Fara í efni

Bæjarstjórn

1002. fundur 26. mars 2025 kl. 17:00 - 18:12 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

1002. Bæjarstjórnarfundur var haldinn fimmtudaginn 26. mars 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 173. fundar bæjarráðs

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 5 töluliðum, samhljóða.

Til máls tóku: SB, ÞS, BTÁ, RJ, KMJ og MÖG

2. Fundargerð 161. fundar skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 8 töluliðum, samhljóða.

3. Fundargerð 167. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 330. fundar Umhverfisnefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SB

5. Fundargerð 477. fundar fjölskyldunefndar

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 4. fundar notendaráðs fatlaðs fólks

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SB og ÞS

7. Fundargerð 964. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 971. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 601. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 81. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 512. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 513. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SHB

Tillögur og erindi:

14. Staða félagsheimilis – svar við fyrirspurn frá 1001. fundi þann 12. mars 2025

Bæjarstjóri leggur fram greinargerð frá sviðsstjóra Þjónustu- og samskiptasviðs um stöðu mála er varðar framkvæmdir í Félagsheimili Seltjarnarness.

1. Staðan í húsinu, sérstaklega m.t.t. hætta á skemmdum í köldu húsi.

Svar: Til viðbótar við ítarlega greinargerð á stöðu framkvæmdanna þá má segja að húsið sé að hluta til fokhelt og það var nýtt sem geymsluhúsnæði m.a. vegna mygluframkvæmda í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Unnið er að því að tæma félagsheimilið.

Samkvæmt starfsmanni eignasjóðs og eins og tilgreint er í greinargerðinni á að vera nægjanlegur hiti á húsnæðinu og það liggur því ekki undir skemmdum vegna kulda.

2. Yfirferð um áætlanir um endurgerð húss, hvað á að gera

Svar: Vísað er í greinargerðina en unnið er hefur verið samkvæmt upprunalegum áætlunum um endurbætur Félagsheimilisins og því sem áður hefur komið fram í úttektum vegna húsnæðisins. Unnið verður með það sem þegar hefur verið gert og næstu skref þegar haldið verður áfram með uppbygginguna. Hvenær haldið verður áfram tengist fjármögnun og ákvörðun um að setja verkefnið aftur af stað.

3. Teikningar af endurgerð hússins.

Svar: Ekki er búið að vinna allar sértækar hönnunarteikningar en aðaluppdrættir, teikningar af salernum og barsvæði sem og þrívíddar teikningar sem sýna útlit í takt við upprunalegt útlit, lampaplan o.fl. gefa mjög góða mynd af endurgerðinni. Teikningar fylgja með í greinargerðinni.

4. Mat á kostnaði við þær framkvæmdir sem eftir eru.

Svar: Það er óraunhæft að leggja ábyrgt mat á heildarkostnað við þær framkvæmdir sem eftir eru en með því að setja vinnu í samræmingu teikninga, kostnaðarmat efnisþátta og gerð útboðsgagna er án efa hægt að fá nokkuð góða mynd af heildarkostnaði framkvæmdanna.

5. Yfirferð um þær sviðsmyndir sem ræddar hafa verið um framtíð hússins. Það er hvort einhverjar hugmyndir sem ekki hafa komið á borð bæjarstjórnar séu í gangi t.d. varðandi sölu félagsheimilis eða aðrar leiðir í rekstri.

Svar: Í greinargerð sviðsstjóra Þjónustu- og samskiptasviðs frá október 2018 voru tilgreindar þrjár sviðsmyndir með nánari skýringum varðandi mögulegan rekstur Félagsheimilisins þ.e.:

a. Seltjarnarnesbær haldi utan um alla tauma og ráði til þess sérstakan starfsmann.

b. Seltjarnarnesbær ráði utanaðkomandi samstarfsaðila/verktaka í daglegan rekstur en stofnanir bæjarins, nemendur og félagasamtök hafi mjög góðan aðgang að húsinu.

c. Allur rekstur og umsjón með húsinu verði útvistað til 3ja aðila en reynt að gera samning um aðgengi á forsendum bæjarins.

Í þeirri yfirferð og umræðu allri var talið afar brýnt að tryggja það að bærinn, stofnanir bæjarins, nemendur, æskulýðsstarf, félagasamtök og íbúar hefðu gott aðgengi að Félagsheimilinu. Að það yrði ákveðinn sveigjanleiki en um leið þyrfti að vera meira aðhald með rekstrinum en áður var. Því var af þessum þremur sviðsmyndum leið b) helst í umræðunni til að tryggja mætti það nauðsynlega aðgengi sem bærinn þarf að hafa fyrir sig og sína.

Fram til þessa hefur hvorki verið talið tímabært né forsenda til að gera neitt frekar í málum er varðar rekstrarþáttinn fyrr en ljóst væri hvenær framkvæmdum lyki og hægt yrði að opna Félagsheimilið aftur. Hvaða leið sem verður farin þarfnast hún mikillar ígrundunar og verður vera framkvæmd lögum samkvæmt.

Til máls tóku: SB, KMJ og ÞS

 

Fundi slitið kl. 18:12

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?