Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar.
Magnús Örn Guðmundsson kjörinn forseti með 3 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigrún Edda Jónsdóttir með 3 atkvæðum en 2 sátu hjá.
Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.
-
Fundargerð 103. fundar Bæjarráðs.
Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 11 tl. eru staðfestir samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.
Til máls tóku: SB, ÁH, KPJ -
Fundargerð 307. fundar Skólanefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH, MÖG -
Fundargerðir 383. og 384. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðirnar lagðar fram. -
Fundargerðir 55. og 56. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Fundargerðirnar lagðar fram. -
Fundargerð 499. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerðir 429., 430. og 431. fundar stjórnar SORPU bs.
Fundargerðirnar lagðar fram. -
Fundargerð 198. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundargerðin lögð fram. -
Fundargerð 325. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi: -
Ósk frá Sjálfstæðisflokki um breytingar á nefndarmönnum.
Fjölskyldunefnd | varamaður | Grétar Dór Sigurðsson | Miðbraut 4 |
Íþrótta og tómstundanefnd | formaður | Guðmundur Helgi Þorsteinsson | Eiðismýri 4 |
aðalmaður | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir | Barðaströnd 12 | |
aðalmaður | Hákon Jónsson | Hrólfsskálamelur 6 | |
varamaður | Grétar Dór Sigurðsson | Miðbraut 4 | |
Menningarnefnd | varamaður | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir | Barðaströnd 12 |
Skipulags- og umferðanefnd | aðalmaður | Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir | Barðaströnd 39 |
varamaður | Örn Viðar Skúlason | Unnarbraut 18 | |
Skólanefnd | varamaður | Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir | Barðaströnd 12 |
Umhverfisnefnd | varamaður | Örn Viðar Skúlason | Unnarbraut 18 |
Öldungaráð | aðalmaður | Bjarni Torfi Álfþórsson | Látraströnd 2 |
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.
11. Auglýsing samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um að framlengja til 10. nóvember 2020 heimild
sveitarstjórna að halda fjarfundi í bæjarstjórn og nefndum.
Vegna neyðarástands af völdum Covid19 farsóttar, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekið
ákvörðun um að framlengja heimild allra sveitarstjórna, til að víkja tímabundið frá tilteknum ákvæðum
sveitarstjórnarlaga um fjarfundi og staðfestingu fundargerða.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda
sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17.gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir
eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins, sbr. 1. tl. í auglýsingu ráðherra.
Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar
fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar með rafrænum undirskriftum, sbr. 5. tl. í auglýsingu ráðherra.
Samþykkt þessi gildir til 10. nóvember 2020, sbr. auglýsing nr. 780/2020, um ákvörðun samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, skv. VI: bráðbirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020“
Fundi slitið kl. 17:26