Fara í efni

Bæjarstjórn

543. fundur 14. nóvember 2001


Miðvikudaginn 14. nóvember 2001 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir.
 
Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Í upphafi fundar afhentu fulltrúar Félags tónlistarkennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna forseta bæjarstjórnar Jónmundi Guðmarssyni áskorun F.T. og F.Í.H. um að bæjarstjórn stuðlaði að því að samið verði við tónlistarskólakennara hið fyrsta.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“Bæjarstjórn Seltjarnarness skorar á samningsaðila í kjaradeilu tónlistarkennara að leita allra leiða til að leysa deilu tónlistarkennara og Launanefndar sveitarfélaga sem fyrst, svo tryggja megi að starfsemi tónlistarskóla komist í eðlilegt horf.  Með samningum við grunnskólakennara á síðasta ári voru lagðar skýrar línur sem eðlilegt er að kjör tónlistarskóla taki mið af.  Bæjarstjóra er falið að hafa samband við Launanefnd sveitarfélaga og koma þessum sjónarmiðum bæjarstjórnar Seltjarnarness á framfæri.

   Sunneva Hafsteinsdóttir  Högni Óskarsson
   (sign)     (sign)


Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

2. Lögð var fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2002 ásamt greinargerð bæjarstjóra.
Jafnframt var lögð fram 306. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 13. nóvember 2001 og með álagningar-  forsendum og eignabreytingartillögum fyrir árið 2002.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni en tekjur eru áætlaðar kr. 1.164.700.000.- gjöld kr. 1.018.654.000.- og til eignabreytinga kr. 146.040.000.-
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa fjárhagsáætlunartillögum til síðari umræðu á næsta fundi.
Álagningarreglur 2002 sbr. 1. lið 306. fundargerðar Fjárhags- og launanefndar voru samhljóða samþykktar þannig:
a. Gjalddagar fasteignagjalda 2002 verða 5, þ.e. 1.febrúar, 1.mars, 1.apríl, 1.maí og 1.júní og eindagar 15. hvers mánaðar.
b. Álagningarprósenta útsvars verður 12.46%.
c. Lóðarleiga verður 1%-2.5%.
d. Álagning fasteignagjalda verður 0.360% af matsverði íbúðarhúsnæðis og lóðar og 1.12% af atvinnuhúsnæði og óbyggðum lóðum.
e. Vatnsskattur verður 0.15% af fasteignamati.
f. Urðunargjald verður kr. 4.000.- af íbúð.
g. Sorphreinsigjald verður kr. 800.- af íbúð.
h. Niðurfelling fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega verður hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 1.301.146.- 100% niðurfelling.
Niðurfelling lækkar hlutfallslega og fellur niður við tekjur sem fara yfir kr. 1.787.037.-
Hjá hjónum með tekjur allt að kr. 1.626.930.- 100% niðurfelling.
Niðurfelling fellur niður af tekjur fara yfir 2.112.822.-
Afgreiðslu eignabreytinga sbr. 2. lið fundargerðarinnar var vísað til afgreiðslu á næsta fundi.

3. Lagðar voru fram 303., 304. og 305. fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsettar 23. og 30. október 2001 og  6.nóvember 2001 og var hver um sig í 1 lið.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

4. Lagðar voru fram 261. og 262. fundargerð Skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsettar 18. og 23. október 2001 og voru þær í 2 og 4 liðum.
Til máls tóku Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
261. fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
Við afgreiðslu 1. liðar 262. fundargerðarinnar lögðu fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar fram eftirfarandi tillögu:
“Bæjarstjórn samþykktir að ganga til samninga við Í.A.V. miðað við tilboð félagsins dags. 9. október 2001.  Aðilar munu sameiginlega vinna deiliskipulag svæðisins.  Ef um breytingar verða til lækkunar á nýtingu breytist verð reitsins í hlutfalli við þá breytingu miðað við nýtingu 1.11.” 
1. liður 262. fundargerðarinnar ásamt tillögu meirihlutans var samþykktur með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá.
        Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúar minnihlutans sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tilboð Í.A.V. í byggð á Hrólfskálamel þar sem málið er hvergi nærri nógu vel unnið enn.
Það er með öllu óljóst hversu bindandi samþykktin er fyrir Seltjarnarnesbæ.
Það er einnig óljóst hvaða möguleikar eru til frávika frá þeim teikningum sem nú liggja fyrir.  Það er girt fyrir þann möguleika,  að skoða möguleika á að staðsetja hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Hrólfskálamel.
Og það er girt fyrir það að æskileg tenging náist milli Eiðistorgs og þjónustusvæðis vestan fyrirhugaðs byggingarsvæðis (íþróttamiðstöð, heilsugæsla, skólar, íbúðir aldraðra). Er þá fátt eitt talið. 
Fulltrúar Neslitans lýsa áhyggjum sínum yfir því að með samþykkt sinni á tilboði Í.A.V. eins og það liggur fyrir, sé meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn enn og aftur að stefna hagsmunum bæjarbúa í hættu”.
   Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)    (sign)


        Inga Hersteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
      Seltjarnarnesi, 14. nóvember 2001.

“Ég undirrituð samþykki þessa tillögu þar sem hér er fyrst og fremst um ákvörðun um deiliskipulag að ræða, nýtingarhlutfall og ákvörðun um að ganga til samstarfs við ákveðinn verktaka, en vil um leið vekja athygli á eftirfarandi:
Það er eindregin skoðun mín að hverfið þurfi að vera hlýlegt og manneskjulegt, þar sem það mun draga að sér athygli allra sem í bæjarfélagið koma, vegna staðsetningar sinnar og þannig mun það hafa áhrif á ímynd bæjarfélagsins út á við.
Slíku er erfiðaða að ná fram með kassalega fjölbýlishúsum, með flötum þökum heldur en mjúkum línum, bognum hornum sem ekki eru 90°, útskotum, hallandi þökum o.þ.h.
Ég vil koma á framfæri eindreginni ósk um að í lokaútfærslu verði hugsað til þessa og jafnframt að tekið verði tillit til þess að hver íbúð fái sem stærstan skerf af því frábæra útsýni sem staðurinn býður upp á.  Jafnframt vonast ég til að deiliskipulagið sem er framtíðarskipulag bygginganna verði unnið í nánu samkomulagi við yfirvöld á Seltjarnarnesi”.
     Inga Hersteinsdóttir
     (sign) 

        Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.


5. Lögð var fram 271. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 23. október 2001 og var hún í 3 liðum.
Til máls tók Högni Óskarsson.

6. Lagðar voru fram 96. og 97. fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness dagsettar 5. og 8. nóvember og voru þær í 4 og 2 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

7. Lögð var fram 19. fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 26. október 2001 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 11. fundargerð stjórnar Strætó bs. dagsett 26. október 2001 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lagðar voru fram fundargerðir framkvæmdanefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsettar 9., 18. og 31. október 2001 og voru þær í 3, 4 og 4 liðum.
Til máls tók Erna Nielsen.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
Bæjarstjórn þakkaði Ernu Nielsen fyrir mikil og góð störf sem hún hefur unnið sem fulltrúi Seltjarnarness í nefndinni.

10. Lagðar voru fram fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga og ýmissa stéttarfélaga.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.

11. Lagt var fram bréf Kvenréttindafélags Íslands dagsett 5. nóvember 2001 varðandi styrk vegna málþings.
Samþykkt var samhljóða að vísa bréfinu til Jafnréttisnefnda.

 

 

Fundi var slitið kl. 19.45.           Álfþór B. Jóhannsson
       (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?