Fara í efni

Bæjarstjórn

988. fundur 05. júní 2024

988. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 5. júní, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigursjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsso (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 160. fundar bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

8. 2022080045 – Forvarnarstarf og endurgerð forvarnastefnu Seltjarnarnesbæjar

Á 472. fundi fjölskyldunefndar var fært í fundargerð undir. 1. dagskrárlið 2022080045:

Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að Forvarna- og lýðheilsustefnu Seltjarnarnesbæjar og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu Fjölskyldunefndar samhljóða og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á 8. tölulið samhljóða.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa 1. tölulið í fundargerðinni aftur til bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í átta töluliðum, samhljóða.

Til máls tóku: RJ, GAS, SHB, SB, BTÁ, ÞS, MÖG

2. Fundargerð 472. fundar Fjölskyldunefndar.

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 333. fundar Skólanefndar.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

6. 2024050150 - Tölvur og tækjakostur í Grunnskóla Seltjarnarness.

Erindið lagt fram. Skólanefnd leggur til að tölvu- og tækjakostur skólans verði uppfærður í samræmi við nemendafjölda í Valhúsaskóla og komið verði til móts við óskir um aukinn búnað í Mýrarhúsaskóla í samræmi við tillögu skólans þar að lútandi, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð Skólanefndar, sem er í sjö töluliðum, samhljóða.

Til máls tóku: GAS, ÞS

4. Fundargerð 160. fundar Veitustjórnar Seltjarnarness.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: SHB, MÖG

5. Fundargerð 326. fundar Umhverfisnefndar.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 24. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 260. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 394. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: GAS

 

Fundi slitið kl. 17:29

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?