Fara í efni

Bæjarstjórn

989. fundur 19. júní 2024 kl. 17:00 - 17:51

989. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 19. júní, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Guðmundur Ari Sigursjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar

Kosning forseta bæjarstjórnar Seltjarnarness til eins árs. Kosningu hlaut Ragnhildur Jónsdóttir, sitjandi forseti bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

2. Kosning varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar

Kosning fyrsta og annars varaforseta bæjarstjórnar Seltjarnarness til eins árs. Kosningu hlutu Magnús Örn Guðmundsson, sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Svana Helen Björnsdóttir sem annar varaforseti bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 161. fundar bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liðir í fundargerðinni eru bornir upp til staðfestingar:

3. 202406007 - Viðauki #2 – Eignasala – Safnatröð hjúkrunarheimili

Beiðni frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um viðauka við áætlun 2024 til að skýra áhrif eignasölu Safnatraðar á rekstur bæjarins lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarstjórnar.

4. 2024060028 - Viðauki #3 – Eignasala – Sæbraut 1

Beiðni frá sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs um viðauka við áætlun 2024 til að skýra áhrif eignasölu Sæbrautar 1 á rekstur bæjarins lögð fram.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á 3. og 4. töluliðum samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í átta töluliðum, samhljóða.

Til máls tóku: SB, ÞS, RJ

4. Fundargerð 162. fundar Menningarnefndar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: GAS

5. Fundargerð 25. fundar Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 152. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

5. 2024060022 – Barðaströnd 20 - Opið bílskýli

Hlynur Daði Sævarsson arkitekt, fyrir hönd húseiganda að Barðaströnd 20 leggur fram breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að byggja opið bílskýli við húsið að lóðarmörkum nágranna. Bílskýlið er svokallað B rými sem þýðir að einungis er um skyggni að ræða, borið af súlum.

Nýlega var samþykkt stækkun á húsinu og er nýtingarhlutfall lóðarinnar samkvæmt því 0,37. Við breytinguna verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,4.

Í gildandi deiliskipulagi svæðisins er talað um að nýtingarhlutfall skuli vera á bilinu 0,3-0,4.

Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Hún verð (sic) grenndarkynnt fyrir eigendum Barðastrandar 16 og 18 og Vesturströnd (sic) 29 og 31.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar á 5. tölulið samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 16 töluliðum, samhljóða.

Til máls tóku: SHB, GAS, ÞS

7. Fundargerð 948. fundar Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: GAS

8. Fundargerð 497. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SHB, GAS

9. Fundargerð 498. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SHB

10. Fundargerð 579. fundar stjórnar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: ÞS, GAS

11. Fundargerð 262. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

Bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Seltjarnarness fer fram á að staðsetning sjúkrabifreiða vestan Hringbrautar á álagstímum verði ekki aðeins tímabundin lausn heldur lausn til frambúðar. Að öðrum kosti verði útkallstími neyðarviðbragðs á Seltjarnarnes og í vestari hluta Reykjavíkur ófullnægjandi og ekki í samræmi við brunavarnaáætlun.

Til máls tóku: ÞS, SHB, GAS

12. Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

3. Starfsstöðvar SHS til framtíðar - 2301008

Greinargerð starfshóps um húsnæðismál lögð fram til bókunar og samþykktar.

Niðurstaða:

Stjórn SHS samþykkir tillögur starfsshópsins og vísar þeim til umfjöllunar í aðildarsveitarfélögunum. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar hafi áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna til næstu ára. Fjármálastjórum sveitarfélaganna verði falið að stilla upp tillögu að fjármögnun.

Þór Sigurgeirsson óskar eftir að skoðað verði hvort mögulegt sé að staðsetja tímabundið útkallseiningu/sjúkrabíl nær byggðinni þar á meðan beðið er síðari áfanga framkvæmdaáætlunar sem áætlað er að bæti viðbragðstíma í vestustu hluta höfuðborgarsvæðisins.

Bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir afgreiðsluna með þeim fyrirvara að bæjarstjórn fer fram á sjúkrabifreiðar verði staðsettar vestan Hringbrautar á álagstímum til frambúðar. Að öðrum kosti verði útkallstími neyðarviðbragðs á Seltjarnarnes og í vestari hluta Reykjavíkur ófullnægjandi og ekki í samræmi við brunavarnaáætlun.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslustjórnar SHS á 3. tölulið fundargerðarinnar samhljóða með fyrrgreindri bókun.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

13. Kosning í stjórn Strætó bs. samkvæmt 56. gr. bæjarmálasamþykktar

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Strætó bs. Kosið er til tveggja ára.

Kosningu hlutu:

Aðalmaður: Magnús Örn Guðmundsson

Varamaður: Ragnhildur Jónsdóttir

Tillögurnar eru samþykktar með fjórum atkvæðum.

Til máls tók: GAS, RJ

14. Kosning í stjórn Sorpu bs. samkvæmt 56. gr. bæjarmálasamþykktar

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Sorpu bs. Kosið er til tveggja ára.

Kosningu hlutu:

Aðalmaður: Svana Helen Björnsdóttir

Varamaður: Ragnhildur Jónsdóttir

Tillögurnar eru samþykktar með fjórum atkvæðum.

Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar 2024.

Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og 8. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar, sumarleyfi í júlí og til 21. ágúst 2024. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 16. ágúst 2024. Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 17:51

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?