Fara í efni

Bæjarstjórn

548. fundur 27. febrúar 2002

548. (1474) Bæjarstjórnarfundur.


Miðvikudaginn 27. febrúar 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Jens Pétur Hjaltested, Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Gerð var athugasemd við afgreiðslu á síðustu fundargerð í 9. lið, á að vera árið 2002 í stað 2000 og jafnframt var lögð fram tillaga að samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Formaður Skipulagsnefndar, Erna Nielsen, skýrði frá tillögu sem lögð verður fyrir næsta fund Skipulagsnefndar varðandi aðalskipulag Hrólfskálamels.


1. Lögð var fram til síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árin 2003-2005.
Til máls tóku: Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu langtímafjárhagsáætlunar Seltjarnarness 2003-2005.
Langtímafjárhagsáætlun sú, sem hér er lögð fram, er smíð sjálfstæðismanna einvörðungu og pólitísk yfirlýsing þeirra um stjórnun Seltjarnarnesbæjar fram til ársins 2005.  Við lestur forsendna sjálfstæðismanna með áætluninni er erfitt að finna eitthvað sem gæti kallast heildarstefna eða langtímamarkmið.  Á einum stað örlar á slíku en það er í lok fyrstu málsgreinar þar sem segir að “stefna í peningamálum er ennfremur fastsett, þ.e. áfram verður haldið við að lækka skuldir og draga úr fjármagnskostnaði”.
Það er ótrúlega bíræfið af sjálfstæðismönnum að koma enn einu sinni með orðalepp sem þennan, því hann er í hrópandi mótsögn við staðreyndir og afhjúpar ráðaleysi þeirra við fjármálastjórnun.  Frá árinu 1997 til ársloka 2001 hefur höfuðstóll skulda vaxið um 70%, úr 297 í 505 milljónir.  Afborganir og vextir hafa á sama tíma vaxið um 73%.  Á síðasta ári vógu þungt greiðslur yfirdráttarvaxta, en þannig vaxtagreiðslur þykja ekki merki um tilkomumikla hagstjórn.
Þetta gerist á sama tíma og útsvarsprósenta hefur verið hækkuð og á sama tíma og útsvarsgreiðslur hvers Seltirnings hafa aldrei verið hærri að krónutölu.  Þetta gerist og einnig á sama tímabili og þjónustugjöld hafa farið stighækkandi, m.a. innan skóla- og leikskólakerfisins.  Eins ber að nefna hækkun hitaveitugjalda, sem, miðað við hagstæða rekstrarafkomu Hitaveitu Seltjarnarness, er óbein skattlagning á íbúana.
Þarf ekki að fara fleiri orðum um það að ekki er til innistæða fyrir stefnuyfirlýsingu sjálfstæðismanna í peningamálum.
Fagna ber því sem vel er gert og kemur fram í langtímaáætluninni, en þar er uppbygging gerfigrasvallar fyrir knattspyrnuiðkun.  Það mál var á stefnuskrá Neslistans í síðustu kosningum og hafa sjálfstæðismenn tekið undir það á þessu kjörtímabili.  Eins ber að fagna því að sjálfstæðismenn hafa sett í langtímaáætlunina þau markmið sem fulltrúar Neslistans hafa sett fram og fengið samþykkt að stuðla þurfi að markvissri uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar.
Það vekur hins vegar athygli og um leið áhyggjur að ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til undirbúnings byggingar hjúkrunarheimilis.  Verður ekki dregin önnur ályktun af þessu en sú að flumbrugangur sjálfstæðismanna á síðasta ári í málefnum hjúkrunarheimilis hefur leitt þá í blindgötu.  Undirstrikar þetta eins og margt annað í stjórnun meirihlutans á flóknum viðfangsefnum síðustu ár að sjálfstæðismenn ráða ekki við stjórnun bæjarfélagsins umfram það sem einföld rútína krefst.
Þessi langtímaáætlun er alfarið á ábyrgð sjálfstæðismanna.  Fulltrúar Neslistans munu því sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.

Seltjarnarnesi, 27. febrúar 2002.

   Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)    (sign)

Sigurgeir Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna bókunar N-lista við afgreiðslu 3ja ára áætlunar bæjarsjóðs 2003-4-5, er rétt að undirstrika að fjárhagsstaða bæjarsjóðs er góð.  Bæjarsjóður hefur fengið hól sem best rekna bæjarfélag landsins undanfarin ár.
Framkvæmdaáætlun næstu 3ja ára hefur að geyma framkvæmdir er samþykktar hafa verið í bæjarstjórn undanfarin 2 ár.

     Bæjarstjóri.

Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun vegna bókunar bæjarstjóra:
Neslistinn hefur vakið athygli á versnandi skuldastöðu bæjarsjóðs s.l. 4 ár.  Tölurnar tala sínu máli.

   Högni Óskarsson  Sunneva Hafsteinsdóttir
   (sign)    (sign)

Áætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum en fulltrúar Neslistans sátu hjá.


2. Lögð var fram fundargerð 40. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 7. febrúar 2002, og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku: Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Gunnar Lúðvíksson.
Vegna 4.liðs fundargerðarinnar, 1.mgr., var bæjarstjóra falið að leita eftir fullmótaðri tillögu Æskulýðs- og íþróttaráðs um gerð gerfigrasvallar á Seltjarnarnesi.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


3. Lögð var fram fundargerð 177. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 7.febrúar 2002, og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 217. fundar Bláfjallanefndar dagsett 11. febrúar 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram fundargerð 10. fundar stjórnar Alþjóðahússins ehf., dagsett 25. janúar 2002 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lagðar voru fram fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga;
a) 52. fundar við samstarfsnefnd Félags ísl. leikskólakennara, dagsett 6. febrúar 2002 og var hún í 5 liðum.
b) 177. fundar Launanefndar sveitarfélaga dagsett 6. febrúar 2002 og var hún í 5 liðum.
c) 4. fundar við Kjarna stéttarfélaga dagsett 22. nóvember 2001 og var hún í 7 liðum.
d) 5. fundar við Kjarna stéttarfélaga dagsett 6. febrúar 2002 og var hún í 6 liðum.
e) 9. fundar við Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa dagsett 18. febrúar 2002 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram endurskoðuð tillaga að umhverfisstefnu Seltjarnarness.
Til máls tóku: Högni Óskarsson, Jens Pétur Hjaltested og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Tillögunni var vísað til Umhverfisnefndar.

8. Erindi:
a) Lagt var fram bréf dagsett 6. febrúar 2002 frá HL Stöðinni með beiðni um styrk.
Erindinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.
b) Lagt var fram erindi frá Svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins þar sem gerð var grein fyrir innsendum athugasemdum svæðaskipulags höfuðborgarsvæðisins, ásamt athugasemdum og svörum.
Afgreiðslu frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

9. Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 22. febrúar 2002 þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn veiti heimild til lántöku kr. 423.000.000.- vegna framkvæmda að Skógarhlíð 14.

Samþykkt samhljóða.

10. Kynnt var erindi Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. varðandi ÁHÁ byggingar.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.

 

Fundi var slitið kl. 18.19.   Stefán Bjarnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?