Miðvikudaginn 25. janúar 2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Í upphafi fundar vottaði bæjarstjórn aðstandendum Antons Sigurðssonar starfsmanns Veitna samúð sína, en hann lést í síðustu viku.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 134. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liður í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 134 var borinn upp til staðfestingar:
1. 2022110065 - Safnatröð 5 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Menningar- og viðskiptaráðuneytisins, dagsett 3. nóvember 2022, þar sem sótt er um leyfi til að fullklára byggingu hússins undir náttúruminjasafn. Málið var áður á dagskrá 133. fundar skipulags- og umferðarnefndar, 21. nóvember sl., þar sem því var frestað.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið. Samræmist deiliskipulagi og ákvæðum laga nr. 160/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Til máls tóku: GAS, SHB
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem eru 5 liðir.
Fundargerð 135. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 135 voru bornir upp til staðfestingar:
1. 2022120105 - Breyting á deiliskipulagi - Suðurmýri 60
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar frá Páli Gunnlaugssyni, fyrir hönd eiganda Suðurmýri 60, dagsett 3. janúar 2023. Í tillögunni felst að fjölga íbúðum á lóðinni úr einni í tvær og að nýtingarhlutfall verði 0,68.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir íbúum Suðurmýrar 52, 54, 56 og 58. Vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar.
Til máls tóku: GAS, SHB, ÞS, BTÁ,
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni eru eru 5 liðir.
Bókun:
Umsóknir um rekstrarleyfi fyrir gististaði í flokki II streyma nú inn til bæjaryfirvalda, en meirihluti bæjarstjórnar hefur gefið grænt ljóst á þessa starfsemi með útgáfu leyfis á Látraströnd, í lok síðasta árs. Sú leyfisveiting var ekki óumdeild og í raun var það svo að meirihluti síðasta kjörtímabils hafði lagst gegn slíkri leyfisveitingu. Nú er í ferli auglýsing á breytingu á Aðalskipulagi bæjarins þar sem opnað væri á rekstarleyfi fyrir gististaði í flokki II. Þrátt fyrir að slík breytingartillaga gengi ekki eftir er ljóst að með útgáfu rekstarleyfis á Látrastönd hefur skapast fordæmi þannig að erfitt verður fyrir bæjaryfirvöl að hafna öðrum umsækjendum um slík leyfi.
Hér eru talsverðir heildarhagsmunir undir þar sem breyting á mörgum húsum nágranna í gistiheimili hefur í för með sér annarskonar umferð og áreiti en hefðbundin íbúðarhús. Það að breyta íbúðum í gistiheimili fækkar möguleikum fólks til að flytja á Nesið og hefur áhrif á rekstur bæjarins þar sem útsvarsgreiðendum fækkar.
Við vísum í bókun okkar frá 954 fundi bæjarstjórnar, en þar greiddum við atkvæði gegn rekstarleyfi fyrir gististað og vísuðum í þá vinnu sem átti þá og á enn eftir að ljúka, þ.e. að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi og gefa þannig íbúum öll tækifæri á því að hafa skoðun á þessu máli.
Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir
2. Fundargerð 157. fundar Menningarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, ÞS, SHB, RJ, GAS
3. Fundargerð 464. fundar Fjölskyldunefndar
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liður í fundargerð Fjölskyldunefndar nr. 464 var borinn upp til staðfestingar:
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu að samþykkt fyrir barnaverndarþjónustu Seltjarnarnesbæjar, með fyrirvara um að Seltjarnarnesbær fái undanþágu til að halda úti þjónustunni á eigin vegum.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
Til máls tóku: SB, GAS
4. Fundargerð 317. fundar Umhverfisnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, ÞS
5. Fundargerð 408. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 363. og 364. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Til máls tóku: GAS, MÖG
7. Fundargerðir 474. og 475. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
8. Fundargerð 245. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerðir 548. og 549. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram
10. Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundargerð 112. fundar Svæðisskipulagsnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
12. Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2023 lögð fram.
13. Lögð var fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 2. janúar 2023, vegna tækifærisleyfis-tímabundins áfengisleyfis fyrir þorrablót í íþróttasal Gróttu, Suðurströnd 2-8, Seltjarnarnesi.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:36