Fara í efni

Bæjarstjórn

523. fundur 25. október 2000

Miðvikudaginn 25. október 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson,  Erna Nielsen,  Gunnar Lúðvíksson, Arnþór Helgason, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Högni Óskarsson.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Athugasemd var gerð við dagsetningu á fundargerð Fjárhags- og launanefndar sem lögð var fram á síðasta fundi.  Rétt dagsetning er 10. október í stað 10. september.


1. Lögð   var   fram   fundargerð   25.  fundar   Æskulýðs-  og   íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 5. október 2000 og var hún í 4 liðum.
Til   máls  tóku   Högni  Óskarsson,   Sigrún  Edda  Jónsdóttir,   Gunnar Lúðvíksson og Sigurgeir Sigurðsson.


2. Lögð var fram fundargerð 260. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 10. október 2000, og var hún í einum lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


3. Lögð var fram fundargerð 46. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, ásamt fylgiskjölum, dagsett 13. október 2000 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Arnþór Helgason.


Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
”Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn mótmæla harðlega þeirri ákvörðun Veitustjórnar Seltjarnarness að hækka verð á útseldu heitu vatni um 15%.
Ekkert réttlætir þessa ákvörðun og er hér í raun um að ræða auknar álögur á bæjarbúa.
Í því sambandi er rétt að minna á að meirihluti sjálfstæðismanna samþykkti verulega hækkun á leikskólagjöldum fyrir nokkru, ákvað sömuleiðis fyrr í þessum mánuði að hækka útsvarsprósentu bæjarbúa ur 11,24% í 11.80%.
Neslistinn lýsir yfir fullkominni andstöðu við þessa skattastefnu sjálfstæðismanna.“

   Arnþór Helgason  Högni Óskarsson
                              (sign)    (sign)


Meirihlutinn í bæjarstjórn lagði fram eftirfarandi bókun:
”Hitaveitugjöld hjá Hitaveitu Seltjarnarness eru þau lægstu í þéttbýli eða 37.00 m3.  Hitaveitan hefur verið rekin á lágmarksgjöldum undanfarin ár og hefur ekki getað mætt afskriftum, sem er óverjandi með slíkt þjónustufyrirtæki.
Stjórn veitustofnana samþykkti umrædda hækkun samhljóða.  Varðandi útsvarsprósentu gjaldenda á Seltjarnarnesi þá er hún sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu.

 

4. Lögð var fram fundargerð 164. fundar stjórnar SORPU, dagsett 5. október 2000 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.


5. Lögð var fram fundargerð 8. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 18. september 2000 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

6. Lögð var fram fundargerð 205. fundar Bláfjallanefndar dagsett 5. október og var hún í 17. liðum.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
”Bæjarstjórn Seltjarnarness vísar til 14. liðar 205. fundar Bláfjallanefndar sem haldinn var 5. október s.l.  Bæjarstjórn álítur að það samræmist ekki grundvallarhugmyndum um notkun Bláfjalla sem útivistarsvæðis fyrir almenning að leyfð séu afnot svæðisins undir heræfingar.“

                                        Seltjarnarnesi, 25. október 2000.

  Arnþór Helgason  Högni Óskarsson
              (sign)    (sign)

        Tveir greiddu atkvæði með tillögunni, en 5 sátu hjá.
 
 Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.


7. Lagðar voru fram fundargerðir 5. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 29. september 2000, sem var í 4 liðum og fundargerð 6. fundar, dagsett 6. október 2000 og var hún í 6 liðum.  Jafnframt var lagt fram boð til ársfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

 Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

8. Erindi:
a) Lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Íslands, dagsett 5. október 2000 ásamt drögum að dagskrá ráðstefnu samtakanna sem haldin verður 10. og 11. nóvember.
b) Lagt fram bréf SORPU dagsett 6. október 2000 varðandi hlutabréfakaup í Kjötmjöli ehf.
c) Lögð voru fram bréf Sambands Ísl. Sveitarfélaga, verkefnastjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi, dagsett 16. október 2000 varðandi     ”Ólafsvíkuryfirlýsingunni“ ásamt yfirlýsingunni sjálfri.  Einnig bréf dagsett 12. október 2000 varðandi kynningarfund um hreinni framleiðslutækni.

Erindunum vísað til Umhverfisnefndar Seltjarnarness.


9. Tekin var til umræðu tillaga Neslistans v/Valhúsaskóla skv. 7. lið síðasta fundar bæjarstjórnar.  Bæjarstjóri lagði fram til kynningar minnisblað Lúðvíks Hjalta Jónssonar varðandi húsnæðismál Valhúsaskóla.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
”Á síðasta fundi bæjarstjórnar 11. október s.l. fluttu fulltrúar Neslistans
tillögu um skipan starfshóps  um  húsnæðismál  Valhúsaskóla.  Fulltrúar
meirihlutans benda á að þetta  verk  er  þegar  í gangi og hafa skólastjóri
Valhúsaskóla og skólaskrifstofa þegar  skilað fyrstu hugmyndum sínum. 
Fulltrúar meirihlutans leggja til að  tillögunni  verði  breytt  í  þá veru að
skólanefnd, lögum samkvæmt, skipi  starfshóp  til  að  þróa  áfram  þær
hugmyndir er voru til umræðu s.l.  vor  um stækkunarþörf Valhúsaskóla
og skili tillögum sínum sem fyrst. 

        Til   máls   tóku  Sigurgeir  Sigurðsson,   Arnþór   Helgason  og   Högni
        Óskarsson.
        Tillagan var samþykkt samhljóða.


10. Bæjarstjóri lagði fram endurskoðaða jafnréttisáætlun.
Afgreiðslu var frestað.


11. Bæjarstjóri skýrði frá beiðni Línu.net um leyfi til lagningar ljósleiðara á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóra var falið að ganga frá samningum við Línu.net.

12. Gunnar Lúðvíksson formaður Skólanefndar svaraði fyrirspurn Högna Óskarssonar frá síðasta fundi varðandi stöðu á leikskólum Seltjarnarnesbæjar en þar eru nú 224 börn og ekkert barn á biðlista.
Formaður Skólanefndar Seltjarnarnesbæjar upplýsti um ráðningarmál grunnskólakennara í haust og taldi skólana vel setta með kennara.
 


Fundi var slitið kl. 18.03.           Stefán Bjarnason (sign)

Sigurgeir Sigurðsson  (sign) Erna Nielsen  (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign) Arnþór Helgason (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Jens Pétur Hjaltested (sign)
Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?