993. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 9. október, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu:
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Hildigunnur Gunnarsdóttir (HG), Grétar Dór Sigurðsson (GDS), Hannes Tryggvi Hafstein (HTH), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Karen María Jónsdóttir (KMJ).
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Í samræmi við 7. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar nr. 831/2013 bar Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir upp tillögu í upphafi fundar um að hún gegndi stöðu fundarstjóra á fundinum í fjarveru forseta og beggja varaforseta. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir kannaði lögmæti fundarins og engar athugasemdir voru gerðar svo hún setti fundinn.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 165. fundar bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram til samþykktar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 9 liðum samhljóða.
Til máls tók: DSO, GAS, KMJ, SB, HG
2. Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: GAS,
3. Fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 50. eigendafundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 501. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 502. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 503. fundar stjórnar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið kl. 17.30