Miðvikudaginn 13. nóvember 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 320. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 23. október 2002 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram 321. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 29. október 2002 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram 112. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 28. október 2002, og var fundurinn vinnufundur nefndarinnar.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 113. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 6. nóvember 2002 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 8. fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 6. nóvember 2002 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku Stefán Bergmann, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 39. fundargerð Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 29. október 2002 og var hún í 3 liðum.
Til máls tóku Stefán Bergmann, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Bæjarstjórn fagnar hugmyndum nefndarinnar um menningarhátíð á Seltjarnarnesi.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram 6. (267.) fundargerð Æ.S.Í.S. dagsett 4. nóvember 2002 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Stefán Bergmann, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 1. (55.) fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 21. október 2002 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram 1. (44.) fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 7. október 2002.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram 20. fundargerð stjórnar Strætó b.s. dagsett 28. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Inga Hersteinsdóttir og Stefán Bergmann.
11. Lögð var fram 28. fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dagsett 25. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lagðar voru fram 248. og 249. fundargerðir stjórnar S.S.H. dagsettar 2. september og 7. október 2002 og var hvor um sig í 5 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð aðalfundar S.S.H. dagsett 18. október 2002 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram 697. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 14. október 2002 og var hún í 22 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Lögð var fram 9. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 22. október 2002 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
16. Lögð var fram 182. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsett 16. október 2002 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
17. Erindi:
a. Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans sbr. 3. lið síðustu fundargerðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða og jafnframt lagði Jónmundur Guðmarsson til að málið yrði líka skoðað í víðara samhengi.
b. Tekin var til afgreiðslu tillaga Neslistans frá 544. fundi bæjarstjórnar 1. lið og sbr. 11. lið 561. bæjarstjórnarfundargerðar.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Samþykkt var samhljóða að vísa tillögunni til Fjárhags- og launanefndar.
Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
“Í tilefni af tillögu Neslistans, sem lögð var fram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2002 hinn 28. nóvember 2001 er rétt að fram komi:
1. Fyrir liggur ný og ítarlegleg greinargerð endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton um fjárhagsstöðu Seltjarnarness. Í greinargerðinni sem kynnt hefur verið í fjárhags- og launanefnd og lögð verður fram á næsta fundi bæjarstjórnar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrar af tekjum síðastliðinn 10 ár verið á bilinu 72-86%. Hlutfall þetta er ýmist langt undir að rétt yfir almennum viðmiðunarmörkum í rekstri sveitarfélaga. Er það niðurstaða umræddra sérfræðinga að fjárhagsstaða bæjarsjóðs sé traust.
2. Ef gjaldtökuheimildir bæjarsjóðs væru fullnýttar hefði tekjuaukning ársins 2002 getað numið allt að 136 milljónum króna og hlutfall rekstrar því um 78% miðað við endurskoðaða áætlun. Fyrir slíkum álögum er ekki áhugi.”
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri.
(sign)
Til máls um bókunina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Jónmundur Guðmarsson.
c. Lagðir voru fram ársreikningar starfsmenntasjóðs starfsmanna Eflingar hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ fyrir árið 2001.
Reikningarnir gáfu ekki tilefni til samþykktar.
Fundi var slitið kl. 17:50 Álfþór B. Jóhannsson
(sign)