Fara í efni

Bæjarstjórn

531. fundur 11. apríl 2001

Miðvikudaginn 11. apríl 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen, Jónmundur Guðmarsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigrún Benediktsdóttir.
 
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson


1. Lögð var fram fundargerð 297. fundar Fjárhags- og launanefndar dagsett 3.apríl 2001 og var hún í 3 liðum.
Í fyrsta lið fundargerðarinnar er mælt með að samþykkt verði stofnsamningur strætó b.s.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2. Lög var fram fundargerð 140. fundar Umhverfisnefndar  Seltjarnarness dagsett 29. mars 2001 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested og Jónmundur Guðmarsson.
Afgreiðslu 6. liðs fundargerðarinnar var frestað til næsta fundar.
Við afgreiðslu á 7. liðs c lögðu fulltrúar Neslistans fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna afgreiðslu Umhverfisnefndar á tillögum Neslistans sem vísað var til hennar frá bæjarstjórn.
“Afgreiðsla og bókun Umhverfisnefndar á tillögum Neslistans vekur mikla furðu. Þar kemst Umhverfisnefnd að þeirri merku niðurstöðu að tillögur Neslistans byggi á skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar!.
Í inngangsorðum að tillögu Neslistans er sérstaklega  bent á að tillögurnar byggi á þessari skýrslu!.
Í bókun meirihluta Umhverfisnefndar kemur fram að þeir telji ekki þörf á að samþykkja tillögurnar vegna þess að taka eigi tillit til skýrslunnar. Það eru engar beinar tillögur í skýrslunni, heldur ábendingar sem koma fram í lokaorðum hennar.
Fulltrúar Neslistans fóru vandlega yfir skýrsluna og gerðu raunhæfar tillögur byggðar á niðurstöðum hennar. Umhverfisnefnd hundsar hér með vandaða vinnu  sem gerð er í þágu bæjarfélagsins.Það virðist vera orðin viðtekin venja hjá meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness að fella eða vísa frá öllum tillögum Neslistans, hvort sem þeir eru sammála þeim eða ekki.
Meirihluti Umhverfisnefndar bókar síðan sérstaklega um fjórða lið tillögunnar þar sem lagt er til að fengin verði sérfræðingur til að skoða hugsanlega takmörkun á umferð við viðkvæm fuglasvæði í nálægð göngustígsins. Þar kemst meirihluti Umhverfisnefndar að sinni “einka” sérfræði niðurstöðu. Þessi vinnubrögð meirihluta Umhverfisnefndar eru óvönduð og ekki sæmandi.”

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)     Sigrún Benediktsdóttir (sign)
Tillaga Neslistans verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram 25. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 1. mars 2001 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 13. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins: bs.dagsett 30. mars 2001 og var hún í 8 liðum .
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 229. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dagsett 16. mars 2001 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 63.  fundargerð Framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 27. mars
2001 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lagðar voru fram 48. og 49. fundargerðir samstarfsnefndar Félags ísl.
leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga dagsetta 5. og 12. mars 2001 og voru þær í 2 og 4 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

8. Erindi:
a) Lagt var fram bréf Fjölskylduráðs dagsett 23. mars 2001.
Bréfinu var vísað til Félagsmálaráðs.
b) Lögð var fram ályktun um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga frá 60. fundi fulltrúaráðs félaganna 29. mars 2001.

9. Lögð var fram Starfsmannastefna Seltjarnarnesbæjar sbr. 8 lið síðustu
bæjastjórnarfundargerðar.
Starfsmannastefnan var samþykkt samhljóða.

10. Lagt var fram bréf Árna Sigurjónssonar, fráfarandi formanns Starfs-
mannafélags Seltjarnarness þar sem hann tilkynnir kjör nýrrar stjórnar Starfsmannafélagsins.
Nýr formaður verður Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, Melabraut 2 Seltjarnarnesi.
Fráfarandi formaður þakkaði bæjarstjóra og bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samskiptin.

Fundi var slitið kl. 17:25               Álfþór B. Jóhannsson (sign)

Sigurgeir Sigurðsson (sign)           Jens Pétur Hjaltested (sign)
Erna Nielsen (sign)     Inga Hersteinsdóttir (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign)   Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Sigrún Benediktsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?