943. Bæjarstjórnarfundur. Miðvikudaginn 9. mars 2022 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Sigrún Edda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
Innrás Rússa í Úkraínu fordæmd
Málsnúmer 2022030036
Sigrún Edda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar kynnti tillögu að bókun:
Bæjarstjórn Seltjarnesbæjar fordæmir harðlega innrás Rússalands í Úkraínu, gegn fullvalda þjóð og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu sem nú upplifir hörmungar stríðs.
Bæjarstjórn lýsir sig jafnframt reiðubúna til að aðstoða flóttafólk frá Úkraínu í samráði við Ríkisstjórn Íslands. Bæjarstjórn tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitafélaga. Hana má lesa hér: https://www.ccre.org/en/actualites/view/4268
1. Fundargerð 128. fundar Bæjarráðs. Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðs nr.128 voru bornir upp til staðfestingar:
2021120109 - Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húsæði fyrir fatlað fólk
Reglur um úthlutun íbúða í sértæku húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk lagðar fram. Sviðsstjóri fór yfir málið. Drögin hafa verið lögð fyrir notendaráð fatlaðs fólks og fjölskyldunefnd og fengið jákvæða umsögn. Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2021120110 - Tillaga að inntökuteymi fyrir sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
Tillaga að inntökuteymi fyrir sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk lagðar fram. Sviðsstjóri fór yfir málið. Drögin hafa verið lögð fyrir notendaráð fatlaðs fólks og fjölskyldunefnd og fengið jákvæða umsögn. Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2021120181 - Jafnlaunastefna endurskoðun 2021
Yfirfarin jafnlaunastefna lögð fram, bæjarráð staðfestir uppfærslu og vísar til samþykktar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn vísar lið 4 til Skipulags- og umferðanefndar og Umhverfisnefndar.
Fundargerðin sem er í 10 tl. er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: GAS, ÁH, BTÁ, SEJ, KPJ.
Bókun:
Undirrituð styðja samþykkt samkomulagsins en furðum okkur á því að Seltjarnarnesbær muni skrifa undir án þess að ætla sér að uppfylla markmið samkomulagsins. Í kaflanum um fyrirkomulag grenndargáma kemur fram:
„Grenndarstöðvar
Lagt er til að sveitarfélögin komi á laggirnar neti af smærri og stærri grenndarstöðvum til að hirða aðra úrgangsflokka sem skv. lögum þarf að hirða í nærumhverfi íbúa, það er gler, skilagjaldsumbúðir, málma og textíl. Áhersla verði lögð á staðsetningar sem eru þægilegar og öruggar fyrir gangandi vegfarendur og í alfaraleið fyrir aðra.“
„Starfshópurinn leggur til að þéttleiki grenndarstöðva skuli miðast við að grenndarstöð sé í að hámarki um 500 m. fjarlægð (loftlínu) frá hverju heimili í sveitarfélaginu í þéttbýli. Utan þéttbýlis verði tryggt aðgengi að grenndargámastöð við næsta stofnveg eða verslun.“
Á yfirlýsingunni sjálfri sem stefnt er á að undirrita stendur að „Samræming nái meðal annars yfir úrgangsstrauma sem safnað er við heimili, fyrirkomulag grenndarstöðvar; val á tvískiptum ílátum sem notast verður við sérbýli; fyrirkomulag sérsöfnunar á lífrænum eldhúsúrgangi og merkingu íláta.“
Á Seltjarnarnesi er hins vegar engin grenndarstöð eftir að bæjarstjóri lét fjarlægja grenndarstöðina á Eiðistorgi og samkvæmt töflu 8 í skýrslu starfshópsins kemur fram að áfram verði engin grenndarstöð eftir samþykkt samkomulagsins. Næsta grenndarstöð fyrir Seltirninga er staðsett við JL húsið sem er í 800-2560 metra fjarlægð frá íbúðarhúsum Seltirninga.
Það er lagaleg skylda sveitarfélaga að hirða gler, skilagjaldsumbúðir, málma og textíl í nærumhverfi íbúa og það samkomulag sem verið er að skrifa undir útfærir mælanleg markmið um fjarlægð frá heimilum og að grenndargámar séu staðsettir „á þægilegum og öruggum stað fyrir gangandi vegfarendur“. Þessi markmið eiga að uppfylla lagalega skyldu sveitarfélaga, auðvelda fólki að endurvinna og auka frelsi fólks sem vill fækka ferðum á bíl og minnka þannig m.a. kolefnisfótspor sitt.
Við leggjum til að samhliða undirritun samkomulagsins útbúi bæjarstjóri í samstarfi við skipulagssvið sviðmyndir hvernig hægt væri að uppfylla skilyrði samkomulagsins og vísi sviðsmyndunum til umræðu í fagnefndum bæjarins.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga Karl Pétur Jónsson - Bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
2. Fundargerð 319. fundar Skólanefndar. Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, SEJ, GAS
3. Fundargerð 311. fundar Umhverfisnefndar. Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 399. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 104. fundar Svæðisskipulagsnefndar. Fundargerðin lögð fram.
7. Tillögur og erindi:
a) Samþykkt að tilnefna Sigrúnu Eddu Jónsdóttur í nýtt Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar. Samþykkt samhljóða. Til máls tóku: ÁH
b) Málsnúmer: 2022020099. Bæjarstjóri lagði fram svör við fyrirspurn frá Samfylkingu og Neslistanum sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi nr. 941 varðandi nýjan leikskóla.
Fundi slitið kl. 17:18