973. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 25. október 2023, kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2.
Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG) Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Svava G. Sverrisdóttir.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 159. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 144. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SHB, ÞS, SB, KMJ.
3. Fundargerð 565. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: KMJ, ÞS, SB.
4. Fundargerð 566. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 44. eigendafundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: SHB.
6. Fundargerð 45. eigendafundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
7.Fundargerð 44. eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 45. eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 415. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 416. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð 417. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Guðmundur Ari Sigurjónsson tók til máls í lok fundar og kom með eftirfarandi fyrirspurnir fyrir næsta fund bæjarstjórnar:
Nýr leikskóli:
Hver er staðan á byggingu nýs leikskóla? Hver eru næstu skref og hvenær verða þau tekin? Hvenær er áætlað að nýji leikskólinn verði tilbúinn?
Félagsheimili:
Hver er staðan á félagsheimilinu? Hvað hefur hefur verið framkvæmt í félagsheimilinu á þessu ári og hversu mikið hafa þær framkvæmdir kostað? Hver eru næstu skref í endurbyggingu félagsheimilisins og hvenær er áætlað að það verði tilbúið til notkunar?
Grunnskólalóðin:
Hver er staðan á endurbótum á grunnskólalóðinni sem nemendum var lofað? Hvaða endurbætur hafa verið gerðar á þessu ári og hver er kostnaðurinn við þær?
Þjónustumiðstöð:
Eru skrifstofur áhaldahússins að flytja? Hvar var sú ákvörðun tekin? Var keypt húsnæði eða gerður leigusamningur? Hefur sá samningur verið lagður fyrir bæjarstjórn eða bæjarráð? Var búið að kanna hvort mögulegt hefði verið að minnka núverandi skrifstofur frekar en flytja með tilheyrandi kostnaði og vinnu? Hver er áætlaður kostnaður vegna flutninga?
Fundi slitið kl. 17:27