Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
- Fundargerð 113. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðun sem fram kom í fundargerðinni sem er 1 tl. er staðfestur samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu þessa fundargerðar.
Til máls tóku : KPJ, ÁH, GAS, SB, BTÁ, SEJ.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn tók aftur við fundarstjórn kl. 17:25
Fundargerð 114. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem eru 17 tl. eru staðfestir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
Eftirfarandi liðir í fundargerð 114. fundar Bæjarráðs var borin upp til staðfestingar:
2020120165 – Málefni skíðasvæðanna.
Bréf SSH dags. 08.12.2020 varðandi uppbyggingu á skíðasvæðunum. Meðfylgjandi viðauki II við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða samþykktur. Uppfærð framkvæmdaáætlun til ársins 2026 gerir ráð fyrir 103,6 mkr..Bæjarráð samþykkir uppfærða kostnaðaráætlun til 2026. Bæjarráð bendir á að fara þarf í hraða uppbyggingu á aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á svæðinu. MÖG falið að koma þeim sjónarmiðum á framfæri við nefndina.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
2020120156 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um rafræna vöktun eftirlitsmyndavéla.
Lagðar fram reglur um rafræna vöktun með eftirlitsmyndavélum. Bæjarráð staðfestir reglur um rafræna vöktun.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Til máls tóku: KPJ, SEJ, ÁH
Bókun við 5 lið:
Bókun Viðreisnar/Neslista:
Bæjarfulltrúin Viðreisnar/Neslista vill með bókun þessari ítreka nauðsyn þess að horft verði einnig til þarfa gönguskíðafólks við uppbyggingu í Bláfjöllum. Iðkendum hefur fjölgað gífurlega á síðustu árum, en aðstaðan fyrir gönguskíðafólk er barn síns tíma. Ástæða er að hvetja fulltrúa bæjarins í stjórn skíðasvæðanna til að halda á lofti hagsmunum skíðagöngufólks í umræðum um uppbyggingaráform.
Bókun við 3 lið:
Viðreisn/Neslisti fagnar þessum áfanga að betri samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og þó sérstaklega þátttöku Seltjarnarnesbæjar í samkomulaginu. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að strax í fyrsta áfanga Borgarlínu verður talsverður ábati fyrir Seltirninga, en ferðatími austur á bóginn í borginni mun styttast verulega með tilkomu hans.
- Fundargerð 111. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Eftirfarandi liðir í fundargerð 111. fundar Skipulags- og umferðarnefndar voru borin upp til staðfestingar:
1. Mál nr. 2018100198
Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri – breyting vegna Suðurmýri 40-46 á heitum og númerum.
Lýsing: Uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi, dags. 25.5.2020, lagður fram að nýju.
Afgreiðsla: Að mati nefndarinnar er ekki um að ræða breytingu sem varðar hagsmuni annarra en lóðarhafa umræddra lóða. Samþykkt að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 til eftirtalinna eigenda húsa: Suðurmýri 40a, Suðurmýri 40b, Suðurmýri 42a, Suðurmýri 42b, Suðurmýri 44a, Suðurmýri 44b, Suðurmýri 46a og Suðurmýri 46b. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
2. Mál nr. 2020090034
Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis – umsókn um breytingu vegna Tjarnarstígs 10.
Lýsing: Grenndarkynning fór fram frá 14. desember 2020 til 18. janúar 2021. Ein athugasemd barst frá lóðarhafa að Tjarnarstíg 8, dags. 19.1.2021. Lagður fram nýr uppdráttur dags. 1. febrúar 2021 með samþykki nágranna.
Afgreiðsla: Uppdráttur dags. 1. febrúar 2021 samþykktur. Samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
3. Mál nr. 2020100009
Heiti máls: Deiliskipulagi Lambastaðahverfis – umsókn um breytingu vegna Tjarnarstígs 11.
Lýsing: Grenndarkynning fór fram frá 16. desember 2020 til 18. janúar 2021. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Uppdráttur dags. 7. desember 2020 samþykktur. Samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
4. Mál nr. 2021020007
Heiti máls: Deiliskipulag Stranda – tillaga að breytingu vegna Fornustrandar 8.
Lýsing: Uppdráttur breyting á deiliskipulagi fyrir Strandir, Fornaströnd 8, dags. 29. janúar 2021 lagður fram.
Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
5. Mál nr. 2021020004
Heiti máls: Lóðaruppdráttur – spildur A og B við Bygggarða.
Lýsing: Lóðaruppdráttur, dags. 1. febrúar 2021, ásamt stofnskjali lóðarinnar L209394, lagður fram. Lóðin við Bygggarða, minnkuð þar sem tekið er úr henni land fyrir nýja lóð, spildu A við Bygggarða sem fær landnúmerið L231162.
Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson tók aftur við fundarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 13 liðum.
Til máls tóku: GAS, BTÁ, KPJ, SEJ
- Fundargerð 310. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram
Til máls tóku: SEJ, SB, GAS, KPJ, ÁH, MÖG
- Fundargerð 425. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð 388. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð 59. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerðir 333., 334. og 335. fundar stjórnar Strætó b.
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerðir 518. og 519. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðirnar lagðar fram.
- Fundargerðir 893. og 894. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðirnar lagðar fram.
Tillögur og erindi: - a) Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: ÁH
Fundi slitið kl. 17:58