Þriðjudaginn 9. apríl, 2024, kl. 08:50 var hátíðarfundur bæjarstjórnar Seltjarnarness, haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Karen María Jónsdóttir (KMJ).
Gestir fundarins voru forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú.
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Ávarp forseta bæjarstjórnar Ragnhildar Jónsdóttur
Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp.
2. Ávarp forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannessonar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp og óskaði bæjarbúum hjartanlega til hamingu með daginn.
3. Ávörp bæjarfulltrúa
Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri flutti ávarp.
Bókun bæjarstjóra:
Heiðruðu forsetahjón.
Ég vil nota þetta tækifæri og þakka ykkur þá einstöku velvild og vináttu og heiður sem þið sýnið okkur Seltirningum með því að verja þessum merkis 50 ára afmælisdegi kaupstaðarins með okkur. Jafnframt vil ég óska ykkur hjónum og fjölskyldu ykkar velfarnaðar, gæfu og gengis um alla framtíð nú þegar líður að lokum forsetatíðar ykkar.
Þór Sigurgeirsson.
Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi flutti ávarp.
Svana Helen Björnsdóttir bæjarfulltrúi flutti ávarp.
Fundi slitið kl. 9:10