967. Bæjarstjórnarfundur var haldinn miðvikudaginn 14. júní kl. 17:00 þegar að bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Karen María Jónsdóttir (KMJ), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Stefán Árni Gylfason (SÁG).
Fundargerð ritaði: Ari Eyberg Sævarsson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 142. fundar bæjarráðs
Fundargerð lögð fram til samþykktar.
Fundargerðin sem er í 7 töluliðum er samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.
2. Fundargerð 143. fundar bæjarráðs
Fundargerð lögð fram til samþykktar
Eftirfarandi liður var borinn upp til staðfestingar í bæjarstjórn:
1. Starfsmannamál – Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.
Bókun bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir samkomulag um starfslok Sviðsstjóra fjármálasviðs dagsett 26.05.2023.”
Fundargerðin sem er í 4 töluliðum er samþykkt samhljóma af bæjarstjórn.
Til máls tóku: SB, ÞS.
2. Fundargerð 140. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi töluliðir voru bornir fram til staðfestingar í bæjarstjórn:
1. 2020040062 - Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði fyrir íbúðabyggð.
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 varðandi gistiþjónustu á íbúðarsvæðum, dagsett 26. maí 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, einnig að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
2. 2023040100 - Melabraut 16 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis frá Jóhanni Einari Jónssyni, fyrir hönd eiganda Melabrautar 16, dagsett 23. maí 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í sex og nýtingarhlutfall fari úr 0,59 í 0,73.
Skipulags-og umferðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn vísar einróma málinu aftur til umræðu og afgreiðslu í skipulags- og umferðarnefnd.
3. 2023050143 - Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu fyrir Bílanes ehf.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Samgöngustofu vegna fyrirhugaðs reksturs ökutækjaleigu við Bygggarða 8, Seltjarnarnesi.
Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að veita Samgöngustofu neikvæða umsögn vegna fyrirhugaðs reksturs ökutækjaleigu við Bygggarða 8, Seltjarnarnesi, þar sem atvinnustarfsemi sem þessi er ekki heimil á íbúðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin í heild sinni, sem er í 5 töluliðum, er samþykkt samhljóma af bæjarstjórn fyrir utan að 3. tölulið sem var vísað aftur til nefndarinnar sem fyrr segir.
Til máls tóku: RJ
4. Fundargerð 320. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: KMJ, SB, ÞS, RJ
5. Fundargerð 158. fundar Menningarmálanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: KMJ, SÁG.
6. Fundargerð 153. fundar Veitustjórnar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: RJ, KMJ, ÞS.
7. Fundargerð 559. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið kl. 17:28