Fara í efni

Bæjarstjórn

619. fundur 22. júní 2005

619. (1545.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 22. júní 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 618. fundar samþykkt.

1.         Kjörinn var forseti bæjarstjórnar skv. 15. gr. Bæjarmálasamþykktar Seltjarnarness.

Ásgerður Halldórsdóttir var samhljóða kjörin forseti bæjarstjórnar.

2.           Lögð var fram fundargerð 355. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 10. júní 2005 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

2. liður fundargerðarinnar samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 67. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. júní 2005 og var hún í 4 liðum.

Til máls tók: Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 68. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 9. júní 2005 og var hún í 12 liðum.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 295. (34.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. maí 2005 og var hún í 2 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 57. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 8. júní 2005 og var hún í 5 liðum.

Til máls tók: Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Lögð var fram fundargerð 215. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 13. júní 2005 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 14. júní 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 281. fundar stjórnar SSH, dagsett 6. júní 2005 og var hún í 4 liðum, ásamt bréfi dagsett 7. júní í tilefni af samþykkt stjórnarinnar um skiptingu greiðslna milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna nemenda í tónlistarskólum utan lögheimilissveitarfélags.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

Samþykkt var að fresta fundi bæjarstjórnar sem áætlaður var 13. júlí nk. 

 

 

Fundi var slitið kl.  17:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?