Fara í efni

Bæjarstjórn

984. fundur 10. apríl 2024

984. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 10. apríl, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar og stofnana árið 2023 – fyrri umræða

Sturla Jónsson, löggiltur endurskoðandi Grant Thorton gerði grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins og hlutverki endurskoðenda.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði ársreikningi Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023. Gerði bæjarstjóri grein fyrir helstu niðurstöðum.

Bæjarstjóri lagði til að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2023 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem er 17. apríl 2024.

Bókun meirihluta:

Meirihluti bæjarstjórnar Seltjarnarness leggur til að ársreikningi bæjarins fyrir árið 2023 verði vísað til síðari umræðu þann 17. apríl næstkomandi.

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2023 litast mjög af ófyrirséðum útgjöldum vegna mygluframkvæmda í skólahúsnæði bæjarins og gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga.

Halli á A og B hluta nemur 797 m.kr. á árinu 2023. Gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga nemur 442 m.kr. á árinu. Þar af nemur bakreikningur frá Lífeyrissjóðunum Brú um 171 m.kr. Er það afar umhugsunarvert að fá slíkan bakreikning í annars verulega erfiðu árferði sveitarfélaga. Þá nemur gjaldfærður kostnaður vegna myglu 241 m.kr. Samanlagður kostnaður vegna fyrrnefndra liða nemur því 683 m.kr. eða 86% af halla bæjarins. Sambærilegt hlutfall í A-hluta nemur 77%. Enn fremur nema verðbætur á lánum bæjarins 341 m.kr., enda verðbólga haldist hærri en spár gerðu ráð fyrir.

Aðrir liðir hafa einnig reynst þyngri í skauti en áætlanir gerðu ráð fyrir, eins og málaflokkur fatlaðs fólks og aldraðra, en þjónustuþörf hefur vaxið töluvert undanfarið ár og hefur Seltjarnarnesbær reynt að svara þeirri þörf eins og unnt er. Samlegðaráhrif vegna breytinga á rekstri í þessum málaflokkum, svo sem með tilkomu búsetukjarna fyrir fatlað fólk, munu koma til með að skila sér til baka á komandi misserum. Síðan málaflokkur fatlaðs fólks var færður yfir til sveitarfélaganna hefur kostnaður vaxið mun hraðar en tekjurnar, enda var kostnaður verulega vanáætlaður við tilfærsluna og ljóst að nýlegt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu dugar ekki til, haldi þróunin áfram.

Rekstrarumhverfi hefur ekki verið hagstætt. Hátt vaxta- og verðbólgustig hefur hækkað greiðslubyrði.

Þessi staða kallar á mótvægisaðgerðir sem eru nú þegar komnar til framkvæmda, svo sem sala eigna sem skilar hagræðingu inn í rekstur bæjarins, til að mynda með uppgreiðslu skammtímaskulda sem kemur til með að draga verulega úr vaxtabyrði.

Eins eru til skoðunar leiðir til lækkunar kostnaðar við þjónustu og vörukaup og áfangaskiptingu framkvæmda. Skatttekjur bæjarfélagsins eru að aukast um 9,3% sem og framlög Jöfnunarsjóðs sem aukast um 21,4%. Erum við bjartsýn á að yfirstandandi ár verði okkur ekki jafn þungt í skauti hvað varðar óvænt útgjöld. Á það ekki síst við hækkun lífeyrisskuldbindingar. Seltjarnarnesbær fékk á sig verulega hækkun lífeyrisskuldbindingar lífeyrissjóðsins Brú í samanburði við flest önnur sveitarfélög.

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri

Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar

Magnús Örn Guðmundsson

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Seltjarnarnesbæjar 2023 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem er 17. apríl 2024.

Til máls tóku: ÞS, MÖG, GAS, RJ, BTÁ

2. Fundargerð 158. fundar bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Eftirfarandi liður í fundargerðinni er borinn upp til staðfestingar:

5. 202404004 - Breyting á innheimtu stöðubrotsgjalda hjá Seltjarnarnesbæ

Lagt er til að gefinn verði 2.500 kr. afsláttur af stöðubrotsgjaldi verði gjaldið greitt innan 3ja daga frá álagningu þess en almennt stöðubrotsgjald er kr. 10.000 hjá Seltjarnarnesbæ.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á 5. tölulið fundargerðarinnar samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í sjö liðum, samhljóða.

Til máls tóku: GAS, ÞS

3. Fundargerð 471. fundar Fjölskyldunefndar.

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 332. fundar Skólanefndar

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: DSO, BTÁ, GAS, MÖG

5. Fundargerð 22. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 946. fundar Stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 575. fundar stjórnar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 422. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 46. eigendafundur Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 387. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 388. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

12. Fundargerð 389. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 390. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, ÞS

14. Fundargerð 494. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 17:52

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?