Miðvikudaginn 23.maí 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.
Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Benediktsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundi stýrði Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 254. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 17. maí 2001 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Högni Óskarsson og Sigrún Benediktsdóttir.
1. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða.
2. liður fundargerðarinnar, svör skipulagsnefndar við tillögum Neslistans frá 25. apríl:
Svar við fyrri tillögunni var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Sigrún Benediktsdóttir sat hjá. Svar við síðari tillögunni var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2.
Högni Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
“Undirritaður telur að í svörum nefndarinnar við tillögum Neslistans komi enn og aftur fram að ekki hafi verið sinnt nægilega vel nauðsynlegri forvinnu fyrir útboð”.
Högni Óskarsson (sign)
Til máls um 4. lið fundargerðarinnar tóku allir fundarmenn.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu sem viðbót við samþykkt nefndarinnar:
Áður en gengið verður til samninga við væntanlegan verktaka liggi fyrir endanleg ákvörðun um nýtingarhlutfall byggingareitsins sem tekur mið af endurskoðun aðalskipulags og meginlínur nýs deili-skipulags.
Viðbótartillagan var samþykkt samhljóða og 4 liður fundargerðar-innar með ofangreindri viðbót var samþykktur samhljóða.
2. Lögð var fram 141. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dag-sett 8.maí 2001 og var hún í 8 liðum.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja til, með vísan til 141. fundar-gerðar Umhverfisnefndar, liðar 7e, að farið verði í öllu eftir ábend-ingum þeirra dr. Jóns S. Ólafssonar og Gísla Más Gíslasonar prófessor, Líffræðistofnun Háskóla Íslands, í umbeðinni umsögn þeirra um áhrif jarðvegslosunar við Daltjörn, til þess að ekki verði þrengt enn frekar að lífríkinu í og umherfis Daltjörn. Leggja umsagnaraðilar til að flagið
( uppfyllingin ) verði óslétt með fjölbreytilegum gróðri og grjóti. Vara þeir við að sléttað verði úr flaginu.
Seltjarnarnesi 23.maí 2001
Greinargerð:
Rökstuðningur með tillögunni kemur fram í ofangreindri umsögn. Umsagnaraðilar telja framkvæmdina hafa verið óheppilega, þar sem hún þrengi enn frekar að þeim fjölbreyttu búsvæðum sem auðga lífríkið við Daltjörn. Á þetta ekki síst við um fuglalíf við tjörnina.
Leggja umsagnaraðilar til að flagið ( uppfyllingin ) verði óslétt með
fjölbreytilegum gróðri og grjóti. Vara þeir við að sléttað verði úr flaginu.
Sigrún Benediktsdóttir Högni Óskarsson
(sign) (sign)
Samþykkt var með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá, að vísa tillögunni til Umhverfisnefndar og Samstarfsnefndar umhverfisnefndar og Golfklúbbsins Ness ásamt bréfi Líffræðistofnunar Háskólans, ódags. til umsagnar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
Fulltrúar Neslistans gerðu eftirfarandi grein fyrir hjásetu sinni:
“Fulltrúar Neslistans sitja hjá við atkvæðagreiðslu þar sem fram hefur komið í umræðu að formaður Umhverfisnefndar muni ekki fylgja eftir megintillögum sérfróðra umsagnaraðila Líffræðistofnunar við frágang aðfluttra jarðefna við Daltjörn.
Högni Óskarsson Sigrún Benediktsdóttir
(sign) (sign)
3. Lögð var fram 171. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 3. maí 2001 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 48. fundargerð stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness dagsett 15. maí 2001.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 211. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 7. maí 2001 og var hún í 10 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lagt var fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 15. maí 2001 um rekstur sameiginlegs bókasafnskerfis. Jafnframt var lagt fram bréf menntamálaráðuneytisins dagsett 9. maí 2001 ásamt fylgiskjölum um sama efni.
Samþykkt var samhljóða að taka þátt í rekstri kerfisins en stofnkostn-aður Seltjarnarness er áætlaður 1.220.000 og árlegur rekstur 580.000.
7. Lagt var fram bréf starfsmannafélags Seltjarnarness dagsett 3.maí 2001 þar sem tilkynnt er að Ingunn H. Þorláksdóttir og Bryndís Richter verða fulltrúar starfsmannafélagsins í Starfskjaranefnd og Margrét Sigurðardóttir til vara og að fulltrúar félagsins í Starfsmatsnefnd verði Margrét Sigurðardóttir og Bryndís Richter og Beata Tarasiuk til vara.
8. Lagt var fram bréf Þorleifs Vagnssonar dagsett 14. mars 2001 um golfvöll við Sandskeið.
9. Lögð var fram gjaldskrá fyrir hundahald á Seltjarnarnesi dagsett
15.maí 2001 og reglur um afslátt sbr. 2 mgr. 1gr. gjaldskrárinnar.
Gjaldskráin og reglurnar voru samþykkt samhljóða.
10. Samþykkt var samhljóða að tilnefna Jón Jónsson áfram sem fulltrúa Seltjarnarness í stjórn Málræktarsjóðs.
11. Lögð var fram jafnréttisáætlun Seltjarnarness.
12. Lagðar voru fram tilkynningar skýrslu um fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen og
Inga Hersteinsdóttir.
13. Bæjarstjórn gerði grein fyrir tilboði í viðbyggingu Valhúsaskóla frá Loftorku að upphæð kr. 29.750.000.
Samþykkt var samhljóða að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við fyrirtækið.
Fundi var slitið kl. 18:30.
Álfþór B. Jóhannsson