Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð bæjarráðs nr. 120 frá 24/06/2021 lögð fram.
Fundargerðin sem er í 6 tl. er samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi liðir í fundargerð Bæjarráðsfundar nr. 120, voru bornir upp til staðfestingar.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun.
Bæjarstjórn samþykkir, 1. tl. fundargerðar 120, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 450.000.000,- vegna endurborunnar á nýrri neysluholu fyrir hitaveitu Seltjarnarness. Kostnaðarauka mætt með lántöku.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 1 í fundargerð, viðauka 2.
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun.
Bæjarstjórn samþykkir, 3. tl. fundargerðar 120, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2021 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 37.400.000,- vegna lagningar nýs göngu- og hjólastígs meðfram Seltjörn. Kostnaðarauka mætt með lækkun á handbæru fé.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lið 3 í fundargerð, viðauka 3.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 6 liðum.
Til máls tóku: ÁH, GAS
-
Fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 116 frá 12/08/2021 lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð voru borin upp til staðfestingar:
Mál nr. 2020120322 Heiti máls: Bakkahverfi, deiliskipulag – Melabraut 16 – breyting á deiliskipulagi.
Lýsing: Óskað er eftir því að heimila hækkun á Melabraut 16 í samræmi við nærliggjandi húsnæði. Byggð yrði inndregin 3. hæð með einhallandi þaki í stað núverandi valmaþaks. Með þessari breytingu verður Melabraut 16 í samræmi við önnur hús í götunni og í samræmi við götumynd Melabrautar. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdir bárust ekki.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir breytingu á deiliskipulagi dags. 24.2.2021 sbr. 43.gr. laga nr. 160/2010.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Mál nr. 2021040001 Heiti máls: Barðaströnd 20 – umsókn um byggingarleyfi.
Lýsing: Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta einbýlishúsinu.
Afgreiðsla: Umsókn samþykkt, samræmist deiliskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Mál nr. 2020040221 Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – Aflétting hverfisverndar á hús nr. 3, 5, 7, 9 og 11 við Bakkavör.
Lýsing: Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bakkavör 3-11, Seltjarnarnesi dags. 25.8.2020.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir skilmálabreytingu á deiliskipulagsbreytingu fyrir Bakkavör 3-11 dags. 25.8.2020, aflétting hverfisverndar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Mál nr. 2021070125 Heiti máls: Suðurmýri 60.
Lýsing: Sótt er um breytingu á útliti húss.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að þakform húss sé samkvæmt deiliskipulagi.
Til máls tóku:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 7 liðum.
-
Fundargerð 314. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: SB, SEJ, ÁH, KPJ, GAS, MÖG
Bókun Samfylkingar vegna liðar 4 í fundargerð Skólanefndar númer 314.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga lýsa furðu yfir þeim vinnubrögðum meirihlutans að stofna nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Stofnun nýs leikskóla á Seltjarnarnesi er skýr breyting á stefnu um einn leikskóla sem núverandi meirihluti hefur fylgt undanfarin áratug og það án nokkurs samráðs við fagfólk bæjarins eða umræðu á pólitískum vettvangi.
Það hefur verið ljóst lengi að Leikskóli Seltjarnarness var sprunginn. Sú staðreynd virðist alltaf koma núverandi meirihluta á óvart eins og birtist í vor þegar ekki voru til pláss til að taka á móti þeim börnum sem eiga að rétt á plássi samkvæmt gildandi stefnu bæjarins. Ekkert plan var til staðar eða fyrirhyggja til að koma í veg fyrir vandamálið og því í anda núverandi stjórnar var farið í að slökkva elda.
Allt þetta ferli hefur einkennst af flýti og flausturslegum vinnubrögðum. Eins og fram kemur í bókun minnihluta í Skólanefnd hefur ekki átt sér stað vönduð þarfagreining, ekkert samstarf er við fagfólk í Leikskóla Seltjarnarness og engin umræða um málið á pólitískum vettvangi, hvorki í Skólanefnd, né á vettvangi bæjarráðs eða bæjarstjórnar.
Við höfum nokkrar spurningar varðandi þessa framkvæmd.
Hefur stofnun nýs leikskóla einhver áhrif á þá stefnu hefur verið í gildi um að byggja einn stóran leikskóla á Seltjarnarnesi?
Hvernig er staða húsnæðis? Er búið að ástandsskoða húsnæðið og tryggja að það sé heilnæmt? Er umhverfið í samræmi við kröfur um starfsumhverfi kennara og barna?
Aðgengi. Aðgengi að Gamla Mýrahúsaskóla er ekki gott, þarna er mikil umferð alla morgna í grunnskólann og má búast við öngþveiti með nýjum leikskóla. Er eitthvað sem verið er að vinna til að koma í veg fyrir það?
Leiksvæði. Hvar verður leiksvæði barnanna og hvaða plön eru í gangi um það?
Sigurþóra Bergsdóttir - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Guðmundur Ari Sigurjónsson - Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
-
Fundargerð 307. fundur Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 145. og 146. fundar Veitustofnana
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 393. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 62. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 526. og 527. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerðir 340. og 342. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 31. eigendafundar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 53. fundar Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 228. fundar stjórnar SHS bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerðir 449. og 450. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Fundargerð 33. Eigendafundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi: -
Lögð fram breyting á yfirkjörstjórn Seltjarnarnesbæjar fyrir komandi Alþingiskosningar 25/09/2021.
Í stað Davíðs B. Gíslasonar komi Pétur Kjartansson inn sem aðalmaður.
Pétur Kjartansson, kt. 151148-4179, Bollagarðar 26, 170 Seltjarnarnesi.
Bæjarstjórn staðfestir breytinguna.
Fundi slitið kl. 17:30