952. Bæjarstjórnarfundurinn var haldinn miðvikudaginn 12. október 2022 kl. 17:00 þegar bæjarstjórn Seltjarnarness kom saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Karen María Jónsdóttir (KMJ), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Ari Eyberg.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
1. Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
2. Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
3. Fundargerð 38. fundar Eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
4. Fundargerð 39. fundar Eigendafundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
5. Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:02