Fara í efni

Bæjarstjórn

532. fundur 25. apríl 2001

.


Miðvikudaginn 25. apríl 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Erna Nielsen, , Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir sem mætti kl.17:10

Fundi stýrði Erna Nielsen
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson


1. Lagðir voru fram ársreikningar Seltjarnarnesbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2000 til fyrri umræðu.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningunum.
Tekjur voru kr. 907.403.133, rekstur málaflokka kr. 951.397.147 og fjármagnsliðir kr. 23.537.261
Inga Hersteinsdóttir tók við fundarstjórninni kl. 17:10
Til máls tóku Högni Óskarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.

2. Lögð var fram 32.(249) fundargerð Æskulýðs- og Íþróttaráðs       Seltjarnarness dagsett 05. apríl 2001 og var hún í 4 liðum.
        Til máls tók Sunneva Hafsteinsdóttir.
        Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


3.     Lögð var fram 252. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar
        Seltjarnarness dagsett 30.03.2001 og var hún í 3 liðum.
        Til máls tóku Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson,
        Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Jens Pétur
        Hjaltested.
         
          Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu.
 Tillaga l.
 Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til að nú þegar verði hafin
 vinna við endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarness, en núgildandi
 aðalskipulag er frá 1981.
 Meðan vinna við aðalskipulag fer fram verður fyrirhuguðum fram-
 kvæmdum á Hrólfskálamel frestað enda mun uppbygging á þeim
 byggingareit hafa veruleg áhrif á framtíðarþróun þjónustugetu
 skóla, leikskóla og umferðarmannvirkja.

 Seltjarnarnesi, 25. apríl 2001

 Högni Óskarsson (sign)     Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

 Tillaga ll.
 Á fundi skipulagsnefndar þ. 30. mars sl. var ákveðið að fela bæjar-
 stjóra að skrifa bréf til fulltrúa þeirra byggingafyrirtækja, sem boðið
 hafði verið á þann fund, “þar sem fram komi frekari upplýsingar vegna fyrirhugaðra tilboða í land og byggingarétt á Hrólfskálamel”, eins og segir í bréfinu. Jafnframt var ákveðinn skiladagur eftir 4 vikur.
Enn hefur ekki verið fjallað um framkomnar athugasemdir vegna
breytinga á aðalskipulagi tengdum þessum framkvæmdum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um nýtingarhlutfall svæðisins, né um aðrar breytingar á verðlaunatillögum, sem verið er að ræða um og sem munu hafa áhrif á aðgengi og umhverfi svæðisins. Hér er um að ræða óvissuþætti, sem munu hafa áhrif á tilboðsgerð og framkvæmdir og sem eðlilegast er að leysa áður en til tilboðsgerðar kemur.
Síðast en ekki síst, þá hefur Seltjarnarnesbær ekki látið fara fram neitt mat á því hvaða verðmæti felast í umræddri landspildu fyrir bæjar- félagið, en sú staðreynd mun gera mat á væntanlegum tilboðum fullkomlega ómarkvisst.
Til þess að tryggja hagsmuni Seltirninga sem best og stefna hagsmunum bæjarins ekki í hættu þá leggja fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn til, að ekki verði aflað formlegra tilboða í landið og  byggingarétt fyrr en mótuð hefur verið upplýst stefna í ofangreindum þáttum í þessu mikilvæga máli.

Seltjarnarnesi, 25.apríl 2001

Högni Óskarsson (sign)     Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunum til Skipulagsnefndar.

4. Lögð var fram 170. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 05. apríl
2001 og var hún 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 210. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 15. mars
2001 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Erindi:
a. Lagt var fram bréf þjóðminjavarðar dagsett 09. apríl 2001
varðandi Nesstofu.
Bréfinu var vísað til menningarnefndar.

b. Lagt var fram bréf þroskahjálpar dagsett 06. apríl 2001
Bréfinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.

c. Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans og fuglavöktun sb., 5
lið í 529. bæjarstjórnarfundargerð.
Formaður Umhverfisnefndar lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu
við tillögu Neslistans.

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að fela Umhverfisnefnd umsjón og gerð reglubundinnar og nákvæmrar fuglatalningar í Suðurnesi og Gróttu. Talningin verði gerð sumarið 2001 og síðan á fjögurra ára fresti eftir það”.
Tillaga Neslistans með ofangreindri viðbót var samþykkt samhljóða.
7. Bæjarstjóri lagði fram ársskýrslu Seltjarnarnesbæjar og stofnana.

8. Tilkynnt var að Inga Þórsdóttir, Nesbala 22 Seltjarnarnesi léti af
störfum sem aðalmaður í Heilbrigðisnefnd og tæki sæti í nefndinni
sem varamaður og að Hrefna Kristmannsdóttir, Látraströnd 30
Seltjarnarnesi tæki sæti aðalmanns í nefndinni.

9. Af hálfu Neslistans var Guðrún  H. Brynleifsdóttir, Bollagörðum 61
Seltjarnarnesi tilnefnd sem aðalmaður í Byggingarnefnd og Kjartan
E. Einarsson sem varamaður í Æskulýðs- og  íþróttanefnd. Báðar til-
nefningar er í stað Guðlaugs G. Sverrrissonar sem fluttur er úr bæjar-
félaginu.

10. Rætt var um vinabæjarmót á Seltjarnarnesi í sumar.

11. Jens Pétur Hjaltested lagði fram tilkynningar/drög að leigusamningi við Golfklúbb Ness.

Fundi var slitið kl. 18:30



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?