Fara í efni

Bæjarstjórn

978. fundur 24. janúar 2024 kl. 17:00

978. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 24. janúar, 2024, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.

 Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 

1. Fundargerð 145. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar er bornir upp til staðfestingar:

2. 2023110002 – Breyting á deiliskipulagi vegna stækkaðs bílskúrsreits að Vallarbrautar 3

Sótt er um að grenndarkynna stækkun á bílskúrum að Vallarbraut 3 miðað við gildandi deiliskipulag hverfisins. Til að gera þetta mögulegt þarf að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,40 í 0,44 sem er innan þeirra marka sem er heimilað er á ýmsum öðrum lóðum í hverfinu. Núverandi nýting lóðarinnar er 0,36.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagfulltrúa verið falið að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr.123/2012. Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum eftirtalinna eigna: Lindarbraut 8, 10 og 12 og Vallarbraut 1 og 5. Ef ekki koma athugasemdir við grenndarkynninguna er byggingarfulltrúa heimilað að samþykkja byggingaráform að því tilskildu að þau uppfylli öll ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 2.

3. 2023110071 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi Bygggarða vegna 7 nýrra lóða fyrir djúpgáma og hækkun þak-kóta á lóð 17 og 26

Sótt er um að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Bygggarða vegna 7 nýrra lóða fyrir djúpgáma og hækkun þak-kóta á lóð 17 og 26 um 1,3 m. Ástæða hækkunarinnar er að landið við húsin liggur hærra en gert var ráð fyrir þegar deiliskipulagið var unnið. Ekki er talið að hækkunin hafi áhrif á aðra en sveitarfélagið og landeigandann sjálfan.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verið falið að ganga frá málinu í samræmi við 3 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 3.

5. 2023060137 - Melabraut 20, umsókn um byggingarleyfi og deiliskipulagsbreyting

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi, dagsett 21. júlí 2023, þar sem sótt er um heimild til að reisa þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Melabraut 20. Málið var áður á dagskrá 143. fundar skipulags- og umferðarnefndar þar sem því var frestað.

Arkitektinn hefur endurskoðað tillöguna og lækkað húsið svo hæð þess er nú í samræmi við það sem áður hefur verið samþykkt fyrir nágrannalóðir með breytingu á gildandi skipulagi.

Arkitektinn leggur einnig fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu sem fellst í því að þak-kóti er hækkaður frá gildandi deiliskipulagi fyrir þessa lóð. Verður hæð hússins við það sambærileg við hæð hússins sem fyrir er á lóðinni og breytingu á deiliskipulagi fyrir nágrannalóðir sem liggur fyrir eða 9,5 metrar yfir gólfplötu 1. hæðar

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagfulltrúa verið falið að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga nr.123/2012 sem sýnir breytingu á hámarkshæð í samræmi við fyrri samþykkt fyrir Melabraut 14-18.

Tillagan verði grenndarkynnt fyrir eigendum eftirtalinna eigna: Melabraut 18, Melabraut 19, Melabraut 21, Melabraut 22, Valhúsabraut 17 og Valhúsabraut 19.

Ef ekki koma athugasemdir við grenndarkynninguna er byggingarfulltrúa heimilað að samþykkja byggingráformin að því tilskildu að þau uppfylli öll ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar á lið 5.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 12. liðum í heild sinni.

Til máls tóku: SB, ÞS, GAS

2. Fundargerð 147. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar er borinn upp til staðfestingar:

7. Málsnúmer 2024010225 - Húsnæðisáætlun

Fyrir liggur uppfærð húsnæðisáætlun fyrir Seltjarnarnesbæ. Áætlunin er unnin eftir stöðlum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar í kerfi sem stofnunin hefur látið gera og er fyrir árin 2024-2033. Starfsmenn stofnunarinnar hafa farið yfir áætlunina og samþykkt hana.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir áætlunina og beinir áætluninni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun bæjarins fyrir árin 2024-2033 samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, sem er í 11 liðum í heild sinni.

Til máls tóku: GAS, ÞS, SB, SHB, MÖG

3. Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.

Endurskoðuð jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar lögð fram til samþykktar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða jafnréttisáætlun.

4. Fundargerð 571. fundar stjórnar SSH.

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: SHB

6. Fundargerð 382. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 383. fundar stjórnar Strætó bs.

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: ÞS, RJ, GAS

9. Fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

11. Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerðin lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 17:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?