Fara í efni

Bæjarstjórn

23. júní 2021

Miðvikudaginn 23. júní 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Karen María Jónsdóttir (KMJ).

Fundargerð ritaði: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð bæjarráðs nr. 119 frá 10/6/21 lögð fram.
    Liður 7 í fundargerð tekin fyrir: Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að ráða Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóra Skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar frá og með 1. september nk.

    Fundargerðin sem er í 7 tl., er samþykkt samhljóða.

  2. Fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 115 frá 10/6/21 lögð fram.
    Eftirfarandi liðir í fundargerð voru borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2021040319
    Heiti máls: Vesturströnd 12 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sótt er um að byggja einbýlishús með bílskýli.
    Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2021040187
    Heiti máls: Sólbraut 3 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að byggja garðskála á norðvesturhlið hússins.
    Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2021030225
    Heiti máls: Tjarnarstígur 10 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sótt er um leyfi til að reisa bílskúr á nýjum byggingarreit.
    Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Mál nr. 2021050230
    Heiti máls: Bollagarðar 107 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi fyrir þakkvist
    Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist deiliskipulagi og lögum nr. 160/2010.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Til máls tóku:BTA, GAS.

    Bæjarstjórn þakkar Einari Má sviðsstjóra fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

  3. Fundargerð Menningarnefndar nr. 151 frá 16/6/21 lögð fram.
    Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG.

  4. Fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks nr. 1 frá 15/6/21 lögð fram.

  5. Fundargerð stjórnar SSH nr. 525 frá 7/6/21 lögð fram.

  6. Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. Nr. 447 og 448 frá 15/4/21 og 21/5/21 lagðar fram.
    Til máls tóku: GAS, BTÁ.

  7. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar nr. 100 og 101 frá 14/5/21 og 11/6/21 lagðar fram.

  8. Fundargerð Sambands ísl. Sveitarfélaga nr. 899 frá 11/6/21 lögð fram.

  9. Fundargerð eigendafundar Strætó bs nr. 31 frá 15/6/21 lögð fram.

    Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fund í júlí vegna sumarleyfa. Til máls tóku: GAS,MÖG.

Fundi slitið kl. 17:14


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?