Fara í efni

Bæjarstjórn

616. fundur 11. maí 2005

616. (1542.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 11. maí 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 615. fundar samþykkt.

1.         Lögð var fram fundargerð 160. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 22. apríl 2005 sem var vinnufundur í 1 lið, um málefni grunnskólans.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2.           Lögð var fram fundargerð 161. fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. apríl 2005 og var hún í 10 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna 8. liðar:

“Á skólanefndarfundi 25. apríl sl. voru lögð fram textasvör starfsfólks og foreldra í viðhorfakönnun í Grunnskóla Seltjarnarness. Könnunin er hluti af reglulegu og lögboðnu sjálfsmati skóla. Könnunin er gerð í tengslum við foreldraviðtöl, sem í ár voru haldin 25. janúar. Sambærileg könnun var lögð fyrir starfsfólk skólanna 9. febrúar. Það vekur athygli að mun færri foreldrar tóku þátt í könnuninni nú en undanfarin ár eða aðeins um 30%.

Þessi litla þátttaka foreldra í könnuninni er áhyggjuefni og er könnunin því nánast ómarktæk þó hún gefi ákveðnar vísbendingar. Það er því varhugavert að draga ályktanir af þessari könnun eins og hefur verið gert af bæjaryfirvöldum í fjölmiðlum undanfarnar vikur.”

  Sunneva Hafsteinsdóttir         Árni Einarsson          Stefán Bergmann

             (sign)                             (sign)                             (sign)

 

Formaður skólanefndar lagði fram eftirfarandi bókun:

“Þótt þátttaka foreldra í nefndri könnun hafi verið undir væntingum skólayfirvalda, stendur það óhaggað að þeir sem tóku þátt voru að miklum meirihluta ánægðir með starf grunnskólans. Þá er rétt að minna  á vandaða könnun Gallup sem sýnir  að yfir 90% foreldra eru ánægðir með störf grunnskóla Seltjarnarness.“

Bjarni Torfi Álfþórsson

(sign)

Liður 10 var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leiti ekki tilefni til samþykktar.

3.           Lögð var fram fundargerð 65. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 26. apríl 2005 og var hún í 2 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Stefán Bergmann.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4.           Lögð var fram fundargerð 178. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. apríl 2005 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5.           Lögð var fram fundargerð 280. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 2. maí 2005 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6.           Erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Málræktarsjóði dagsett 3. maí 2005, þar sem óskað er eftir tilnefningu í fulltrúaráð sjóðsins vegna aðalfundar sem halda á 2. júní n.k.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Samþykkt að tilnefna Jón Jónsson áfram sem fulltrúa Seltjarnarnesbæjar.

b)    Lagt var fram bréf framkvæmdastjóra Haga hf og Fasteignafélagsins Stoðir hf, þar sem óskað er eftir viðræðum og samstarfi um uppbyggingu verslunar og þjónustu á Seltjarnarnesi.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Stefán Bergmann.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í bréf framkvæmdastjóranna og vísar erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

c)     Lagt var fram bréf nefndar um sameiningu sveitarfélaga dagsett 5. apríl 2005 um lokatillögur nefndarinnar.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

 

Fundi var slitið kl.  17:48

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?