Miðvikudaginn 15. desember 2021 kl. 08:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Magnús Örn Guðmundsson (MÖG) og Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) sátu fund í gegnum Teams.
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 – síðari umræða – lögð fram.
Lögð var fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árið 2022.
Fjárhagsáætlun 2022 var unnin af fjármálastjóra og sviðstjórum bæjarins, með það að leiðarljósi að styðja vel við grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Þetta verklag hefur gefist vel og undirstrikar skilning stjórnenda stofnana á fjármálum bæjarins. Vil ég þakka starfsmönnum bæjarins gott samstarf á liðnu ári. Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2023-2025.
Forsendur fjárhagsáætlunarinnar gera ráð fyrir að verðbólga verði 3 % frá upphafi til loka ársins 2022.
Forsendur við gerð fjárhagsáætlunar 2022 er m.a.:
Álagningarhlutfall útsvars verði 13,70 með vísan til 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Fasteignagjöld:
A-hluti – íbúðarhúsnæði, álagningarhlutfall 0,175% af fasteignamati
B-hluti – opinbert húsnæði, álagningarhlutfall 1,32% af fasteignamati
C-hluti – atvinnuhúsnæðis og óbyggðs lands, álagningarhlutfall 1,1875% af fasteignamati.
D-Lóðarleiga: A-hluta 0,40% og B-hluta 1,75% af lóðarhlutamati
Vatnsgjald: Álagningarhlutfall 0,09% af fasteignamati húsa.
Fráveitugjald: Álagningarhlutfall 0,15% af fasteignamati húsa.
Sorp- og urðunargjald kr. 49.000,- á hverja eign
Laun eru hækkuð til samræmis við gildandi kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga við þau stéttarfélög sem starfsmenn Seltjarnarnesbæjar taka laun samkvæmt.
Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúa á árinu.
Bókun bæjarstjóra:
Fjárhagsáætlun 2022 var unnin í samvinnu allra bæjarfulltrúa, með það að leiðarljósi að styðja vel við grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu. Þetta verklag gafst vel og undirstrikar skilning bæjarfulltrúa á fjármálum bæjarins, sem þeir bera ábyrgð á. Vil ég þakka gott samstarf í bæjarstjórn á liðnu ári og starfsmönnum bæjarins fyrir að gæta skilvirkni í rekstri bæjarins. Við fjárhagsáætlunargerðina var einnig litið til 3ja ára áætlunar bæjarfélagsins fyrir árin 2023-2025.
Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Til máls tóku: KPJ, SB, BTÁ, ÁH, MÖG, GAS, SEJ
Minnihluti leggur til breytingartillögu á útsvari fyrir árið 2022.
Breytingatillaga – útsvar.
Lagt er til breytingu á forsendum við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Útsvar: Álagningarhlutfall fari úr 13,70% yfir í 14,48%.
Greinargerð
Ósjálfbær rekstur
Miðað við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og að teknu tilliti til afkomu síðustu ára er ljóst að rekstur Seltjarnarnesbæjar er ekki sjálfbær.
Fjárhagsáætlanir undanfarinna ára hafa verið mjög ónákvæmar. Þannig var rekstur bæjarins að meðaltali 204 milljónum króna lakari en áætlun gerði ráð fyrir á árabilinu 2015-2020. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista telja í hæsta máta óábyrgt að leggja upp í árið 2022 með fjárhagsáætlun, sem litlar líkur eru á að standist.
Uppsafnaður halli A-hluta
Miðað við forsendur fjárhagsáætlunar myndi það skila 191 milljón á næsta ári að hækka útsvar upp i 14,48%
Þannig verður vænt rekstrarniðurstaða ársins jákvæð um 196.310 þúsund króna, sem skapar svigrúm til að mæta óvæntum útgjöldum og greiða niður skuldir sem byggst hafa upp, en uppsafnaður halli A-hluta á kjörtímabilinu stendur nú í 708 milljónum króna.
Skuggalegt skuldahlutfall
Skuldahlutfall bæjarins verður að óbreyttu 142% á komandi ári, sem er það hæsta sem sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu státar af. Skuldaviðmið bæjarins var 80% í upphafi kjörtímabils.
Snúum vörn í sókn
Þá skapar rúm rekstrarafkoma svigrúm fyrir nýja bæjarstjórn til að snúa vörn í sókn í þjónustu bæjarins við börn og fullorðna Seltirninga.
A-hluti 2022 RVK KÓP HFJ GBÆ SEL MOS Skuldaviðmið 81% 0% 0% 94% 88% 92% Heildarskuldir og skuldbindingar - skuldahlutfall 115% 122% 135% 121% 142% 124%
Minnihluti leggur til breytingu á breytingartillögu að útsvar fari í 14.09%
Til máls tóku: ÁH, BTÁ, SEJ, KPJ, GAS, SB, MÖG.
Tillagan borin upp til samþykktar um breytingu á útsvari í 14,09%
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á útsvari fyrir árið 2022 með fjórum atkvæðum. gegn þremur.
Bókun forseta bæjarstjórnar Magnúsar
Hækkun skatta á íbúa á þessum tímapunkti er svo mikil vitleysa að engu tali tekur. Engu sveitarfélagi dettur slíkt í hug í ljósi ástandsins. Hjá minnihlutanum kveður við sama tóm og venjulega, hækkun skatta á að leysa allan vanda. Þrátt fyrir það er útsvar á hvern Seltirning eitt það hæsta á landinu. Jafnframt blasa við tækifæri til hagræðingar áður en hækka þurfi skatta. Nýtt er þó að sjá fulltrúa meirihlutans, Bjarna Torfa Álfþórsson, svíkja kjósendur Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti og um leið stinga samherja sína í bakið.
Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Forseti bar upp fjárhagsáætlun ársins 2022 til samþykktar.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum, þremur atkvæðum minnihlutans og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Bjarna Torfa Álfþórssonar, þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti.
Bókun: Sigrún Edda gerði grein fyrir atkvæðum meirihlutans. Svo því sé haldið til haga þá samþykkjum við framlagða fjárhagsáætlun er snýr að útgjöldum sem er framlögð fjárhagsáætlun meirihluta eins og við leggjum hana fyrir. En við styðjum ekki hækkun útsvars og því ekki tekjulið áætlunarinnar með áorðnum breytingum.
Breytingartillaga á fjárhagsáætlun - Sumarstörf námsmanna
Lagt er til að fallið sé frá niðurskurði á sumarstörfum námsmanna og að liður 11-030-1660 Laun sumarfólks og liður 11 400 1660 Vinna sumarfólks verði sama upphæð og áætluð var árið 2019.
Liður 11-030-1660 Laun sumarfólks breytist þá úr 13.725.549 aftur í 45.173.830
Liður 11 400 1660 Vinna sumarfólks breytist þá úr 12.190.333 aftur í 18.658.205
Breytingin er fjármögnuð með uppfærðri útsvarsprósentu.
Greinargerð
Undirrituð leggja til að fallið verði frá 70% niðurskurði á sumarstörf námsmanna á umhverfissviði. Seltjarnarnesbær hefur frá fjármálahruninu 2008 ráðið inn alla námsmenn sem sótt hafa um störf hjá bænum og virkjað þá í viðhald, sláttur og fegrun á bænum okkar. Með þessu hefur sveitarfélagið stuðlað að virkni og tryggt atvinnuþátttöku námsmanna á Seltjarnarnesi á sama tíma og dregið er úr kostnaði vegna útboðinna verka tengdum garðyrkju og viðhaldi.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Karl Pétur Jónsson - Bæjarfulltrúi Viðreisnar Neslista
Tilagan borin upp.
Tillagan fell með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Lögð var fram til síðari umræðu 3ja ára fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2023-2025.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og stofnana hans fyrir árin 2023-2025.
Til máls tóku: GAS, MÖG, ÁH, SB
Breytingartillaga við 3ja ára fjárhagsáætlun 2023 - 2025 - Fjárfestingar
Endurgerð við skólalóðar Grunnskóla Seltjarnarness
Lagt er til að bætt verði við liðnum endurgerð skólalóðar Grunnskóla Seltjarnarness og settar 75 milljónir árið 2023 og 25 milljónir árið 2024. Samtals 100 milljónir
Greinargerð
Skólalóð Mýrarhúsaskóla er að mestu leiti malbikað plan og er knattspyrnuvöllur og önnur tæki sem á henni eru komin vel til ára sinna. Áður var framboð af leiktækjum, körfuboltakörfum og fótboltavöllum talsvert meira en það er í dag og í sveitarfélagi þar sem aðeins er einn grunnskóli mætti halda að hægt væri bæta skólalóðina og halda henni við á milli ára. Seltirningar þekkja vel til nýlegra endurbóta á Grandaskóla en börn í Mýrarhúsaskóla ákveða oft að hittast þar frekar en í sveitarfélaginu sínu til að leika sér og fara í fótbolta. Á lóð Grandaskóla var skipt um allt undirlag, keypt voru ný leiktæki á alla lóðina, körfuboltavöllur með mjúku undirlagi var settur upp ásamt nýjum gervigrasvelli þar sem hægt er að spila á þremur völlum í einu. Við höfðum samband við Reykjavíkurborg og fengum þær upplýsingar að sú framkvæmd hafi kostað á bilinu 150-200 milljónir. Tillagan okkar gerir ráð fyrir að ráðast í hugmyndavinnu með nemendum grunnskólans og kennurum um hvernig skólalóðin ætti að líta út. Hægt væri að hefja endurnýjun að hluta á næsta ári og klára svo almennilega enduruppbyggingu á næstu árum.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Karl Pétur Jónsson - Bæjarfulltrúi Viðreisnar / Neslista
Tillagan borin upp.
Bæjarstjórn fellir breytingatillögu með 4 atkvæðum gegn 3.
Bókun minnihlutans:
Rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur á síðustu árum verið ósjálfbær, fyrir Covid og til þess dags. Tekjur hafa ekki dugað fyrir útgjöldum sem hefur leitt til hallareksturs og lántöku. Í stað þess að vera sveitarfélag sem stendur undir grunnrekstrinum og á fyrir framkvæmdum og viðhaldi þá hefur Seltjarnarnesbær þurft að fjármagna framkvæmdir með lánum og rekstur á yfirdrætti.
Tilllaga Sjálfstæðismanna að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2022 gerði ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri bæjarins en á síðustu fjórum árum hefur bærinn þrisvar verið rekinn með halla og stefnir allt í að árin 2021 og 2022 yrði það einnig. Tillaga næsta árs gerði ráð fyrir 1,5 milljón króna afgangi sem er 0,04% af rekstrargjöldum bæjarins. Sú tala bar þess merki að það eru kosningar á næsta ári og allt kapp hafði verið lagt á að láta áætlunina ganga upp, á blaði. Dæmi er um að fastir kostnaðarliðir sem bærinn hefur litla stjórn á eru lækkaðir um tugi milljóna án þess að nokkur rök séu færð fyrir því hvernig eigi að ná fram þeirri lækkun. Einnig var lagt upp með að skera niður 70% af öllum sumarstörfum bæjarins á umhverfissviði til að spara 46 milljónir króna.
Skuldir A sjóðs hafa næstum þrefaldast á kjörtímabilinu og taprekstur bæjarins eykur skuldir bæjarins á hverju ári ásamt því að ekkert svigrúm er til viðhalds eða nýrra framkvæmda án þess að taka enn frekari lán.
Það er hlutverk okkar sem sitjum í bæjarstjórn að lesa í stöðuna og bregðast við henni af ábyrgð og festu. Það tekju- og útgjaldamódel sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram er ekki sjálfbært og áframhaldandi niðurskurður og gjaldskrárhækkanir njóta ekki stuðnings íbúa. Við vinnu fjárhagsáætlunar 2022 lögðum við í minnihlutanum fram tillögur um að ná jafnvægi í rekstur bæjarins ásamt því að endurvekja og falla frá 70% niðurskurði á sumarstörf námsmanna.
Samþykkt var tillaga um uppfærslu á útsvari í 14,09%, sem auka mun tekjur bæjarins um 96 milljónir og losa nokkuð þá spennitreyju sem fjárhagur bæjarins hefur verið í. Því miður var tillaga okkar um að falla frá 70% niðurskurði á sumarstörfum námsmanna felld.
Við samþykkjum áætlun með breyttum forsendum en hörmum að tillagan um að sumarstörf námsmanna hafi verið felld. Við munum beita okkur að því á næsta ári að tryggja unga fólkinu á Nesinu sumarstörf líkt og síðastliðin ár.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Karl Pétur Jónsson - Bæjarfulltrúi Viðreisnar / Neslista
-
Fundargerð 125. fundar Bæjarráðs. Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðs nr.125 voru borin upp til staðfestingar:
Liður 2. 2021100040 - Kirkjubraut 20 – Opnun tilboða í byggingu sambýlis
Eftirfarandi tilboð lögð fram:
Bjóðandi UpplesiðKr. mvskEftir yfirferð
kr mvsk% af lægsta
%Húsasmíði ehf. 292.500.000 292.500.000 100,0% Sérverk ehf. 293.359.285 294.746.785 100,8% Kostnaðaráætlun 303.386.995 303.386.995 103,7% Afltak ehf. 339.284.008 340.359.008 116,4% Flotgólf ehf 348.205.278 351.055.278 120,0% Snorri ehf 358.360.480 358.036.048 122,4% Og synir ehf 359.354.839 359.354.839 122,9% Alefli ehf. 385.374.043 385.374.043 131,8% Spöng ehf. 424.470.000 424.470.000 145,1%
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Húsasmíði ehf.
Samþykktin er með fyrirvara um, að tilboðið uppfylli alla skilmála útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 10 liðum.
Fundargerð 126. fundar Bæjarráðs. Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðs nr.126 voru borin upp til staðfestingar:
Liður 4. 2021120150 Lántaka Strætó bs.
Erindi Strætó bs. þar sem þess er óskað að samþykkt verði einföld ábyrgð, veðsetning tekna til tryggingar ábyrgðar og umboð til að undirrita lán Lánasjóðs sveitarfélaga og Arion banka til Strætó bs.
Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar samþykkir á 126. fundi þann 9. desember 2021 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000 með lokagjalddaga 15. ágúst 2029, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til fjárfestingar í rafmagnsvögnum til endurnýjunar í flota Strætó bs með það að markmiði að lækka kolefnisspor Strætó, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaganna nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, kt. 060656-5929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Með sama hætti samþykkir bæjarráð beiðni Strætó bs. að veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds til tryggingar ábyrgðar á rekstrarláni að fjárhæð kr. 300.000.000 hjá Arion banka til fimm ára, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 5. 2021060098 - Reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum
Á fundi skólanefndar nr. 317, sem haldinn var 24.11.2021 voru reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum samþykktar og vísað til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir tillögur skólanefndar um endurskoðaðar reglur um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Liður 6. 2021120151 Lánaheimild 2021-2022
Fjármálastjóri gerði grein fyrir tillögu um lánalínu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.100.000.000.-, verðtryggt með 1,52% föstum vöxtum, vegna framkvæmda ársins og næsta árs. Lánið er jafngreiðslulán til 34 ára. Lagt er til að draga strax á lánalínuna og taka 400 mkr. núna fyrir áramótin. Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar til staðfestingar, fyrir liggja drög að lánasamningi.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka tvö lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Langtímalán kr. 330.000.000, með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2112_96 sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.
Langtímalán kr. 70.000.000, með lokagjalddaga þann 23. mars 2040, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2112_95G sem bæjarstjórn hefur kynnt sér. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Eru lánin tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, kt. 060656-5929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 8 liðum.
Til máls tóku: GAS, MÖG
-
Fundargerð 120. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 120 voru borin upp til staðfestingar:
Liður 1. 2018100198 - Suðurmýri 40-46 - beiðni um breytingu á heitum og númerum
Lagðar fram athugasemdir við grenndarkynningu vegna breytingar á deiliskipulagi Kolbeinsstaðarmýrar, breyting vegna Suðurmýrar 40-46. Athugasemdir eru gerðar við niðurröðun húsnúmera.
Skipulags- og umferðarnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að laga deiliskipulagstillöguna í samræmi við framkomnar athugasemdir og auglýsa breytinguna í B-deild stjórnartíðinda. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.
Liður 4. 2021120078 - Deiliskipulag Stranda - breyting vegna Fornustrandar 8
Lögð fram umsókn Kjartans Ingvarssonar, dagsett 7. desember, 2021, þar sem sótt er um heimild til að breyta deiliskipulagi Stranda vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Fornuströnd 8. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,30 í 0,31. Hámarksbyggingarmagn eykst úr 265,2 m2 í 275,7m2.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.
Liður 5. 2021120017 - Barðaströnd 51 - umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kristjáns Eggertssonar fyrir hönd Kjarneplisins ehf., dagsett 1. desember, 2021, þar sem sótt er um að breyta gluggum og landhæðum ásamt því að reisa stoðveggi og setja heitan pott á lóðinni Barðaströnd 51.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina, samræmist deiliskipulagi Stranda og ákvæðum laga nr. 160/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.
Liður 8. 2021120052 - Húsnæðisáætlun Seltjarnanesbæjar 2021 - kynning
Kynnt drög að rafrænni húsnæðisáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir áætlunina og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags-og umferðarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 8 liðum.
-
Fundargerð 317. fundar Skólanefndar. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 153. fundar Menningarnefndar. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 148. fundar Veitustofnunar. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 64. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 395. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 231. og 232. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 103. fundar Svæðisskipulagsnefndar. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 348. fundar stjórnar Strætó bs. Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók: SEJ
-
Fundargerð 460. fundar stjórnar Sorpu. Fundargerðin lögð fram.
-
Tillögur og erindi:
a) Lögð fram breyting á yfirkjörstjórn Seltjarnarnesbæjar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022.
Pétur Kjartansson kt. 151148-4179, aðalmaður , Bollagarðar 26, 170 Seltjarnarnesi.
Erlendur Gíslason kt. 111266-3369, varamaður, Bollagarðar 24, 170 Seltjarnarnesi.
Samþykkt samhljóða.
b) Samþykkt um Heilbrigðiseftirlit fyrir Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes lagt fram.
Samþykkt samhljóða.
c) Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2022.
Bæjarstjórnarfundir á árinu 2022 verða á eftirtöldum dögum:
26. janúar, 9. og 23. febrúar, 9. og 23. mars, 13. og 27. apríl, 11. og 25. maí, 8. og 22. júní, 24. ágúst, 14. og 28. september, 12. og 26. október, 9. og 23. nóvember og 14. desember.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10:03