Fara í efni

Bæjarstjórn

618. fundur 08. júní 2005

618. (1544.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 8. júní 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 617. fundar samþykkt.

1.           Lögð var fram fundargerð 179. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 26. maí 2005 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 162. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 30. maí 2005 og var hún í 8 liðum.

Til máls tók: Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð Gjafasjóðs Sigurgeirs Einarssonar, dagsett 18. maí 2005 og var hún í 6 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 4. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 24. maí 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 56. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 20. maí 2005 og var hún í 2 liðum.

Til máls tók: Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Lögð var fram fundargerð 214. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 23. maí 2005 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7.           Erindi og tillögur:

a)     Lagt var fram bréf frá Krabbameinsfélaginu dagsett 25. maí 2005, með áskorun til sveitarfélaga að hætta að bjóða upp á ljósböð í ljósabekkjum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Erindinu vísað til Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness.

b)    Lögð var fram umsókn Neslindar ehf. um endurnýjun á vínveitingaleyfi á Rauða Ljóninu.

Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Árni Einarsson.

Bæjarstjórn samþykkir leyfi til eins árs með auknum skilyrðum og að uppfylltum lögboðnum umsögnum.

c)     Tekin var til umræðu tillaga Neslistans samkvæmt  8. lið síðasta fundar, um skipan 3 manna jafnréttisnefndar.

Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar Félagsmálaráðs Seltjarnarness.

d)    Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans samkvæmt  12. lið síðasta fundar, um framhald samráðsferlis í skipulagsmálum.

Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness.

e)     Neslistinn tilnefnir Sigrúnu Benediktsdóttur í yfirkjörstjórn vegna kosninganna 25. júní 2005 vegna forfalla kjörinna fulltrúa.

 

Fundi var slitið kl.  17:30



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?