614. (1540.) Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 13. apríl 2005 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð 613. fundar samþykkt.
1. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2004.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Tekjur 1.600.176 1.700.869
Gjöld 1.478.912 1.545.645
Afskriftir 48.593 88.625
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 41.114 (18.387)
Rekstrarniðurstaða 113.785 48.212
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A-hluti bæjarsjóðs: Samantekið m/ B-hluta:
Eigið fé 1.634.247 1.529.121
Langtímaskuldir 340.684 384.787
Eignir 2.701.673 2.674.913
Veltufjárhlutfall- veltufjárm./skammt.sk. 2,13 1,24
Eiginfjárhlutfall- eigið fé/heildarfjárm. 60,49% 57,80%
Veltufé frá rekstri 208.889 199.249
Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Lárus Finnbogason hjá Deloitte mætti á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsett 13. apríl 2005 og fór yfir efnisatriði skýrslunnar og svaraði fyrirspurnum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.
Lárus vék af fundi kl 17:43
2. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins 2004 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Tekjur 14.638
Gjöld 8.190
Afskriftir 3.319
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (11.979)
Rekstrarniðurstaða (Tap) (8.849)
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Skuldir 176.432
Eignir 124.475
Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
3. Lögð var fram fundargerð 64. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 5. apríl 2005 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 62. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 31. mars 2005 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Árni Einarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 63. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 7. apríl 2005 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 177. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 30. mars 2005 og var hún í 7 liðum.
Til máls tók: Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 53. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 1. apríl 2005 og var hún í 4 liðum.
Til máls tók: Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Erindi:
a) Lagt var fram bréf frá Samgönguráðuneytinu dagsett 28. febrúar 2005, ásamt drögum að reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 397/2003 um leigubifreiðar.
Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.
b) Samþykkt var að taka á dagskrá svör bæjarstjóra, sem lögð voru fram í 18. lið 613. fundar bæjarstjórnar, við fyrirspurn frá fulltrúum Neslistans samkvæmt 9. lið 612. fundar bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
I. Gallup könnun.
„Fulltrúar Neslistans lýsa furðu sinni yfir þeim vinnubrögðum sem bæjarstjóri viðhefur við gerð Gallup- könnunar sem framkvæmd var meðal 1500 bæjarbúa. Enginn fulltrúi í bæjarstjórn hafði hugmynd um að verið væri að undirbúa gerð slíkrar könnunar meðal bæjarbúa. Úrtakið er mjög stórt en í hefðbundnum könnunum á landsvísu er úrtakið um 600 til 900 , sem þykir gefa marktæka niðustöðu.
Bæjarstjóri svarar þeirri fyrirspurn okkar um hver hafi samið spurningar á þá leið að það hafi “framkvæmdaraðili könnunarinnar IMG-Gallup” gert. Hver trúir því að bæjarstjóri, láti IMG- Gallup ákveða þær spurningar sem lagðar skulu fyrir bæjarbúa. –
Það vekur sérstaka eftirtekt þegar spurningarnar eru skoðaðar að ekki er vikið einu orði að því máli sem brennur á öllum bæjarbúum nú. þ.e. skipulagsmálin. Af hverju var ekki spurt um staðsetningu gervigrasvallar? Um afstöðu bæjarbúa til byggingu á 5-6 hæða blokkum sem meirihlutinn hefur lagt til?
Nú hefur verið skipaður samráðshópur um skipulagsmálin. Það hefði verið frábært veganesti fyrir umræddan samráðshóp, sem hefur það hlutverk „að reyna að endurspegla vilja meirihluta bæjarbúa” í skipulagsmálunum að fá svör við ýmsum spurningum. Vill bæjarstjóri ekki vita af vilja bæjarbúa í skipulagsmálum?
II. Skipulagsmálin.
Bæjarstjóri staðfestir að þegar er búið að verja tugum milljóna króna við aðal- og deiliskipulag með litlum árangri, en skipulagsmálin eru nú á upphafsreit. Samráðshópur er nú að endurskoða fyrri deiliskipulagstillögur meirihlutans sem og að leggja fram nýjar tillögur, eftir að meirihlutinn hafði siglt skipulagsmálunum í strand. Illa hefur verið haldið á málum hjá meirihlutanum og illa farið með skattfé.
III. Annað.
1)Útvarp frá bæjarstjórnarfundum.
Bæjarstjóri hefur aldrei haft frumkvæði af því að upplýsa bæjarstjórnarmenn um vinnu við undirbúning á því verkefni að útvarpa frá bæjarstjórnarfundum sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum 26. maí 2004 að láta fara fram. Bæjarstjóri á að framkvæma samþykktir bæjarstjónar og/eða að gera henni skriflega grein fyrir nýjum og breyttum möguleikum og leita eftir nýju umboði til bæjarstjórnar.
2) Sundurliðun á kostnaði við útgáfu bæklinga.
Frá maí 2002 til febrúar 2005 hefur verið eytt um 3 millj. króna í bæklinga sem sendir hafa verið í öll hús á Seltjarnarnesi. Þetta eru mikil útgjöld og ástæða til að skoða hvort ekki er hægt að koma upplýsingum til bæjarbúa á annan hátt. Það liggur fyrir að 95-98% heimila á Seltjarnarnesi eru nettengd sem gerir það að verkum að aðrir möguleikar eru ef til vill betri og ódýrari.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Sunneva Hafsteinsdóttir Árni Einarsson
(sign) (sign) (sign)
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður vísar á ný til svara á bæjarstjórnarfundi nr. 613 en harmar ítrekaðar tilraunir minnihlutans til að ala á tortryggni í garð viðleitni bæjarins til að leita eftir sjónarmiðum bæjarbúa til þjónustu bæjarins og þeirra aðila sem best eru taldir færir um að vinna slíkar upplýsingar með faglegum hætti. Vert er að minna á að IMG Gallup hefur þegar gert ítarlega viðhorfskönnun meðal Seltirninga til þróunar aðal- og deiliskipulags bæjarins og vert er að minnast þess að minnihlutinn hafði í reynd allt á hornum sér um það verkefni á sínum tíma. Þá er rétt að taka fram að þegar liggur fyrir stefna meirihlutans um að leita eftir skoðunum bæjarbúa í skipulagsmálunum þegar skilgreindir kostir í núverandi samráðsferli með íbúum liggur fyrir.
Jónmundur Guðmarsson
(sign)
Fundi var slitið kl. 18:50