Fara í efni

Bæjarstjórn

999. fundur 06. febrúar 2025 kl. 16:00

999. Bæjarstjórnarfundur var haldinn fimmtudaginn 6. febrúar, 2025, kl. 16:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Björg Þorsteinsdóttir (BÞ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 448.(13.) fundar íþrótta- og tómstundanefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: ÞS

2. Fundargerð 338. fundar skólanefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB og ÞS

3. Fundargerð 476. fundar fjölskyldunefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:

4. 2024100106 - Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar.
Fjölskyldunefnd samþykkti endurskoðaðar reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða
Seltjarnarnesbæjar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu fjölskyldunefndar á lið 4 samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 5 liðum, samhljóða.

5. Fundargerð 26. fundar öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar
Fundargerðin lögð fram

6. Fundargerð 165. fundar veitustjórnar Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram
Til máls tók: SHB

7. Fundargerð 79. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 959. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 30. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 510. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður er borinn upp til staðfestingar:

Efni: Beiðni um samþykki fyrir endurfjármögnun
Með vísan til fjárhagsáætlunar SORPU bs. fyrir árið 2025 og bókunar stjórnar á fundi nr. 510 þann 15. janúar 2025, er óskað eftir samþykki bæjarráðs fyrir endurfjármögnun á eingreiðsluláni SORPU bs. hjá Íslandsbanka.

Í fjárhagsáætlun SORPU bs. fyrir árið 2025, sem samþykkt var á 507. stjórnarfundi þann 18. október 2024 og á 51. eigendafundi þann 25. október 2024, er gert ráð fyrir endurfjármögnun umrædds láns. Um er að ræða endurfjármögnun láns nr. 505200687 sem tekið var hjá Íslandsbanka þann 20. febrúar 2019 að fjárhæð 666.666.670 kr. Lánið gjaldfellur þann 5. júní 2025 og ber núverandi vaxtakjör upp á 10,75%.

SORPA bs. hefur tryggt sér lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga (LSS) með eftirfarandi kjörum:
• Vaxtakjör: 4,2% verðtryggt
• Lánstími: 15 ár
• Heildarkostnaður: 872 milljónir króna að viðbættum verðbótum
• Árleg greiðslubyrði árið 2026: 72 milljónir króna að viðbættum verðbótum

Lagt er til að lánið verði endurfjármagnað hjá LSS, sem býður mun hagstæðari vaxtakjör en núverandi lán hjá Íslandsbanka.

Bæjarstjórn samþykkir beiðni frá Sorpu bs. samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 4 liðum, samhljóða.
Til máls tók: SHB

Fundi slitið kl. 16:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?