Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 kl. 17:06 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 – fyrri umræða – lögð fram.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2022-2025. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.Bæjarstjóri lagði til að vísa frumvarpinu til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk.
Samkvæmt frumvarpinu eru niðurstöður A og B hluta þessar:
2022:
Tekjur: 5.139 þús. m.kr.
Gjöld: 4.826 þús. m.kr.
Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta: 314 m.kr.
Afskriftir: 189 m.kr.
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): -123 m.kr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð: 1,5 m.kr.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til frekari vinnu í bæjarráði.Til máls tóku; ÁH, SB, KPJ, GAS, MÖG, SEJ
3ja ára áætlun árin 2023-2025 – fyrri umræða – lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2023-2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk. og til frekari vinnslu í bæjarráði.
-
Fundargerð 124. fundar Bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðin sem er í 10 tl. er samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 124, var bornir upp til staðfestingar.
2021100133 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2022.
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dags. 20.10.2021 varðandi breytingu á gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 15.10.21 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 5 í fundargerð
-
Fundargerð 429. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS
-
Fundargerðir 459. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 35. Eigendafundar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 346. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Fundi slitið kl. 17:42