998. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 22. janúar, 2025, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Sigurþóra Bergsdóttir (SB), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 170. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
3. 2024120105 – Skjalastefna Seltjarnarnesbæjar
Fyrir fundinum liggja gögn vegna breytinga á skjalastefnu Seltjarnarnesbæjar og uppfærslu á stefnunni. Uppfærslan snýr að því að Seltjarnarnes geti breytt skjalavörslu sinni og farið í rafræn skil.
Bæjarráð samþykkir skjalastefnu Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á lið 3 samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 5 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: SB, ÞS, BTÁ og KMJ
2. Fundargerð 171. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 6 liðum, samhljóða.
3. Fundargerð 153. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 14 liðum, samhljóða.
HG víkur sæti við afgreiðslu fundargerðarinnar.
4. Fundargerð 158. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 6 liðum, samhljóða.
5. Fundargerð 159. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:
2. 2024080285 - Deiliskipulagsbreyting vestursvæðis vegna Nesbala 50 3. Breyting á deiliskipulagi Vestursvæðis vegna Nesbala 50 sem nefndin samþykkti til auglýsingar á fundi í september hefur verið auglýst. Engar athugasemdir bárust. Ekki bárust athugasemdir frá Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun og Vegagerðinni. Ekki barst umsögn frá Umhverfisstofnun enda er lóðinn ekki á þeim svæðum sem stofnunin hefur lögbundið eftirlit með.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið ganga frá og auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010
3. 2024120103 – Nesbali 36 byggingarleyfisumsókn
Sigurður Hallgrímsson, arkitekt, sækir um leyfi fyrir 346,1 m2 einbýlishúsi á lóð við Nesbala 36. Nefndin hefur áður samþykkt jafnstórt hús á lóðinni. Deiliskipulagsbreyting sem nýlega var auglýst gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra lóða innan hverfisins geti orðið allt að 0,43. Á þessari lóð er hámarksnýtingarhlutfall 0,38 samkvæmt gildandi deiliskipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall samkvæmt tillögunni er 0,38.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
HG víkur sæti við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 3 samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 7 liðum, samhljóða.
6. Fundargerð 592. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 593. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 594. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 959. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð fundar stjórnar orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð 132. fundar Svæðisskipulagsnefndar
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 267. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð 401. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: KMJ
14. Fundargerð 509. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
Fyrir liggja tillögur að breytingum á nefndum í tengslum við breytingu á bæjarfulltrúum frá Samfylkingu og óháðum.
Eftirfarandi tillögur liggja fyrir:
Bæjarráð
Aðalmaður: Sigurþóra Bergsdóttir
Varamaður: Bjarni Torfi Álfþórsson
Fjölskyldunefnd
Aðalmenn: Bjarni Torfi Álfþórsson og Björg Þorsteinsdóttir
Varamenn: Halla Helgadóttir og Sigurþóra Bergsdóttir
Skipulags og umferðarnefnd
Aðalmenn: Bjarni Torfi Álfþórsson og Karen María Jónsdóttir
Varamenn: Garðar Gíslason og Stefán Bergmann
Skólanefnd
Aðalmenn: Sigurþóra Bergsdóttir og Karen María Jónsdóttir
Varamenn: Halla Helgadóttir og Guðmundur Gunnlaugsson
Veitustofnanir
Aðalmenn: Bjarni Torfi Álfþórsson og Garðar Gíslason
Varamenn: Karen María Jónsdóttir og Sigurþóra Bergsdóttir
SÍS landsþing
Aðalmaður: Sigurþóra Bergsdóttir
Varamaður: Bjarni Torfi Álfþórsson
SSH fulltrúarráð
Aðalmaður: Sigurþóra Bergsdóttir
Varamaður: Bjarni Torfi Álfþórsson
Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:19