Miðvikudaginn 23. apríl 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Fundargerð síðasta fundar staðfest.
1. Lögð var fram fundargerð 330. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 10. apríl 2003 og var hún í 10 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Árni Einarsson
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram fundargerð 155. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 10. apríl 2003 og var hún í 7 liðum.
Til máls tók: Árni Einarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 121.(16.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dags. 8. apríl 2003 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fulltrúar NESLISTANS í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna fundargerðar Skólanefndar frá 8/4 2003, 2.liður:
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness fagna því að loks hefur verið ákveðið að koma upp mötuneyti í Mýrarhúsaskóla og jafna þannig aðstöðu nemenda á Seltjarnarnesi. Þetta mál hefur verið baráttumál Neslistans undanfarin ár og verið til umræðu í bæði skólanefnd og bæjarstjórn. Neslistinn hefur ítrekað bókað og flutt tillögur um málið í bæjarstjórn en hingað til án árangurs. En nú virðist loks vera komin samstaða um málið og ber að fagna því.”
f.h. Neslista,
Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 271. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 8. apríl 2003 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 2. fundar ársins 2003 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis dagsett 3. apríl og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram fundargerð 58. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara dagsett 31. mars 2003 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 15. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga dagsett 24. mars 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð 190. stjórnarfundar SORPU b.s. dagsett 3. apríl 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 255. stjórnarfundar SSH dagsett 14. apríl 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 25. stjórnarfundar Strætó bs. dagsett 28. mars 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 226. fundar Bláfjallanefndar dagsett 25. febrúar 2003 og var hún í 12 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 227. fundar Bláfjallanefndar dagsett 25. mars 2003 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 702. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. mars 2003 og var hún í 35 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram fundargerð 122. stjórnarfundar Eirar dagsett mars 2003 og var hún í 2 liðum, ásamt vorfundi Fulltrúaráðs Eirar dagsett 17. mars 2003 sem var í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Lögð var fram skýrsla sviða Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2002.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
16. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur Bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2002.
Endurskoðandi Seltjarnarnesbæjar Lárus Finnbogason mætti nú á fundinn og lagði fram endurskoðunarskýrslu dagsett 23. apríl 2003.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir reikningunum og ásamt endurskoðanda skýrðu þeir fundarmönnum frá veigamiklum breytingum á reikningsskilaaðferðum sveitarfélaga sem torvelda samanburð við fyrri ár. Skipting sveitarsjóðs er nú í fyrsta sinn skipt í A-hluta sem merkir aðalsjóð sveitarfélagsins og í B-hluta sem eru stofnanir sveitarfélaga, fyrirtæki og einingar sem reknar eru fjárhagslega sjálfstæðar. Lárus fór yfir efnisatriði endurskoðunarskýrslunnar og svaraði fyrirspurnum.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
A hluti bæjarsjóðs - Samantekið m/ B hluta
Tekjur 1.414.861 1.511.710
Gjöld 1.375.604 1.434.929
Afskriftir 67.442 117.895
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 54.780 -22.193
Rekstrarniðurstaða 26.594 -63.307
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Eignir 2.414.835 2.614.269
Skuldir 991.464 1.134.590
Samþykkt samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.
17. Lagður var fram til fyrri umræðu ársreikningur ársins 2002 fyrir Félagslegt íbúðarhúsnæði Seltjarnarnesi sem er eitt af B-hluta fyrirtækjum bæjarsjóðs.
Niðurstöður rekstrarreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Tekjur 7.892
Gjöld 9.918
Afskriftir 5.311
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld -8.818
Rekstrarniðurstaða (Tap) -16.155
Niðurstöður efnahagsreiknings eru eftirfarandi í þúsundum króna:
Eignir 137.667
Skuldir 161.248
Samþykkt samhljóða að vísa reikningunum til síðari umræðu.
18. Bæjarstjóri lagði fram svör við fyrirspurn bæjarfulltrúa n-lista frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
1. Álit sérfræðinga um trausta fjárhagsstöðu bæjarins er að finna í tveimur skýrslum endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton, þ.e. annars vegar greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar frá október sl. og hins vegar í greinargerð sama fyrirtækis um aðild Seltjarnarnesbæjar að Fasteign hf. Báðar skýrslurnar hafa verið lagðar fram og kynntar rækilega fyrir bæjarfulltrúum og því vekur furðu að vísan til þeirra komi fulltrúum n-listans í opna skjöldu.
2. Verð- og viðhaldsmat húseigna Seltjarnarnesbæjar var unnin af Eignamiðluninni ehf og Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar í febrúar 2003 að frumkvæði og ósk Fasteignafélagsins Fasteignar hf í tengslum við aðild Seltjarnarnesbæjar að félaginu. Margsinnis hefur verið rætt um og vísað til umræddrar skýrslu við undirbúning og vinnslu málsins og hefði bæjarfulltrúum verið í lófa lagið að útvega sér hana, enda liggja eintök af skýrslunni m.a. frammi í afgreiðslu bæjarskrifstofu ásamt öðrum gögnum er snerta fasteignafélagið. Kostnaður Seltjarnarnesbæjar við úttektina var 0 krónur.
3. Fjárveitingar til viðhalds byggja á fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003, sem samþykkt var í bæjarstjórn í desember síðastliðnum. Fram kemur í forsendum nýsamþykktrar langtímaáætlunar að rekstrarhluti hennar er byggður á núgildandi fjárhagsáætlun eins og getið er um í forsendum.
Jónmundur Guðmarsson
(sign)
Fundi var slitið kl. 18:25