997. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 11. desember, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fjárhagsáætlun 2025– seinni umræða
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 – seinni umræða – lögð fram.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2025-2028. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.
Ég fylgi hér úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun ársins 2025 sem er í dag lagt fram til síðari umræðu í Bæjarstjórn Seltjarnarness. Frumvarpið inniheldur einnig fjárfestingaáætlun sem og þriggja ára áætlun.
Ég vil byrja á að þakka sérstaklega Svövu G. Sverrisdóttur sviðsstjóra fjármálsviðs, en hún stýrði gerð þessa frumvarps, með öðrum sviðsstjórum, auk þeirra Guðrúnar Torfhildar aðalbókara bæjarins og Öldu Gunnarsdóttur launafulltrúa. Öll eiga þau miklar þakkir skyldar.
Sviðsstjórar, forstöðumenn og starfsmenn allir eiga einning skilið þakkir fyrir ráðdeild, útsjónarsemi og skilning í sínum störfum á yfirstandandi ári.
Verðbólga mælist í dag um 5,1% og vaxtastig hefur sömuleiðis verið hátt sem hefur áhrif á vaxtaberandi lán bæjarins og fjármagnsliðir bæjarsjóði því ansi þungir í skauti. Blessunarlega fer nú verðbólga lækkandi auk þess sem vaxtalækkunarferli er nú hafið sem vonandi verður framhald á. Með lækkandi vaxtabyrði styrkist grunnrekstur okkar enn frekar.
Við höfum létt á fjárhagsskuldbindingum bæjarsjóðs með eignasölu upp á rúmlega 2 ma.kr sem hafa leitt til uppgreiðslu íþyngjandi skammtímaskulda. Eins hafa vel heppnaðar aðgerðir okkar við uppskiptingu Grunnskólans skilað okkur mjög mikilli hagræðingu.
Það er sérstakt ánægjuefni að sjá viðsnúning í rekstri bæjarsjóðs upp á um 800 m.kr. á milli ára. Jákvæð afkoma A hluta sem skilar um 4 m.kr. hagnaði og samstæðunnar sem skilar jákvæðri afkomu upp á 144 m.kr. er sérstaklega mikið ánægjuefni og gefur okkur byr í seglinn við að styrkja afkomuna enn frekar. Það sýnir okkur enn fremur að við erum á réttri leið.
Fram undan eru kjarasamningar sem töluverð óvissa ríkir enn um.
Áætlun þessi er eins og alltaf mótuð af vörn og stuðningi við grunnþjónustu bæjarins sem eru skólar, félagsþjónusta, íþrótta- og tómstundastarf, auk öldrunarþjónustu.
Á líðandi ári hefur langstærsta verkefni bæjarins verið viðgerðir á skólahúsnæði. Þar hefur reynt á þol bæjarsjóðs og ekki síður nemenda, starfsfólks og foreldra. Blessunarlega hefur það samstarf verið gott og mestu neyðarviðgerðinar að baki, en árið hefur vissulega verið ansi krefjandi á stundum.
Ég fer nú yfir helstu forsendur við gerð fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2025.
Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2025:
Verðbólga:
Meðaltal birtra verðbólguspáa sem Sambandið gefur út, með 1% varúðarálagi ofan á eða 5,1%.
Tekjur:
Útsvar: Álagningarhlutfall er óbreytt í 14,54%
Gert er ráð fyrir 7% hækkun á útsvari milli ára, 5% vegna áætlaðrar hækkunar launa og 2% vegna fólksfjölgunar
Fasteignagjöld eru óbreytt milli ára:
- Fasteignaskattur, A-hluti – íbúðarhúsnæði: álagningarhlutfall 0,166%, af fasteignamati
- Fasteignaskattur, B-hluti – opinbert húsnæði: álagningarhlutfall 1,32% af fasteignamati
- Fasteignaskattur, C-hluti – atvinnuhúsn. og óbyggt land: álagningarhl.1,154% af fasteignamati
- Lóðarleiga: A-hluta: verður 0,40% og B-hluta 1,75% af fasteignamati lóðar
- Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,0855% af fasteignamati
- Sorphirða: Kr. 75.000,- á hverja eign
- Fráveitugjald: 0,1425% af fasteignamati
Gjalddagar fasteignagjalda: 10
Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota, skv. samþykktum reglum þar um
Íbúafjöldi: Gert er ráð fyrir 2% fjölgun íbúa eða ca. 100 íbúum á árinu
Gjaldskrár: Gjaldskrár hækka um 6% með frávikum
Gjöld:
Gert er ráð fyrir 4,0% - á rekstrarliðum einstakra deilda frá fjárhagsáætlun 2024
Gert er ráð fyrir launahækkunum á bilinu 3,5% - 5% og tekur það mið af þeim samningum sem nú þegar er búið að ljúka
Fundarfjöldi nefnda óbreyttur frá fjárhagsáætlun 2024
Ekki er gert ráð fyrir lántöku á árinu 2025
Bókun bæjarstjóra:
Nú í dag er til samþykktar fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir samstæðu bæjarins sem og þriggja ára áætlun auk fjárfestingaáætlunar.
Ég vil byrja á að þakka sviðsstjórum fyrir sérlega góðar upplýsingar í yfirgripsmikilli greinargerð sem fylgir áætluninni. Sérstakar þakkir fær sviðsstjóri fjármálasviðs auk hennar starfsfólks sem báru hitann og þungann af gerð þessarar áætlunar.
Aðgengi allra bæjarfulltrúa að áætlunargerðinni var opið eins og undanfarin ár. Opinn fundur bæjarfulltrúa og sviðsstjóra fór fram 3. desember sl. Engar breytingartillögur bárust á milli umræðna.
Eins og alltaf í rekstri Seltjarnarnesbæjar er horft vandlega í aurinn og gerð krafa um aðhald á öllum sviðum. Vil ég þakka starfsfólki bæjarins, bæjarfulltrúum, fulltrúum í nefndum og ekki síst íbúum fyrir einstaklega gott samstarf, útstjónarsemi og aðhald í rekstri bæjarfélagsins á árinu 2024.
Það er afar ánægjulegt að kynna áætlun ársins 2025 sem er með rekstrarafgangi og sýnir svart á hvítu að við erum á ná jafnvægi á rekstur bæjarins við erfiðar aðstæður verðbólgu, vaxtastigs og mygluframkvæmda.
Við horfum því bjartsýn til ársins 2025 með það markmið að gera enn betur íbúum Seltjarnarness til heilla.
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri 11.12.2024
Breytingartillaga minnihluta við fjárhagsáætlun 2025
Útsvar: Álagningarhlutfall 14,54%” verði “Útsvar: Álagningarhlutfall 14,71%
Greinargerð:
Fjárhagsáætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri og að taprekstur bæjarsjóðs upp á 867 milljónir árið 2023 og 675 milljónir árið 2024 verði að afgangi upp á 3,7 milljónir á A hluta og 144 milljónum á samstæðunni. Ef skoðuð eru frávik síðastliðinna ára milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings bæjarins er ljóst að svigrúm upp á 3,7 milljónir á bæjarsjóði mun ekki duga til að uppfylla skyldur sveitarstjórnarlaga um að reka bæjarsjóð án halla.
Fulltrúar Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi leggja því til að Seltjarnarnesbær taki upp sömu útsvarsprósentu og Garðabær til að tryggja ábyrgan rekstur og að sveitarfélagið geti uppfyllt jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga um hallalausan rekstur. Áhrif breytingarinnar verður bættur rekstur upp á rúmlega 50 milljónir og ekki er gert fyrir neinum útgjöldum á móti.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Forseti bar upp breytingatillögu við fjárhagsáætlun ársins 2025 til samþykktar.
Breytingatillaga felld með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta.
Breytingartillaga minnihluta við fjárhagsáætlun 2025
Breytingartillaga - endurgerð félagsheimilis
Lagt er til að lagðar verði 100 milljónir í endurbætur á Félagsheimili Seltjarnarness í fjárfestingaráætlun ársins 2025
Greinagerð
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var gert ráð fyrir 100 milljónum í endurbætur á Félagsheimili Seltjarnarness árið 2025. Í fjárhagsáætlunni sem nú liggur fyrir er búið að taka Félagsheimilið af fjárfestingaráætlun og ekki er sett króna í endurbætur út árið 2028.
Félagsheimili Seltirninga er mikilvægt menningarhús fyrir íbúa og hefur haft margvíslegt og mikilvægt hlutverk í sögu Seltjarnarnesbæjar frá því að það opnaði árið 1971. Byggingin sýndi metnað og framsýni og mikilvægi þess fyrir samfélag að hafa stað til að sinna menningarmálum. Margir Seltirningar eiga dýrmætar minningar úr þessu húsi frá 1. des böllum þar sem foreldrar og börn dansa saman, þorrablótum, leiksýningum og tónleikum. Brúðkaup og stórafmæli hafa verið haldin þar auk fjölbreytts félagsstarfs sem þar hefur verið í gegnum árin. Nú hefur það verið lokað í fjögur ár og stefnir í að ekkert eigi að gerast í húsinu á næstu árum.
Félagsheimilið stendur núna autt og óhitað að mestu og ljóst að frekari frestanir munu aðeins auka kostnaðinn við endurbætur á húsinu.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Forseti bar upp breytingatillögu minnihluta við fjárhagsáætlun ársins 2025 til samþykktar.
Breytingatillaga felld með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta.
Forseti bar upp fjárhagsáætlun ársins 2025 til samþykktar.
Fjárhagsáætlunin er samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta.
Bókun minnihluta:
Þá hefur fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2025 verið samþykkt af meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Fjárhagsáætlunin er endurtekið efni frá síðastliðnum árum þar sem útsvarsprósentan skiptir mestu máli en ekki ábyrgur rekstur eða þjónusta við bæjarbúa. Síðastliðin ár hefur verið sögulegur halli á bæjarsjóði Seltjarnarnesbæjar upp á 403 milljónir árið 2022, 867 milljónir árið 2023 og útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 675 milljón króna halla. Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri bæjarins árið 2025 með afgangi á bæjarsjóði upp á 3,7 milljónir.
Sporin hræða og ef skoðuð eru frávik síðastliðinna ára milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings bæjarins er ljóst að ólíklegt er að svigrúm upp á 3,8 milljónir á bæjarsjóði mun ekki duga til að uppfylla skyldur sveitarstjórnarlaga um að reka bæjarsjóð án halla.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra lögðu til breytingu um að taka upp sömu útsvarsprósentu og Garðabær án þess að leggja til útgjöld á móti en sú breyting hefði skilað bænum bættri afkomu upp á 50 milljónir. Þessa tillögu felldu Sjálfstæðismenn.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra lögðu fram tillögu um að ráðast í endurbætur á Félagsheimili Seltjarnarness á árinu 2025 líkt og fjárhagsáætlun sem Sjálfstæðismenn samþykktu árið 2024 gerði ráð fyrir. Þessa tillögu felldu Sjálfstæðismenn og nú er ekki gert ráð fyrir krónu í viðhald á félagsheimilinu út árið 2028
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2025 er því líkleg til að enda í áframhaldandi hallarekstri þrátt fyrir kyrrstöðu í flestum málaflokkum og því greiða bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra gegn samþykkt áætlunarinnar.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra
Til máls tóku: BTÁ, DSO, GAS, MÖG, ÞS, SHB og SB.
Þriggja ára áætlun árin 2026 – 2028 lögð fram – seinni umræða
Forseti bar upp breytingatillögur við þriggja ára fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt fjárfestingaráætlun til samþykktar.
Forseti bar upp þriggja ára áætlun áranna 2026 - 2028 til samþykktar.
Þriggja ára áætlun 2026 -2028 ásamt fjárfestingaráætlun er samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta. Þrír sátu hjá.
2. Samgöngusáttmáli – síðari umræða
I. Viðauki við samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, þar með talið innviðum almenningssamgangna, á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára, þ.e. til og með ársins 2033, sem var undirritaður hinn 26. september 2019.
Viðaukinn var undirritaður af bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, f.h. bæjarins, þann 21. ágúst 2024, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar.
Af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn er lögð fram tillaga um að viðaukinn verði samþykktur af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar með eftirfarandi fyrirvara:
Viðaukinn er samþykktur að loknum tveimur umræðum í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar með þeim fyrirvara að verði frekari breytingar á samkomulaginu frá 26. september 2019, er samkomulagið fallið um sjálft sig og skuldbinding bæjarins að þessu verkefni. Framlag ríkisins er háð fyrirvara um fjárframlög í fjárlögum hvers árs. Verði breyting þar á sem ekki er í samræmi við samkomulagið frá 26. september 2019 og viðaukann frá 21. ágúst 2024, fellur samkomulagið um sjálft sig og skuldbinding bæjarins að þessu verkefni. Sérstök heimild bæjarstjórnar í fjárlögum bæjarins sem tilheyrir þessu verkefni ár hvert samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar fellur um sjálf sig verði breyting á forsendum samkomulagsins, framlögum frá ríkinu og samþykki Alþingis á fjárlögum, endurmati á útgjöldum eða verkefnaröðun.
Þór Sigurgeirsson, Magnús Örn Guðmundss, Svana Helen Björnsdóttir, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson, greiddu atkvæði með þessari tillögu.
Bókun minnihluta:
Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er tímamóta samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu Seltjarnarnes hefur verið með frá upphafi enda þátttakandi í samtökum sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.
Þær samgöngubætur sem koma með sáttmálanum eru nauðsynlegar við framtíðar uppbyggingu samgangna til sístækkandi Höfuðborgarsvæðis.
VIð á Seltjarnarnesi erum hluti af höfuðborgarsvæðinu og ber að líta á okkar hagsmuni út fyrir bæjarmörk í því samhengi. Greiðar samgöngur Seltirninga um höfuðborgarsvæðið eru okkur nauðsynlegar, bæði til vinnu og til að sækja þjónustu. Aðkoma ríkisins að samkomulaginu er viðurkenning á mikilvægi þessa verkefnis.
Með nýju samkomulagi hækkar framlag Seltjarnarness um 10 milljónir á ári. Úr 26 í 36 milljónir. Á sama tíma lækka framlög Seltjarnarness til strætó með aðkomu ríkisins, það er úr 180 milljónum árið 2024 í rúmar 119 milljónir. Þannig lækka í raun heildarframlög okkar um 50 milljónir. Að auki mun ríkið með þessu samkomulagi leggja til 6 milljarða í endurnýjun vagna sem án samkomulagsins hefði þurft að fjármagna með rekstrarframlögum.
Samfylkingin á Seltjarnarnesi styður heilshugar að Seltjarnarnes verði áfram aðili að þessum samningi. Við teljum að þær skuldbindingar sem hann felur í sér séu innan þeirra marka sem sveitarfélagið ræður við og að í raun sé ekki valkostur að hafna þeim.
Því samþykkja bæjarfulltrúar viðauka við samgöngusáttmála, það er samkomulag um skipulag og fjármögnun á uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu.
Virðingarfyllst,
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra
Bjarni Torfi Álfþórsson - Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra
II. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald frá árinu 2024.
Samkomulagið var undirritað af bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, f.h. bæjarins, þann 21. ágúst 2024, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar.
Lögð er fram tillaga um að samkomulagið verði samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn fagna því að stefnt sé á að bæta samgöngur fyrir alla á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum þó um nokkurt skeið bent á þá gríðarlegu áhættu sem fylgir markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans í núverandi mynd. Má þar nefna umfang verkefnsins og fjárhæðir, hættu á framúrkeyrslu, takmarkaða verkefnastjórnsýslu og fjármögnun. Sá fyrirvari sem við höfum sett við samþykkt viðaukans miðar að því að draga úr þessari áhættu með skýrum hætti.
Við undirrituð leggjum ríka áherslu á að haft verði náið samráð um verkefnið og framvindu þess, og að kjörnir fulltrúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum um stöðu sáttmálans og einstakra verkefna þegar þess er óskað. Í samræmi við ákvæði sáttmálans er mikilvægt að ábatagreiningu verði beitt við val á lausnum, áhættugreiningu verði beitt við hönnun og ákvarðanatöku, faglegri verkefnastjórnsýslu verði beitt í öllu verkefnautanumhaldi og verkeftirliti, auk þess sem kostnaðar- og hagkvæmissjónarmið verði höfð að leiðarljósi til að tryggja sem besta nýtingu fjármuna. Á það ekki síst við um Borgarlínu og endanlega útfærslu hennar. Þá þarf að huga að því að hámarka umferðarflæði á framkvæmdatíma. Eins og fram kemur í yfirlýsingu með sáttmálanum er einnig afar mikilvægt að gefa aðilum kost á að koma með athugasemdir um útfærslu áætlana og verkefna áður en þau komast á framkvæmdastig svo tryggt sé að skattfé almennings sé notað á sem hagkvæmastan og ábyrgastan hátt.
Þá er ánægjulegt að Seltjarnarnesbær hafi náð nýju samkomulagi við Reykjavíkurborg, sem fyrirhugað er að undirrita, og miðar að því að tryggja gott umferðarflæði í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og til og frá Seltjarnarnesi. Er það sérstakt fagnaðarefni. Þar er til að mynda fjallað um stórbætt samráð um umferðarflæði, aðgengi og umferðaröryggi. Samkomulagið gildir til 2040, í samræmi við Samgöngusáttmálann.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
Til máls tóku: SB og MÖG
3. Fundargerð 168. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 5 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: GAS, ÞS og DSO
4. Fundargerð 169. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
2. 2024110103 - Nýr stofnsamningur SHS
Eftirfarandi erindi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsi er vísað til bæjarráðs:
Bókun stjórnar SHS á 266. fundi þann 18. október 2024 var eftirfarandi:
Stjórn samþykkir stofnsamninginn. Hann verður sendur til staðfestingar í
innviðaráðuneytið og svo til aðildarsveitarfélaganna til staðfestingar. Að því loknu
mun stjórn undirrita stofnsamninginn og tekur hann þá gildi.
Staðfesting innviðaráðuneytisins liggur nú fyrir. Fyrir hönd stjórnar SHS óskar undirritaður
eftir staðfestingu sveitarfélagsins á meðfylgjandi nýjum stofnsamningi Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins bs.ehf. sem liggur fyrir til samþykktar.
Bæjaráð samþykkir nýjan stofnsamnng Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. B
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarstjórnar á lið 2. samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 7 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: BTÁ og MÖG
5. Fundargerð 163. fundar menningarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: ÞS
6. Fundargerð 164. fundar Veitustjórnar
Fundargerðin lögð fram til samþykkar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
1. 2024110157 - Fjárhagsáætlun veitustofnana 2025
Svava kynnti fjárhagsáætlunar veitustofnana 2025. Farið yfir öll helstu atriði fjárhagsáætlunar 2025.
Afgreiðsla: Fjárhagsáætlun 2025 veitustofnana 2025 samþykkt. Stjórn veitustofnana samþykkti 10% hækkun gjaldskrár Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar , með fyrirvara um endurskoðun um mitt ár. Samþykkt að hækka notkunargjald á stórnotendur úr 44,5 kr/m3 í 50 kr/m3.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu veitustjórnar á lið 1. samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 3 liðum, samhljóða.
Til máls tóku: SHB
7. Fundargerð 157. fundar skipulags- og umferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: SHB
8. Fundargerð 329. fundar umhverfisnefndar Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 337. fundar skólanefndar
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
8. 2024100211 - Erindisbréf skólanefndar, endurskoðun
Skólanefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðu erindisbréfi og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skólanefndar á lið 8. samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 9 liðum, samhljóða.
10. Fundargerð 447.(12.) fundar Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
5. 2024030119 - Endurskoðun reglna um kjör íþróttamanns Seltjarnarness
Breytingar hafa verið gerðar á „Reglum um kjör íþróttamanns Seltjarnarness“ og leggur ÍTS þær fram til samþykktar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu ÍTS á lið 5 samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 9 liðum, samhljóða.
11. Fundargerð 591. fundar stjórnar SSH
Fundargerðin lögð fram.
12. Fundargerð 956. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
13. Fundargerð 957. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
14. Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
15. Fundargerð 29. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram.
16. Fundargerð 266. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:
3. Gjaldskrá 2025 - 2410006
Gjaldskrá SHS fyrir árið 2025 lögð fram til samþykktar
Niðurstaða
Stjórn samþykkir gjaldskrá SHS 2025. Varaformaður undirritar hana rafrænt og hún verður svo send aðildarsveitarfélögum til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu stjórnar SHS á lið 3. samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerð eigendafundar, sem er í 5 liðum, samhljóða.
17. Fundargerð 400. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
18. Fundargerð 505. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
19. Fundargerð 506. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
20. Fundargerð 507. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
21. Fundargerð 508. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
Leyfisveiting – áramótabrenna á Valhúsahæð
Bæjarstjórn samþykkir leyfisveitinguna samhljóða.
Tillaga að fundartímum bæjarstjórnar á árinu 2025
Bæjarstjórnarfundir á árinu 2025 verða á eftirtöldum dögum:
Janúar 22
Febrúar 5 og 19
Mars 12 og 26
Apríl 9 og 23
Maí 14 og 28
Júní 11 og 25
Júlí Frí
Ágúst 20
September 3 og 17
Október 1 og 22
Nóvember 5 og 19 og 26
Desember 10
Ósk um lausn úr bæjarstjórn
Undirritaður óskar eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn frá og með 1. janúar 2025 til enda kjörtímabilsins.
Guðmundur Ari Sigurjónsson
Bæjarfulltrúi Samfylkingar
Til máls tóku: GAS, ÞS, SHB og MÖG
Fundi slitið kl. 18:18