Miðvikudaginn 24. júní 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Karl Pétur Jónsson(KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson(GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).
Karl Pétur Jónsson (KPJ), mætti kl. 17:05
Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.
Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Fundargerð 301. fundar Umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH -
Fundargerð 148. fundar Menningarnefndar.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, ÁH
-
Fundargerð 54. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 428. fundar Sorpu bs.
Fundargerðin lögð fram.
-
Fundargerð 498. fundar stjórnar SSH.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: GAS, SEJ
-
Fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram.
Tillögur og erindi:
-
a) Fyrir fundinum lá tillaga um afgreiðslu kjörskrár vegna forsetakosninga 27. júní nk.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða.
b) Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 27. júní 2020.
Fyrir fundinn lá tillaga um kosningu á eftirföldum aðilum í undirkjörstjórn vegna forsetakosninga 27. júní 2020:
Guðný Björg Hjálmarsdóttir Austurströnd 12
Erna Guðmundsdóttir Austurströnd 12
Jón Sigurðsson Nordal Sefgarðar 4
Kristín Helga Jónsdóttir Unnarbraut 7
Margrét Einarsdóttir Hrólfsskálamelur 2
Jónas Friðgeirsson Barðaströnd 31
Tómas Gauti Jóhannsson Hofgörðum 21
Agnes Pétursdóttir Sanko Eiðistorg 5
Halldóra Jóhannesdóttir Sanko Eiðistorg 5
Ólafur Freyr Árnason Grænamýri 5
Róbert Bernhard Gíslason Hrólfsskálamelur 2
Solfrid Dalsgaard Joensen Melabraut 19
Samþykkt samhljóða.
c) Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar 2020.
Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og 8. gr. samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar , samþykkir bæjarstjórn sumarleyfi í júlí og til 19. ágúst 2020. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 14. ágúst 2020. Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt samhljóða.
d) Fyrirspurn frá Viðreisn/Neslista og Samfylkingu lögð fram á fundi bæjarstjórnar 10.júní sl.
Svar bæjarstjóra við fyrirspurninni lögð fram.
Fundi slitið kl. 17:13