Fara í efni

Bæjarstjórn

980. fundur 21. febrúar 2024

980. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 21. febrúar, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Karen María Jónsdóttir (KMJ).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 156. fundar bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerð bæjarráðs, sem er í einum lið, samhljóða.

2. Fundargerð 148. fundar Skipulags og umferðarnefndar.

Eftirfarandi liðir í fundargerð 148. fundi Skipulags- og umferðarnefndar eru bornir upp til staðfestingar:

1. 2023040100 – Melabraut 16

Lögð fram tillaga að óverulegri deiliskipulagbreytingu vegna Melabrautar 16. Nefndin fjallaði um fyrirspurn um hvort breyta þyrfti deiliskipulagi vegna áforma eiganda á 146. fundi í desember og þá var bókað: „Afgreiðsla: Tillagan samræmist ekki deiliskipulagi. Nefndin telur breytinguna þó óverulega og heimilar að grenndarkynna breytinguna.“ Tillagan gengur út á það að aðkomustigi að efri hæðum er staðsettur utan byggingarreits að hluta, vestan megin hússins.

Deiliskipulagi lóðarinnar var breytt árið 2021 þegar heimilað var að byggja inndregna hæð ofan á húsið með einhalla þaki.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til íbúa Melbrautar 14, 15, 17 og 18. Tilskilið er að samþykki allra meðeiganda í húsinu liggi fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðsluna samhljóða.

3. 023110002 – Sæbraut 4 – ný fyrirspurn frá eigendum.

Eigendur hússins Sæbraut 4 eru óánægð með afgreiðslu nefndarinnar á 146. fundi í desember og senda nýtt erindi þar sem þau benda á að ekki komi skýrt fram í afgreiðslunni hvort erindið samræmist deiliskipulagi eða ekki. Bókun nefndarinnar á 146. fundi var þessi: „Nefndin tekur neikvætt í erindið. Kvistur rúmast ekki innan hámarks hæðarkóta gildandi deiliskipulags.

Rökstyðja þau að erindið rúmist í raun innan deiliskipulags og nefndin telur að svo sé ekki, sé um óverulegt frávik að ræða sem samræmist 3. málsgrein 43. grein skipulagslaga. Ef ekki er fallist á það óska þau eftir að tillagan verði grenndarkynnt. Benda þau á að þau hafi kynnt málið fyrir nágrönnum sem búa við Sólbraut 5.

Afgreiðsla: Nefndin telur ekki einsýnt að tillagan rúmist innan deiliskipulags. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir íbúum húsanna við Sæbraut 2,3,5 og 6 og Sólbraut 3 og 5.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðsluna samhljóða.

Fundargerðin lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina sem er í 8 liðum í heild sinni.

Til máls tóku: GAS, SHB

3. Fundargerð 24. fundar Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: ÞS, GAS, RJ, SHB

4. Fundargerð 573. fundar stjórnar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 384. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 385. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: GAS, MÖG

8. Fundargerð 492. stjórnarfundar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, SHB

Fundi slitið kl. 17:20.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?