Fara í efni

Bæjarstjórn

994. fundur 30. október 2024 kl. 17:00 - 17:41

994. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 30. október, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

 

1. Fundargerð 166. fundar bæjarráðs

a) Fyrri umræða (2024080183)

Samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála frá árinu 2019 og samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í 9 liðum, samhljóða. Umræðu um uppfærslu á samgöngusáttmálanum vísað til annarra umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku: ÞS, SHB, GAS, DSO, SB og MÖG

2. Fundargerð 474. fundar Fjölskyldunefndar

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 156. fundar Skipulags- og umferðarnefndar

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:

2. „2.2024080294 – Tjarnarstígur 2 - skipting lóðar og sameining útskipta hlutans við aðra lóð

Óskað er eftir að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samræmi við uppdrátt í viðhengi. Tillagan gerir ráð fyrir að sneið verði tekin út úr lóðinni Tjarnarstíg 2 og bætt við lóðina Lambastaðabraut 14. Þannig verður aðkoma að lóðinni Lambastaðabraut 14 frá Tjarnarstíg í framtíðinni.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga verði grenndarkynnt fyrir húseigendum að Tjarnarstíg 1,3 og 4 auk Lambastaðabrautar 9 og 12.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar á 4. tölulið samhljóða.

4. 2024030060 – Hofgarðar 16 breyting á áður samþykktum byggingaráformum.

Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt óskar eftir að fá samþykkta örlítið breytta uppdrætti af Hofgörðum 16. Húsið hefur verið fært um 45 sentímetra í átt frá götunni.

Afgreiðsla: Við afgreiðslu málsins vék Erlendur Magnússon af fundi.

Byggingaráform samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar umsækjandi hefur skilað inn öllum tilskyldum gögnum í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar á 4. tölulið samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 11 liðum samhljóða

Til máls tók: GAS

4. Fundargerð 162. fundar Veitustjórnar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SHB, SB

5. Fundargerð Aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 586. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 587. fundar stjórnar SSH

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

11. Kosning varamanns í stjórn Strætó bs.

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir er kosin varamaður í stjórn Strætó bs. í stað Ragnhildar Jónsdóttur.

12. Kosning varamanns í stjórn Sorpu bs.

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir er kosin varamaður í stjórn Sorpu bs. í stað Ragnhildar Jónsdóttur.

13. Kosning í Almannavarnarnefnd

Magnús Örn Guðmundsson er kosin í Almannavarnarnefnd í stað Ragnhildar Jónsdóttur.

 

Fundi slitið kl. 17:41

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?