Miðvikudaginn 23. október 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lagðar voru fram 265. og 266. fundargerðir ÆSÍS dagsettar 10. september og 8. október 2002 og voru þær í 3 og 2 liðum.
Til máls tóku Stefán Bergmann og Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram 111. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 17. október 2002 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram 152. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 17. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Stefán Bergmann, Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„Neslistinn leggur fram þá tillögu að Umhverfisnefnd verði falið að undirbúa stefnumörkun um framhald á efnistöku vegna malarnáms við Bolöldu og leggi þær tillögur fyrir hlutaðeigandi fagnefndir og bæjarstjórn.“
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Stefán Bergmann
(sign) (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir
(sign)
Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 282. fundargerð Félagsmálaráðs dagsett 17. október 2002 og var hún í 11 liðum.
Jafnframt voru lagðar fram fundargerðir samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsettar 11. og 24. september 2002.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Stefán Bergmann.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
5. Lögð var fram 19. fundargerð Strætó bs. dagsett 4. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 184. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 3. október 2002.
Til máls tók Stefán Bergmann.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram 249. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 7. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð aðalfundar S.H.S. fasteigna dagsett 30. september 2002 ásamt ársreikningi S.H.S. fasteigna ehf. fyrir árið 2001.
Fundargerðin og ársreikningurinn gáfu ekki tilefni til samþykkta.
9. Lögð var fram 14. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi dagsett 11. október 2002.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram 56. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara dagsett 4. október 2002.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram 50. fundargerð samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans dagsett 1. október 2002.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Inga Hersteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Erindi:
a. Kynnt var bréf Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 1. október 2002 um skýrslu um starfsemi sambandsins.
b. Rætt var um fund sem haldinn verður föstudaginn 25. október 2002 kl. 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis.
Fundi var slitið kl. 18:00 Álfþór B. Jóhannsson
(sign)