947. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 8. júní 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir (DSO), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Karen María Jónsdóttir (KMJ), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Bjarni Torfi Álfþórsson, sem er aldursforseti þeirra sem eiga að baki lengsta setu í bæjarstjórn setti fund. Bjarni Torfi bauð bæjarfulltrúa velkomna til fyrsta fundar nýkjörinnar bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar fyrir kjörtímabilið 2022 - 2026 og óskaði þeim til hamingju með kjör þeirra til bæjarstjórnar. Bjarni Torfi færði fyrrum bæjarfulltrúum þakkir fyrir þeirra störf í þágu samfélagsins og þakkaði þeim samstarfið.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Lagt var fram bréf yfirkjörstjórnar Seltjarnarness um úrslitr sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022.
Á kjörskrá voru 3.473, þar af neyttu atkvæðisréttar 2.532, sem er 72.9% kjörsókn.
1.246 karla kusu og 1.285 konur og 1 hlutlaust kyn. Auðir og ógildir seðlar voru 62.
Boðnir voru fram þrír listar, D-listi Sjálfstæðisflokks, S-listi Samfylking og óháðir og A-listi Framtíðin.
Úrslit voru að D-listi hlaut 1.238 atkvæði, S-listi hlaut 1.008 atkvæði og A-listi hlaut 224 atkvæði.
Kosningar hlutu:
Af D-lista Þór Sigurgeirsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson og Svana Helen Björnsdóttir.
Af S-lista Guðmundur Ari Sigurjónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar.
2. Kosningar skv. 56. gr. bæjarmálasamþykktar.
Eftirtaldir fulltrúar eru tilnefndir af D-lista og S-lista.
1. Yfirkjörstjórn:
D-Árni Ármann formaður
D-Erlendur Gíslason
S-Gunnlaugur Ásgeirsson
2. Almannavarnarnefnd:
Aðalmaður:
D-Þór Sigurgeirsson
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
3. Fjölskyldunefnd:
Aðalmenn:
D-Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður
D-Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir
D-Hákon Jónsson
S-Sigurþór Bergsdóttir
S-Björg Þorsteinsdóttir
Varamenn:
D-Svana Helen Björnsdóttir
D-Inga Þóra Pálsdóttir
D-Þröstur Þór Guðmundsson
S-Árný Hekla Marinósdóttir
S-Bjarni Torfi Álfþórsson
4. Bæjarráð:
Aðalmenn:
D-Magnús Örn Guðmundsson, formaður
D-Ragnhildur Jónsdóttir
S-Guðmundur Ari Sigurjónsson
Varamenn:
D-Svana Helen Björnsdóttir
D-Þór Sigurgeirsson
S-Sigurþóra Bergsdóttir
5. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands:
Aðalmaður:
D-Þór Sigurgeirsson
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
6. Fulltrúaráð SSH:
Aðalmenn:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
S-Guðmundur Ari Sigurjónsson
Varamenn:
D-Magnús Örn Guðmundsson
S-Sigurþóra Bergsdóttir
7. Fulltrúaráð Sorpu:
Aðalmaður:
D-Svana Helen Björnsdóttir
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
8. Heilbrigðisnefnd Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Aðalmaður:
D-Hannes T. Hafstein
Varamaður:
D-Guðmundur Helgi Þorsteinsson
9. Landsþing sambands ísl. sveitarfélaga:
Aðalmenn:
D-Þór Sigurgeirsson
D-Ragnhildur Jónsdóttir
S-Guðmundur Ari Sigurjónsson
Varamenn:
D-Magnús Örn Guðmundsson
D-Svana Helen Björnsdóttir
S-Sigurþóra Bergsdóttir
10. Menningarnefnd:
Aðalmenn:
D-Þórdís Sigurðardóttir, formaður
D-Inga Þóra Pálsdóttir
D-Þröstur Þór Guðmundsson
S-Stefán Árni Gylfason
S-Bryndís Kristjánsdóttir
Varamenn:
D-Grétar Dór Sigurðsson
D-Hjördís Vilhjálmsdóttir
D-Sjöfn Þórðardóttir
S-Halla Helgadóttir
S-Eva Rún Guðmundsdóttir
11. Skipulags- og umferðarnefnd:
Aðalmenn:
D-Svana Helen Björnsdóttir, formaður
D-Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir
D-Örn Viðar Skúlason
S-Bjarni Torfi Álfþórsson
S-Karen María Jónsdóttir
Varamenn:
D-Hákon Jónsson
D-Erlendur Magnússon
D-Inga Þóra Pálsdóttir
S-Guðmundur Ari Sigurjónsson
S-Stefán Bergmann
12. Skólanefnd:
Aðalmenn:
D-Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, formaður
D-Ragnhildur Jónsdóttir
D-Grétar Dór Sigurðsson
S-Karen María Jónsdóttir
S-Eva Rún Guðmundsdóttir
Varamenn:
D-Hannes T. Hafstein
D-Guðmundur Helgi Þorsteinsson
D-Hákon Jónsson
S-Guðmundur Ari Sigurjónsson
S-Guðmundur Gunnlaugsson
13. Öldungaráð:
Aðalmenn:
D-Hildigunnur Gunnarsdóttir, formaður
D-Ingimar Sigurðsson
S-Guðmundur Ari Sigurjónsson
Varamenn:
D-Petrea Jónsdóttir
D-Þórleifur Jónsson
S-Árni Emil Bjarnason
14. Stjórn Sorpu bs:
Aðalmaður:
D-Svana Helen Björnsdóttir
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
15. Stjórn Strætó bs:
Aðalmaður:
D-Magnús Örn Guðmundsson
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
16. Stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins:
Aðalmaður:
D-Magnús Örn Guðmundsson
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
17. Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins:
Aðalmaður:
D-Þór Sigurgeirsson
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
18. Notendaráð fyrir fatlað fólk:
Aðalmenn:
D-Guðmundur Helgi Þorsteinsson
D-Hákon Jónsson
S-Halldóra Jóhannesdóttir Sanko
Varamenn:
D-Svana Helen Björnsdóttir
D-Þröstur Þór Guðmundsson
S-Sigurþóra Bergsdóttir
19. Stefnuráð byggðasamlaga
Aðalmaður:
D-Þór Sigurgeirsson
D-Ragnhildur Jónsdóttir
Varamaður:
D-Magnús Örn Guðmundsson
D-Svana Helen Björnsdóttir
20. Svæðisskipulagsráð SSH:
Aðalmaður:
D-Svana Helen Björnsdóttir
S-Karen María Jónsdóttir
Varamaður:
D-Ragnhildur Jónsdóttir
S-Bjarni Torfi Álfþórsson
21. Umhverfisnefnd:
Aðalmenn:
D-Grétar Dór Sigurðsson, formaður
D-Hannes T. Hafstein
D-Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir
S-Stefán Bergmann
S-Magnea Gylfadóttir
Varamenn:
D-Hildigunnur Gunnarsdóttir
D-Örn Viðar Skúlason
D-Hákon Jónsson
S-Karen María Jónsdóttir
S-Björg Þorsteinsdóttir
22. Stjórn Veitustofnana:
Aðalmenn:
D-Þór Sigurgeirsson, formaður
D-Svana Helen Björnsdóttir
D-Guðmundur Jón Helgason
S-Sigurþóra Bergsdóttir
S-Bjarni Torfi Álfþórsson
Varamenn:
D-Örn Viðar Skúlason
D-Grétar Dór Sigurðsson
D-Guðmundur Helgi Þorsteinsson
S-Garðar Svavar Gíslason
S-Karen María Jónsdóttir
23. Íþrótta- og tómstundanefnd:
Aðalmenn:
D-Örn Viðar Skúlason, formaður
D-Guðmundur Helgi Þorsteinsson
D-Inga Þóra Pálsdóttir
S-Guðmundur Gunnlaugsson
S-Ólafur Finnbogason
Varamenn:
D-Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir
D-Hildigunnur Gunnarsdóttir
D-Hannes T. Hafstein
S-Áslaug Ragnarsdóttir
S-Magnea Gylfadóttir
Til máls tóku: SB, BTÁ, RJ
Breytingartillaga á skipan í nefndir og stjórnir
Lögð er fram breytingartillaga um að Sigurþóra Bergsdóttir verði skipaður formaður fjölskyldunefndar, að Guðmundur Ari Sigurjónsson verði aðalmaður í stjórn Strætó BS fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar og Bjarni Torfi Álfþórsson verði annar varaforseti bæjarstjórnar.
Samfylking og óháðir hlutu yfir 40% atkvæða í kosningum í vor og Sjálfstæðisflokkur um 50%. Við teljum eðlilegt og í anda aukins samráðs að Samfylking og óháðir fái stærra hlutverk í fagnefndum bæjarins og stjórnum sem bærinn hefur aðkomu að. Það er lýðræðislegt og myndi auka á samhljóm og samstarf milli fylkinga í bæjarstjórn að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki með formennsku í öllum nefndum og öll sætin í stjórnum byggðasamlaga með aðeins helming atkvæða á baki sér.
Breytingartillagan var felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum.
Bókun vegna breytingartillögunnar:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og óháðra harma að ekki hafi verið vilji til að formfesta tillögur minnihlutans um aukið samtal og þar með virkara lýðræði. Skipan fulltrúa minnihluta í formennsku nefnda og ráða er fyrirkomulag sem tíðkast víða. Við kosningu forseta borgarstjórar í Reykjavíkurborg voru í gær m.a. voru fulltrúar minnihlutans kosnir sem varaforsetar þ.e. Fulltrúi Vinstri grænna til annars varaforseta og fulltrúi Sjálfstæðisflokks til fjórða varaforseta. Þá má einnig vísa til skipan formanna nefnda á Alþingi í þessu samhengi þar sem lengi hefur tíðkast að minnihlutinn gegni formennsku í nefndum.
Tilnefningarnar voru samþykktar samhljóða.
Til máls tók: SB
3. Kosning bæjarstjóra skv. 57. gr. bæjarmálasamþykktar.
Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við bæjarstjórann þar sem meðal annars skal kveðið á um ráðningartíma hans, kaup og kjör.
Ráðningarsamningur skal staðfestur af bæjarstjórn.
Þór Sigurgeirsson vék af fundi undir þessum lið.
Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að ráða Þór Sigurgeirsson, til að gegna starfi bæjarstjóra Seltjarnarness, kjörtímabilið 2022 - 2026.
Formanni bæjarráðs er falið að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við bæjarstjóra þar sem starfskjör hans eru ákveðin, sbr. 2. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga. Samningurinn skal lagður fyrir bæjarráð og til staðfestingar í bæjarstjórn.
Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, en 3 sátu hjá.
Til máls tóku: ÞS, KMJ
4. Fundargerð 433. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB
5. Fundargerð 459. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 4. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 356. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 36. fundar Eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 539. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
10.
a) Leiðbeiningar – skipan barnaverndarnefnda eftir sveitarstjórnarkosningar – lagðar fram (málsnúmer 2022050348)
b) Bréf Landsþings og landsþingsfulltrúa lagt fram (málsnúmer 2022050141).
c) Fyrirspurn vegna ráðningu æskulýðsfulltrúa.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.
Til máls tóku: SB, KMJ, SHB
Fundi slitið kl. 17:30