Fara í efni

Bæjarstjórn

991. fundur 11. september 2024 kl. 17:00 - 17:38

991. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 11. september, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 164. fundar bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:

4. 2024080061 – Strætó bs. – aukið rekstrarframlag

Erindi frá frá Strætó bs. um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar á kostnaði við aðkeyptan akstur lagt fram til samþykktar. Heildarhækkun framlags er 188 m.kr. og nemur hlutur Seltjarnarness í því framlagi tæplega 3,4 m.kr.

Bæjarráð samþykkir aukið rekstarframlag til Strætó í samræmi við framlögð gögn og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á 4. tölulið samhljóða.

5. 2024080159 – Sorpa bs. – Tekjuskattsundanþága byggðasamlaga

Eftirfarandi tillaga frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til samþykktar:

Í því skyni að ljúka máli gagnvart ESA (mál nr. 81738) er varðar ríkisstyrk í formi tekjuskattsundanþágu er lagt til að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði flutt í félag eða eftir atvikum félög með takmarkaðri ábyrgð. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðunarstaðar á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslu þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025 en gert er ráð fyrir að innleiðingu verði lokið um áramótin 2025-2026. Vinnu stefnuráðs varðandi framtíðarstefnumótun Sorpu bs. og úrgangsmál á höfuðborgarsvæðinu er ólokið. Samþykkt framangreinds bindur ekki hendur eigenda vð frekari stefnumótun, þ.á.m. varðandi breytingar á rekstrarformi Sorpu bs. kjósi þeir svo.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á 5. tölulið samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í 7 töluliðum, samhljóða.

Til máls tók: ÞS

2. Fundargerð 335. fundar Skólanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SB, ÞS

3. Fundargerð 473. fundar Fjölskyldunefndar.

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 155. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:

3. 2024080285 – Nesbali 50 deiliskipulagsbreyting

Gláma – Kím arkitektar óska eftir, fyrir hönd eiganda, að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina Nesbala 50 svo unnt verði að byggja við húsið. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,33 í 0,43 við breytinguna og byggingarreitur er stækkaður. Málið hefur komið fyrir nefndina tvisvar sinnum áður, síðast á 153. fundi í júlí þegar nefndin tók jákvætt í fyrirspurn varðandi málið. Þá var eftirfarandi bókað:

„Á síðasta fundi nefndarinnar var málinu frestað og þá var bókað: Sigbjörn Kjartansson arkitekt, fyrir hönd húseiganda að Nesbala 50 leggur fram breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að byggja um 96,7 fermetra viðbyggingu við húsið Nesbala 50. Við breytinguna fer hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,33 í 0,41. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á fundi í apríl síðastliðnum.

Bókun 152. fundar var þessi: Afgreiðsla: Frestað.

Búið er að breyta tillögunni síðan þá og hefur hún verið minnkuð lítillega og skjólveggur dreginn fá lóðarmörkum og hann lækkaður.

Nýtingarhlutfall verður 0,426 við breytinguna og eru þá svokölluð B-rými talin með eins og fyrirmæli eru um í skipulagslögum. Afgreiðsla: Samþykkt að lóðarhafa sé heimilt að láta vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við þau áform sem nú eru kynnt.“

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar á 3. tölulið samhljóða.

4. 2024080294 – Tjarnarstígur 2 – Leiðrétt stærð, skipting lóðar og sameining

Óskað er eftir að leiðrétta stærð lóðarinnar Tjarnarstígur 2 í samræmi við mæliblað og uppmælingu sem verkfræðistofan Hnit hefur unnið. Einnig er óskað eftir að skipta lóðinni upp í tvo hluta og sameina minni hlutann í framhaldinu við lóðina Lambastaðabraut 14. Þannig verður aðkoma að Lambastaðabraut 14 frá Tjarnastíg en lóðin hefur í dag aðkomu yfir nágrannalóð við Lambastaðabraut.

Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við áformin með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn vísar 4. tölulið fundargerðarinnar aftur til skipulags- og umferðarnefndar til frekari afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar, sem er í 7 töluliðum, samhljóða.

Til máls tók: RJ

5. Fundargerð 26. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 12. fundar Stefnuráðs byggðasamlaganna lögð fram

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 581. fundar stjórnar SSH lögð fram

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 582. fundar stjórnar SSH lögð fram

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: RJ

9. Fundargerð 583. fundar stjórnar SSH lögð fram

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 48. eigendafundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 49. eigendafundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 396. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 74. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

 

Tillögur og erindi:

Beiðni bæjarfulltrúa um tímabundna lausn frá störfum

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða beiðni Ragnhildar Jónsdóttur um tímabundna lausn frá störfum í bæjarstjórn Seltjarnarness, nefndarstarfa og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn. Lausnin varir frá 16. september 2024 til 1. febrúar 2025.

Svör við fyrirspurn Samfylkingar og óháðra vegna kjarasamninga, frá bæjarstjórnarfundi þann 21. ágúst 2024.

1. Hvenær og hvernig ætlar Seltjarnarnesbær að endurskoða gjaldskrár sínar fyrir árið 2024 til að standa við skuldbindingu sína um að gjaldskrár hækki ekki umfram 3,5% á barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu á árinu?

Svar bæjarstjóra: Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Við viljum sjá samninga á almennum markaði áður en slík ákvörðun verður tekin.

2. Hvenær og hvernig ætlar Seltjarnarnesbær að útfæra gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólanema?

Svar bæjarstjóra: Samkvæmt nýjum samningi við Skólamat hefur það fyrirkomulag tekið gildi.

Útfærsla er eftirfarandi:

Skráningar mataráskrifta nemenda Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla verða að mestu leyti óbreyttar nú í vetur, m.v. fyrra ár. Það þýðir að forráðamenn nemenda skrá nemendur í mataráskrift í hádegismat eins og áður, en fjárhæð fyrir matinn verður 0 krónur og Seltjarnarnesbær greiðir fyrir hádegismatinn að fullu, skv. skráningu.

Ef nemandi mætir í mötuneyti án skráningar mun Skólamatur óska eftir því að skólinn fái leyfi forráðamanna til að skrá nemandann í mataráskrift.

Mánaðarlega verður áskriftaskráningin endurskoðuð þannig að forráðamenn nemenda sem ekki hafa mætt í hádegismat í 50% tilfella þann mánuðinn fái boð um að mataráskrift í hádegismat verði afskráð. Markmiðið með þessu fyrirkomulagi er að koma í veg fyrir matarsóun.

Framkvæmd á annarri þjónustu verður að mestu óbreytt frá fyrra ári, þ.m.t. skráning og innheimta fyrir ávaxtastund í grunnskóla og síðdegisnesti í frístundastarfi bæjarins fyrir 1.-4. bekk.

3. Hvað ætlar Seltjarnarnesbær að gera til að tryggja aukið lóðaframboð til að mæta uppsafnaðri þörf á íbúðarhúsnæði?

Svar bæjarstjóra: Seltjarnarnesbær er nánast fullbyggður. Bærinn á tvær stórar lóðir sem bíða skipulagningar og er búið að stofna sérstakan þróunarhóp um að vinna hugmyndir um nýtingu og skipulag þeirra lóða. Það er svo pólitísk ákvörðun til framtíðar ef skipuleggja og útbúa á fleiri lóðir innan bæjarins en það stendur ekki til á núverandi kjörtímabili.

4. Hvenær verður ráðist í útboð á byggingu nýs leikskóla á Seltjarnarnesi?

Svar bæjarstjóra: Útboð geta bundið bæinn til að hefja verkefni á tilgreindum tíma. Í núverandi hávaxtaumhverfi teljum við ekki heppilegt að bjóða út byggingu leikskóla á meðan lánsfé er eins dýrt og raun ber vitni. Við hyggjumst bjóða verkefnið út þegar vextir hafa lækkað og þegar yfirstandandi framkvæmdum við skólahúsnæði bæjarins er lokið.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri

Til máls tóku: SB, KMJ

 

Fundi slitið kl. 17:38

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?