Miðvikudaginn 8. september 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson(KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson(GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Bjarni Torfi Álfþórsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 121. fundar bæjarráðs lögð fram.
Fundargerðin sem er í 11 tl. er samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 121, voru bornir upp til staðfestingar.
Viðauki 4 við fjárhagsáætlun.
Bæjarstjórn samþykkir, 3. tl. fundargerðar 121, viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 11.624.230,- vegna framlaga Seltjarnarnesbæjar við Samgöngusáttmálann, Betri samgangna ohf. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 3 í fundargerð, viðauka 4.
Viðauki 5 við fjárhagsáætlun.
Bæjarstjórn samþykkir, 11. tl. fundargerðar 121, viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 50.000.000.- vegna framkvæmda við nýja fráveitulögn frá Bygggörðum að stjórnstöð við Eiðsgranda, samhliða því er byggður staðsteyptur niðurgrafinn dælubrunnur við Lindarbraut sem veitir frárennslinu í hreinsistöðina við Eiðsgranda. Kostnaður þessi skal greiddur af Fráveitu Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 11 í fundargerð, viðauka 5.
Bæjarstjórn samþykkir, 9. tl. fundargerðar 121, Málsnúmer 2021050124 – Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir.
Drög að reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa lagðar fram til afgreiðslu. Ráðgjafateymi í málefnum fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, fjölskyldunefnd og notendaráð fatlaðs fólks hafa fjallað um drögin og vísa þeim nú til bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir ofangreindar reglur sem taka gildi frá og með 1. janúar 2022.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 9 í fundargerð, viðauka 5.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 11 liðum.
Til máls tóku: KPJ
-
Fundargerð 315. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, KPJ, GAS
Bókun Samfylkingar:Nú þegar september er að verða hálfnaður er staðan sú að enn er ekki búið að opna allar deildir og taka inn þau börn sem lofað var leikskólaplássi síðastliðið vor. Þetta er hópur sem bætist við þann hóp barna sem var lofað leikskólaplássi í Leikskóla Seltjarnarness sem voru ekki til og enn er beðið eftir að nýstofnaður ungbarnaleikskóli verði opnaður utan um þann hóp.
Þessi staða ásamt þeirri óvissu sem henni fylgir, hefur í för með sér gríðarlegt álag og tjón fyrir þær fjölskyldur sem um ræðir. Það er vont að lesa úr bréfum foreldra að þau fá ekki upplýsingar eða þær berast mjög seint. Erfitt hefur reynst foreldrum að ná í bæjarstjóra og aðra stjórnendur hjá sveitarfélaginu til þess að sækja þær upplýsingar sem þau vantar.
Það var mikið rætt um þetta mál á skólanefndarfundi 25. ágúst og þar kom fram að bæta þyrfti aðbúnað starfsfólks og að andinn væri slæmur meðal starfsfólks eftir samráðsleysi við leikskólann í vor ásamt sviknum loforðum meirihlutans þegar kemur að byggingu nýs leikskóla og viðhaldi á núverandi húsnæði. Á fundinum var einnig rætt um að djassa upp atvinnuauglýsingar bæjarins sem eru nokkuð vélrænar en við erum í samkeppni um starfsfólk við aðra aðila sem leggja metnað í að ná til fólks með auglýsingum sínum. Við þessu var ekki brugðist og sama auglýsing birtist helgina eftir fundinn og hafði birst helgina fyrir fundinn þrátt fyrir að hún hafi ekki skilað einni umsókn.Það er ekki hægt annað en að benda á það slæma mynstur sem birtist í samskiptum sveitarfélagsins við foreldra leikskólabarna. Við vorum að ræða það síðast í vor að skortur væri á upplýsingum til þeirra foreldra sem lofað var leikskólaplássi án samráðs við leikskólastjóra Seltjarnarness og svipuð umræða var uppi árið 2018 þegar leikskólinn var sprunginn börnum lofað plássi sem ekki var til.
Það sýna allir leikskólanum skilning að það getur verið flókið að manna þegar umsóknir berast ekki. Það er samt lítill skilningur á annars vegar skorti af upplýsingum og samskiptum bæjarins við foreldra og hins vegar hversu lítill metnaður er lagður í laða til sín starfsfólks með atvinnuauglýsingum, færslum á samfélagsmiðlum eða með boð um bætt kjör. Það er gríðarlega mikilvægt að framkvæmdastjóri bæjarins taki höndum saman við stjórnendur leikskólans og leggist af fullum þunga í að manna leikskólann og standa við þá þjónustu sem bærinn hefur lofað bæjarbúum.
Að því loknu þarf bæjarstjórnin að setjast niður og móta stefnu og aðgerðaráætlun hvernig við ætlum að koma í veg fyrir að þessi staða sé sífellt að koma upp aftur og aftur.
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
-
Fundargerð 428. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 152. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 453. fundar Fjölskyldunefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 340.-343. fundar Stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 451. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 900. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
-
Vegna 120. fundur bæjarráðs
Staðfesting á lánaheimild sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar nr. 932.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 450.000.000, til allt að 20 ára. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að rástöfun lánsins falli að henni.
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við hitaveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, kt. 060656-4929, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Seltjarnarnesbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Til máls tóku: GAS,
-
Lögð fram breyting á nefndarskipan.
Skipulags- og umferðarnefnd
Aðal: Karen María Jónsdóttir - Miðbraut 1 - 1012755319
Umhverfisnefnd
Vara: Karen María Jónsdóttir - Miðbraut 1 - 1012755319
Svæðisskipulagsnefnd SSH:
Aðal: Karen María Jónsdóttir - Miðbraut 1 - 1012755319
Vara: Stefán Bergmann - 0207424889 - Hamarsgötu 2
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða
Fundi slitið kl. 17:19