er í Valhúsaskóla með breytingar á skólanum“.
 
                                 Sigurgeir Sigurðsson
                                 (sign)

11. Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun:
”Fulltrúar Neslistans lýsa fullri ábyrgð á hendur meirihluta bæjarstjórnar og meirihluta skipulagsnefndar vegna ástands umferðarmála við grunnskóla Seltjarnarness.
Neslistinn lagði fram tillögu í bæjarstjórn Seltjarnarness 21. júlí 1999 þar sem lagt var til að fenginn yrði umferðarverkfræðingur eða annar hliðstæður aðili til að skoða umferðarmál bæði gangandi og akandi vegfaranda við grunnskóla Seltjarnarness.
Tillaga Neslistans var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 18. ágúst 1999.  Síðan hefur ekkert áþreifanlegt gerst þrátt fyrir ítrekaðar spurningar til formanns skipulagsnefndar.
Ástandið við Valhúsaskóla var slæmt.  En nú hefur nemendum fjölgað um 90 og algjört öngþveiti og mikil slysahætta getur skapast þegar börnum er ekið í skólann.
Fulltrúar Neslistans hafa farið þá einu lýðræðislegu leið sem okkur er fær til að ráða bót á þessum vanda en mikill meirihluti bæjarstjórnar framkvæmir ekki samþykktar tillögur í bæjarstjórn og lýsum við því fullri ábyrgð á hendur meirihluta bæjarstjórnar á þessu ástandi“.

                                       Sunneva Hafsteinsdóttir     Högni Óskarsson
                                        (sign)                                 (sign)

Til máls tóku Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Inga Hersteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

12. Sunneva Hafsteinsdóttir ræddi um Gróttu og menningarborg 2000 og einnig um fyrirhugað vinabæjarmót.
Til máls tóku:  Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Erna Nielsen.
 

 

Fundi var slitið kl. 19.00.           Álfþór B. Jóhannsson (sign)

Sigurgeir Sigurðsson  (sign) Inga Hersteinsdóttir  (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)
Erna Nielsen (sign)  Högni Óskarsson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?