Fara í efni

Bæjarstjórn

577. fundur 25. júní 2003


Miðvikudaginn 25. júní 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:10.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Ingimar Sigurðsson.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Lúðvík Hjalti Jónsson.


Fundargerð síðasta fundar staðfest.


1. Lögð var fram fundargerð 332. fundar Fjárhags- og launanefndar, dags. 12/06/03 og var hún í 13. liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

2. Lögð var fram fundargerð 289. fundar Félagsmálaráðs, dags. 12/06/03 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 124. fundar Skólanefndar, dags. 06/06/03 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 125. fundar Skólanefndar, dags. 19/06/03, og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku:  Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
   
5. Lögð var fram fundargerð 23. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 05/06/03 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 272. fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dags. 27/05/03, og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram  fundargerð 47. fundar Menningarnefndar, dags. 05/06/03 og var hún í 2 liðum.
Til máls tók Jónmundur Guðmarsson.
Bæjarstjórn færir Menningarnefnd þakkir fyrir frábæran undirbúning að framkvæmd menningarhátíðarinnar “Bjartar sumarnætur á Seltjarnarnesi 13.-15. júní sl.”.

8. Lögð var fram fundargerð 157. fundar Umhverfisnefndar, dags.12/06/03, og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Ingimar Sigurðsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Lögð var fram tillaga fulltrúa Neslistans um varðveislu, merkingar og kynningu á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi.
Tillögunni vísað til umsagnar Umhverfisnefndar.

9. Lögð var fram fundargerð 228. fundar Bláfjallanefndar, dags. 13/05/03 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram fundargerð 229. fundar Bláfjallanefndar, dags. 03/06/03 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 


11. Lögð var fram fundargerð 703. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga, dags. 16/05/03, og var hún í 26 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð 27. fundar stjórnar Strætó bs., dags. 13/06/03 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Lögð var fram fundargerð 13. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélaga, dags. 13/06/03 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14. Lögð var fram fundargerð 4. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, dags. 10/06/03 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15. Erindi:
a) Ályktun fulltrúaráðs Sambands ísl. sveitarfélaga um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga.
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
Afgreiðslu frestað.

b) Lagt fram bréf umboðsmanns barna dags. 10/06/03 um málþingið “Skundum á Þingvöll”.
c) Lagt fram bréf FÍUM, Félags ísl. uppeldis- og meðferðarstofnana, dags. 13/06/03 um málþing félagsins þ. 7. mars sl.
d) Lagt fram bréf Landverndar, dags. 06/06/03 vegna yfirlýsingar um malarnám.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Ingimar Sigurðsson.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu þannig að fram komi  samþykkt stefnumótun Seltjarnarnesbæjar hvað þetta varðar.


e) Lagt fram bréf frá formanni Gróttu, dags. 12. júní sl. þar sem óskað er eftir leyfi til dansleikjahalds í íþróttahúsi Seltjarnarness, þ. 30/08/03.
Erindinu vísað til Æskulýðs- og íþróttaráðs.

 
Fundi var slitið kl. 18:10



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?