Fara í efni

Bæjarstjórn

10. nóvember 2021

Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 kl. 17:06 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 – fyrri umræða – lögð fram.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2022-2025. Bæjarstjóri lagði fram greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.

    Bæjarstjóri lagði til að vísa frumvarpinu til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk.

    Samkvæmt frumvarpinu eru niðurstöður A og B hluta þessar:

    2022:

    Tekjur: 5.139 þús. m.kr.
    Gjöld: 4.826 þús. m.kr.
    Niðurstaða án fjármagnsliða og afskrifta: 314 m.kr.
    Afskriftir: 189 m.kr.
    Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): -123 m.kr.
    Rekstrarniðurstaða jákvæð: 1,5 m.kr.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn og til frekari vinnu í bæjarráði.

    Til máls tóku; ÁH, SB, KPJ, GAS, MÖG, SEJ

    3ja ára áætlun árin 2023-2025 – fyrri umræða – lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2023-2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 24. nóvember nk. og til frekari vinnslu í bæjarráði.

  2. Fundargerð 124. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
    Fundargerðin sem er í 10 tl. er samþykkt samhljóða.

    Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 124, var bornir upp til staðfestingar.
    2021100133 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2022.
    Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dags. 20.10.2021 varðandi breytingu á gjaldskrá. Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 15.10.21 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 5 í fundargerð

  3. Fundargerð 429. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GAS

  4. Fundargerðir 459. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 35. Eigendafundar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 346. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands ísl. Sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið kl. 17:42

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?