Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen Jens Pétur Hjaltested Sunneva Hafsteinsdóttir, Arnþór Helgason, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson.
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.
1. Lögð var fram 741. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 20. janúar 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sigurgeir Sigurðsson, Arnþór Helgason.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
2. Lagðar voru fram 259. og 260. fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsettar 7. og 19. janúar 1999 og voru þær í 6 og 2 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Arnþór Helga-son.
259. fundargerðin var samþykkt samhljóða. 260. fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram 236. fundargerð Skipulags- umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 7. janúar 1999 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram 42. fundargerð Veitustofnana Seltjarnarness dagsett 29. janúar 1998 og var hún í 3 liðum.
Jafnframt voru lagðar fram fjárhagsáætlanir Veitustofnana Seltjarnarness.
Til máls um fundargerðina og áætlanirnar tóku Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn beinir því til stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness að við gerð 3 víddar líkans af hitasvæði Seltjarnarness verði hugað að námsefnisgerð fyrir Grunnskóla bæjarins."
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Arnþór Helgason (sign)
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram 240. fundargerð Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 17. desember 1998 og var hún í 15 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
6. Lögð var fram 46. fundargerð Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 22. desember 1998 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var lögð fram 32. fundargerð Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 22. desember 1998 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
7. Lögð var fram 11. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 16. desember 1998 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram 122. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 15. janúar 1999 og var hún í 5 liðum.
Jafnframt var samþykkt að taka til afgreiðslu fundargerð Umhverfisnefndar nr. 120 dagsett 10. nóvember 1998.
Til máls um fundargerðirnar tóku Jens Pétur Hjaltested, Jónmundur Guðmarsson, Arnþór Helgason, Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
9. Lögð var fram 141. fundargerð stjórnar SORPU dagsett 17. desember 1998 og var hún í 6 liðum.
Jafnframt var lögð fram gjaldskrá á endurvinnslustöðvum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram 193. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 10. desember 1998 og var hún í 7 liðum.
Jafnframt var lögð fram endurskoðuð samþykkt fyrir Bláfjallanefnd.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar, samþykktin fyrir Bláfjalla-nefnd var samþykkt með 6 atkvæðum, Arnþór Helgason sat hjá.
11. Lögð var fram 202. fundargerð stjórnar S.S.H., dagsett 11. desember 1998 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram 7. fundargerð Samstarfsnefndar Samflots og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 18. desember 1998 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lagðar voru fram 131. og 132. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dagsettar 11. og 13. desember 1998 og voru þær í 10 og 1 lið.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.
14. Lögð var fram 18. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 18. desember 1998 og var hún í 5 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Jónmundur Guðmarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt með 6 atkvæðum, Jens Pétur Hjaltested sat hjá.
15. Erindi.
a. Lagt var fram afrit af bréfi Árna Sigurjónssonar, formanns Starfsmannafélags Seltjarnarness til Launanefndar sveitarfélaga dagsett 7. janúar 1999.
Bréfinu var vísað til fjárhags- og launanefndar.
b. Lagt var fram bréf Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 22. desember 1998 ásamt fylgigögnum.
Bæjarsjórn samþykkti álit starfsmatsnefndar um að lagatúlkun og raunveruleiki stangist á í starfslýsingu ófaglærðs starfsfólks á leik-skólum og að laga þurfi starfslýsinguna.
c. Lögð var fram ályktun stjórnarfundar Barnaheilla frá 17. desember 1998.
Ályktunin verður send skólanefnd, æskulýðs- og íþróttaráði og félagsmálaráði.
d. Lagður var fram þjónustusamningur vegna skipulags höfuðborgar-svæðisins dagsettur í desember 1998.
Samningurinn var samþykktur samhljóða.
11. Samþykkt var samhljóða að leggja fram 0,2% mótframlag í viðbótar-lífeyrissparnað fyrir starfsmenn bæjarins.
12. Fulltrúar Neslistans lögðu fram eftirarandi tillögur:
„Bæjarstjórn samþykkir að skipuð verði afmælisnefnd sem skipuleggi og undirbúi afmælisárið sem nú er gengið í garð. Mýrarhúsaskóli verður 125 ára, Valhúsaskóli 25 ára og Seltjarnarneskaupstaður 25 ára."
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Arnþór Helgason (sign)
Fundi var slitið kl: 18:00. Álfþór B. Jóhannsson (sign).
Sigurgeir Sigurðsson (sign) Erna Nielsen (sign)
Jens Pétur Hjaltested (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Arnþór Helgason (sign) Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jónmundur Guðmarsson (sign)