Miðvikudaginn 10. september 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.
Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.
Eftirtaldar athugasemdir voru gerðar við fundargerð síðasta fundar:
Í 5. lið fundargerðarinnar var 5. lið fundargerðar Umhverfisnefndar vísað aftur til hennar vegna formgalla.
Undir sama lið fundargerðarinnar var bókun meirihluta Sjálfstæðisflokks þannig undirskrifuð.
Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir,
(sign) (sign)
Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir
(sign) (sign)
Í 18. lið fundargerðarinnar a) 4. lið hefur fallið niður m og byrjar bókunin því þannig: “Bæjarstjórn fagnar tillögum ............
Fundargerð síðasta fundar þannig staðfest.
1. Lögð var fram fundargerð 126. (21.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 25. ágúst 2003. Var þetta vinnufundur og engin atriði skráð í fundargerð.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
2. Lögð var fram fundargerð 127. (22.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 27. ágúst 2003 og var hún í 11 liðum.
Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
3. Lögð var fram fundargerð 48. (14.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 28. ágúst 2003 og var hún í 7 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Árni Einarsson.
Vegna 1. liðs fundargerðarinnar var bæjarstjóra falið að ganga frá endanlegum samningi ásamt bæjarlögmanni og leggja hann fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
4. Lögð var fram fundargerð 290. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 21. ágúst 2003 og var hún í 8 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
5. Lögð var fram fundargerð 159. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 21. ágúst 2003 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsd og Ásgerður Halldórsdóttir.
Neslistinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar NESLISTANS beina því til forseta bæjarstjórnar að vísa fundargerð Umhverfisnefndar nr. 159 dags. 21. ágúst 2003 á ný til nefndarinnar til lögformlegrar afgreiðslu. Fundargerðin er haldin formgöllum, í fyrsta lagi er fundargerðin óundirrituð en það er brot á 49. gr. sbr. 32. gr samþykktar um stjórn og fundarsköp Seltjarnarneskaupstaðar. Í öðru lagi er tillaga NESLISTANS ásamt greinargerð um “Varðveislu, merkingar og kynningar á náttúru- og menningarminjum á Seltjarnarnesi” lögð fyrir fundinn án þess að tillagan sé birt í fundargerðinni. Verður að gera þá kröfu til formanna nefnda að þeir hlutist til að fundargerðir nefnda, ráða og stjórna séu í lögmætu formi áður en þær eru lagðar fyrir bæjarstjórn. Þetta hlýtur að vera metnaðarmál hjá bæjarfélagi sem vill viðhafa agaða og vandaða stjórnsýslu.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson
(sign) (sign) (sign)
Fundargerðinni var vísað aftur til nefndarinnar vegna formgalla.
6. Lögð var fram fundargerð 273. (12.) fundar æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 19. ágúst 2003 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
7. Lögð var fram fundargerð 27. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 4. september 2003 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir Ásgerður Halldórsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
8. Lögð var fram fundargerð 5. fundar ársins 2003 hjá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, dagsett 19. ágúst 2003 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
9. Lögð var fram fundargerð 193. fundar stjórnar SORPU bs. dagsett 28. ágúst 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
10. Lögð var fram fundargerð 28. fundar stjórnar Strætó bs. dagsett 29. ágúst 2003 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir og Inga Hersteinsdóttir
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
11. Lögð var fram fundargerð 705. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 22. ágúst 2003 og var hún í 39 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
12. Lögð var fram fundargerð 7. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 29. ágúst 2003 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
13. Lögð var fram fundargerð 16. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 28. ágúst 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
14. Lögð var fram fundargerð 17. fundar samstarfsnefndar Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 29. ágúst 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
15. Lögð var fram fundargerð 188. fundar Launanefndar sveitarfélaga dagsett 13. ágúst 2003 og var hún í 11 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
16. Lögð var fram fundargerð 33. stjórnarfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 2. júní 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
17. Lögð var fram fundargerð 34. stjórnarfundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dagsett 15. ágúst 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
18. Nýr fulltrúi Seltjarnarnesbæjar í Bláfjallanefnd var tilnefndur Egill Jóhannsson Selbraut 24 og til vara Ingimar Sigurðsson Selbraut 70.
19. Lögð voru fram svör formanns skipulags- og mannvirkjanefndar við spurningum fulltrúa Neslista á 578. fundi bæjarstjórnar samkvæmt lið 3 í fundargerðinni.
1. Starf skipulags- og mannvirkjanefndar byggir á samþykkt um stjórn og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar og lögum um sveitarstjórnir nr. 45/1998. skv. 6. mgr. 40. gr. laganna er heimilt að kjósa sérstakar nefndir til að vinna að einstökum málefnum. Gera verður greinarmun á nefndum sem skipaðar eru af bæjarstjórn og vinnunefndum sem ráð og nefndir ákveða að skipa. Skipan “ad hoc” eða tímabundinna nefnda er þeim að sjálfsögðu heimil og fellur undir frelsi og forræði nefnda til að ráða skipulagi vinnu sinnar að þessu leyti. Skipun tímabundinna undirnefnda, verk- og vinnuhópa er alþekkt fyrirbrigði í stjórnsýslu hins opinbera og á sér langa hefð í stjórnsýslu Seltjarnarnesbæjar. Sé einungis litið til yfirstandandi kjörtímabils er nærtækast að vísa í undirbúningshóp íbúaþingsins sem var þannig skipaður, vinnuhóp í sérkennslu, vinnuhóp í öldrunarmálum, vinnuhóp um mótun fjölskyldustefnu, vinnuhóp um endurgerð Bygggarðavarar, vinnuhóp um byggingu nýs leikskóla og byggingarnefndir Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla. Vinnuhópurinn sem vísað er til er skipaður tveimur fulltrúum meirihluta og einum fulltrúa minnihluta. Framkvæmdastjóri tæknisviðs er starfsmaður vinnuhópsins og bæjarstjóri situr fundi hans á grundvelli 54. gr. Bæjarmálasamþykktar Seltjarnarneskaupstaðar en þar segir m.a. að bæjarstjóri hafi rétt til setu á fundum nefnda með málfrelsi og tillögurétt.
2. Fulltrúar fá greitt skv. undirnefndataxta bæjarins.
3. Það er mat fulltrúa meirihluta að umrædd tillaga hafi verið nokkuð vanhugsuð og einkennast af samtíningi af málum sem ýmist eru í farvegi eða eru ótímabær. Fulltrúar meirihlutans telja affarasælast og faglegast að fagmenn og sérfræðingar komi að þarfagreiningu skipulagsvinnunnar. Tillagan var því felld til að skapa ráðgjöfum bæjarins og sérfræðingum eðlilegt svigrúm.
Inga Hersteinsdóttir, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar.
(sign.)
Fundi var slitið kl. 18:25