Fara í efni

Bæjarstjórn

22. júní 2022

948. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 22. júní 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (BS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir sat undir lið 4.

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.


Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:


1. Kosning varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar.

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörin Magnús Örn Guðmundsson með 4 atkvæðum, en 3 sátu hjá.

Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörin Svana Helen Björnsdóttir með 4 atkvæðum, en 3 sátu hjá.


2. Kosning varamanna í kjörstjórn.

Varamenn:

Þröstur Þór Guðmundsson, Bollagarðar 19
Árni Helgason, Bollargarðar 111
Fannar Freyr Ívarsson, Melabraut 11

Samþykkt samhljóða.


3. Kosning í stjórn SSH. 

Varamaður var kosinn Ragnhildur Jónsdóttir. 

Samþykkt samhljóða.


4. Fundargerð 132. fundar Bæjarráðs, dags. 20/6/22.

Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðs nr. 132 var borin upp til staðfestingar:

2022050317 - Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2022-2026
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning með tveimur atkvæðum og einn á móti og vísar honum til samþykktar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum (RJ,MÖG,SHB,DSO) gegn þremur atkvæðum (GAS,SB,BTÁ).


Þór Sigurgeisson vék af fundi undir þessum lið.

Bókun Samfylkingar og óháðra Seltirninga:

Ráðningasamningur bæjarstjóra kveður á um laun upp á 1.833.333 á mánuði, auk bílastyrks upp á 63.500 svo og þóknun fyrir setu í bæjarstjórn sem gera samtals 2.177.241 krónur á mánuði. Nefna má að bæjarstjóri fær einnig þóknun fyrir setu í stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðiðisins, þannig að heildarlaun hans verða 2.4 milljónir á mánuði.

Þessi ráðning kostar bæinn með launatengdum gjöldum rúmlega kr. 2.7 milljónir á mánuði eða um 33 milljónir á ári. Þessi laun eru allt of há fyrir stjórn í 4700 manna bæjarfélagi, sem þar að auki er að takast á við erfiða fjárhagsstöðu. Við teljum að hægt væri að lækka laun bæjarstjóra um að minnsta kosti 500 þúsund krónur á mánuði, það væru mun eðlilegri laun miðað við ábyrgð og umfang starfsins.

Sú lækkun myndi skila 6 milljónum á ári sem hægt væri að nýta til að bæta umhverfi skólanna, styrkja félagsþjónustuna eða styrkja tómstundastarf barnanna okkar á nesinu.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra telja þetta ekki ábyrga meðferð fjármuna bæjarins og greiða því atkvæði gegn þessum samningi.

Sigurþóra Bergsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar Samfylkingar og Seltirninga


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina í heild sinni sem er í 11 liðum.

Til máls tóku: SB, MÖG, BTÁ


5. Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fundar 240. frá 22/4/22 og 241. frá 27/5/22.

Fundargerðirnar lagðar fram.


6. Fundargerð 467. fundar stjórnar SORPU bs. frá 29/4/22.

Fundargerðin lögð fram.


7. Fundargerð 540. fundar stjórnar SSH frá 13/6/22.

Fundargerðin lögð fram.


8. Fundargerð 126. fundar Skipulags- og umferðanefndar, frá 21/6/22.

Fundargerðin lögð fram.


Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 126 voru bornir upp til staðfestingar:

1. 2022060075 - Endurskoðun Aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar 2015-2033

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða gildandi Aðalskipulag sveitarfélagsins. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun Aðalskipulagsins. Skal ákvörðun sveitarstjórnar að jafnaði liggja fyrir innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir. Hvorki landskipulagsstefna né svæðisskipulag gefa tilefni til heildarendurskoðunar Aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og telur skipulags- og umferðarnefnd því ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun á þessu kjörtímabili. Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að tilkynna Skipulagsstofnun um niðurstöðu nefndarinnar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


2. 2022030006 - Deiliskipulag Vesturhverfis - breyting vegna Miðbrautar 33

Á 123. fundi skipulags- og umferðarnefndar þann 10. mars 2022 og á 944. fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 23. mars 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Miðbrautar 33 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagstillögunni felst stækkun byggingarreits og hækkunar nýtingarhlutfalls úr 0,30 í 0,40. Tillagan er auglýst frá og með 8. apríl 2022 til og með 23. maí 2022, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar í bæjarstjórn skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina í heild sinni sem er í 11 liðum.

Til máls tóku: GAS


9. Kosning í stefnuráð áfangastaðarins höfuðborgarsvæðisins.

Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir  og  Guðmundur Ari Sigurjónsson.

Samþykkt samhljóða.


10. Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar 2022.

Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og 8. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar , samþykkir bæjarstjórn sumarleyfi í júlí og til 17. ágúst 2022. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 12. ágúst, 2022. Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: GAS


Guðmundur Ari Sigurjónsson sendi fyrirspurn til bæjarstjórnar til svara á næsta fundi.


Fundi slitið kl. 17:23

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?