Fara í efni

Bæjarstjórn

615. fundur 27. apríl 2005

615. (1541.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 27. apríl 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 614. fundar samþykkt.

1.          Lagður var fram ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness fyrir árið 2004.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

2.           Lagður var fram ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness fyrir árið 2004.

3.           Lagður var fram ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2004.

4.           Lagður var fram ársreikningur Hrólfskálamels ehf. Seltjarnarness fyrir árið 2004.

5.           Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur Félagslegs íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi fyrir árið 2004.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.

6.           Lagður var fram til síðari umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2004.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.

7.           Lögð var fram fundargerð 353. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 14. apríl 2005 og var hún í 17 liðum.

Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Liður 1 var samþykktur samhljóða.

Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

8.           Lögð var fram fundargerð 159.(54.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. apríl 2005 og var þetta vinnufundur í 1 lið, um málefni grunnskóla og tónlistarskóla.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.           Lögð var fram fundargerð 309. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. apríl 2005 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 293. (32.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 14. apríl 2005 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 60. fundar Veitustofnana á Seltjarnarnesi, dagsett 7. apríl 2005 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð aðalfundar Hrólfskálamels ehf., dagsett 14. apríl 2005 og var hún í 6 liðum.

Til máls tók: Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

13.      Lögð var fram fundargerð 3. fundar ársins 2005 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 12. apríl 2005 og var hún í 5 liðum.

Til máls tók: Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar. 

14.      Lögð var fram fundargerð 54. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 15. apríl 2005 og var hún í 3 liðum.

Til máls tók: Inga Hersteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15.      Lögð var fram fundargerð fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs og fulltrúa sveitarfélaga sem aðild eiga að stjórn fólkvangsins, dagsett 17. janúar 2005.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16.      Lögð var fram fundargerð fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 5. apríl 2005 og var hún í 6 liðum..

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17.      Lögð var fram fundargerð 279. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 4. apríl 2005 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

18.      Lögð var fram fundargerð 48. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 15. apríl 2005 og var hún í 6 liðum..

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

19.      Erindi:

a)     Lagt var fram bréf frá Menntamálanefnd Alþingis dagsett 14. apríl 2005, þar sem m.a. var óskað eftir umsögn Seltjarnarneskaupstaðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Samþykkt var að veita eftirfarandi umsögn:

Efni:Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/1982 um Sinfóníuhljómsveit Íslands, 644. mál.

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur borist erindi um að veita umsögn um framangreint frumvarp. Umsögn bæjarstjórnar lýtur eingöngu að núgildandi ákvæði um þátttöku Seltjarnarneskaupstaðar í rekstri hljómsveitarinnar, sbr. d. lið 3.gr. laga nr. 36/1982, en samkvæmt frumvarpinu stendur ekki til að gera neinar breytingar á því. Bæjarstjórn Seltjarnarness getur ekki fallist á að greiðsluþátttaka bæjarsjóðs Seltjarnarness skuli eiga að standa óhöggvuð áfram.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum hinn 19.12.2001 eftirfarandi:

“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að afturkalla aðild sína að Sinfóníuhljómsveit Íslands miðað við árslok 2002.  Þegar bæjarstjórn samþykkti aðild 1982 var gert ráð fyrir að fleiri sveitarfélög en Reykjavík og Seltjarnarnes tækju þátt í rekstri en svo hefur ekki orðið. Það er augljós skylda ríkissjóðs gagnvart landsmönnum öllum að tryggja þessari menningarstofnun rekstraröryggi.  Bæjarstjóra verði falið að óska eftir því við menntamálaráðuneytið og þingmenn kjördæmisins að lagabreyting þar að lútandi verði samþykkt á næsta þing.”

Rétt er að árétta að frá því að ofangreind samþykkt var gerð hafa bæjarstjórar Seltjarnarness ítrekað fylgt málinu eftir við menntamálaráðuneytið með bréfaskriftum og á fundum með menntamálaráðherrum en án árangurs. 

Í fjölmörgum lögum er kveðið á um skylduverkefni sveitarfélaga. Undantekningalaust eru þær lögboðnu skyldur lagðar á öll sveitarfélög landsins.    Það er því að mati bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi andstætt jafnræðisreglu að mismuna sveitarfélögum með því að ætla áfram að lögbinda greiðsluþátttöku tveggja sveitarfélaga til þátttöku í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sú þjónusta sem hljómsveitin veitir er í þágu allrar þjóðarinnar.

Umrædd lagasetning verður að telja að sé algjört einsdæmi og fái í raun ekki staðist. Bæjarstjórn getur samkvæmt framsögðu ekki fallist á að réttmætt sé að skylda einstök (hér tvö) sveitarfélög með lagaboði, en undanþiggja önnur. Er það álit bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi að endurskoða  verði núgildandi greiðsluþátttöku  í meðförum Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum nr. 36/1982 með það að leiðarljósi að jafnræði sveitarfélaga sé í heiðri höfð varðandi lögboðin verkefni sveitarfélaganna.

 

b)    Lagt var fram bréf frá stjórn Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins, dagsett 31. mars 2005, varðandi beiðni um leigu á túnum við Ráðagerði, Litlabæ, Knútsborg og Hestastykki sunnan Nesstofu auk uppfyllingar við rifið sunnan Bakkatjarnar, til stækkunar golfvallarins.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Erindinu var vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

c)     Lögð var fram umsókn Steinars Davíðssonar um leyfi til áfengisveitinga í Golfskálanum í Suðurnesi fyrir tímabilið 01. maí til 01. október 2005.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins, að uppfylltum lögbundnum umsögnum og vottorðum.

d)    Fulltrúar Neslistans tilkynntu eftirtalda varamenn í nefndir og ráð Seltjarnarnesbæjar.

1.        Menningarnefnd: Helga Ólafsdóttir, Víkurströnd 12, í stað Kristjáns E Einarssonar.

2.        Umhverfisnefnd: Kristján Þór Þorvaldsson, Miðbraut 3, í stað Krisjáns Jónassonar.

3.        Veitustofnanir: Kristján Þór Þorvaldsson, Miðbraut 3, í stað Kristjáns E. Einarssonar.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

 

Fundi var slitið kl.  17:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?