Fara í efni

Bæjarstjórn

1001. fundur 12. mars 2025 kl. 17:00 - 17:39

1001. Bæjarstjórnarfundur var haldinn fimmtudaginn 12. mars 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 160. fundar skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar. Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina sem er í 8. töluliðum í heild sinni.

2. Fundargerð 166. fundar Veitustjórnar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SHB, BTÁ og ÞS

3. Fundargerð 135. fundar svæðisskipulagsnefndar SSH

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ

4. Fundargerð 965. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 966. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 967. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 968. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 969. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 970. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SB, ÞS, MÖG og BTÁ

10. Fundargerð 31. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ

11. Fundargerð 598. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 599. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SHB, KMJ, ÞS og SB

13. Fundargerð 600. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: ÞS

14. Fundargerð 269. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

15. Fundargerð 403. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

Tillögur og erindi:

16. Endurskipun varamanns í stjórn Strætó bs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Ragnhildi Jónsdóttur sem varamann í stjórn Strætó bs. í stað Dagbjartar Snjólaugar Oddsdóttur.

17. Endurskipun varamanns í stjórn Sorpu bs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Ragnhildi Jónsdóttur sem varamann í stjórn Sorpu bs. í stað Dagbjartar Snjólaugar Oddsdóttur.

18. Endurskipun aðalmanns í Almannavarnarnefnd

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Ragnhildi Jónsdóttur sem nefndarmann í Almannavarnarnefnd í stað Magnúsar Arnar Guðmundssonar.

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá sýslumanni dags. 3. mars sl. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna tónleikahalds Röskvu að Suðurströnd 8 þann 29. mars nk.

Bæjarstjórn samþykkir veitingu tækifærisleyfis og felur bæjarstjóra að senda jákvæða umsögn til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirspurn og umræður um stöðu félagsheimilis Seltjarnarness

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra fara fram á að málefni félagsheimilis verði tekin til umræðu á bæjarstjórnarfundi nr. 1002, sem áætlaður er 26. mars næstkomandi.

Félagsheimili Seltjarnarness er mikilvægt kennileiti á Seltjarnarnesi og eina húsið sem sérstaklega er gerð til menningarviðburða og mannfagnaða. Nú hefur húsið verið lokað í 5 ár og við teljum hættu á að húsið liggi undir skemmdum eins og staðan er.

Hópur íbúa á Seltjarnesi hefur tekið sig saman og lagt til að húsið verði klárað, jafnvel með hjálp íbúa og hafa margir boðið fram aðstoð í formi sjálfboðaliðastarfs og/eða með söfnun fyrir félagsheimilið. Það er ljóst að húsið er íbúum Seltjarnarness mjög hugleikið og mikilvægt að það komist aftur til fyrri gagns. Okkur í Samfylkingu og óháðum finnst lag að nýta eldmóð og áhuga íbúa á að koma húsinu í fallegt horf.

Félagsheimilið hefur ekki verið rætt innan nefnda bæjarins í langan tíma og í raun enginn vettvangur í stjórnsýslu fyrir opna umræðu.

Því óskum við eftir munnlegri skýrslu frá bæjarstjóra, auk skriflegra upplýsinga um stöðuna.

Þar þarf að koma fram

1. Staðan í húsinu, sérstaklega m.t.t. hætta á skemmdum í köldu húsi.

2. Yfirferð um áætlanir um endurgerð húss, hvað á að gera

3. Teikningar af endurgerð hússins.

4. Mat á kostnaði við þær framkvæmdir sem eftir eru.

5. Yfirferð um þær sviðsmyndir sem ræddar hafa verið um framtíð hússins. Það er hvort einhverjar hugmyndir sem ekki hafa komið á borð bæjarstjórnar séu í gangi t.d. varðandi sölu félagsheimilis eða aðrar leiðir í rekstri.

Virðingarfyllst,

Sigurþóra Bergsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Karen María Jónsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra.

 

Fundi slitið kl. 17:39

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?