Fara í efni

Bæjarstjórn

27. maí 2020

Miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Karen María Jónsdóttir (KMJ) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 101. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram komu í fundargerðinni sem er 7 tl. eru staðfestir samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu Bæjarráðs samhljóða.

    Liður nr. 5 í fundargerð. Viðauki við fjárhagsáætlun.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2020 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, kostnað að upphæð kr. 28.300.000.,- vegna sumarstarfa skólanemenda. Kostnaður þessi skal greiddur af Bæjarsjóði Seltjarnarness og kostnaðarauka skal mæta með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

    Bókun Samfylkingar Seltirninga við aðgerðaráætlunar sviða vegna úttektar á 
    stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Seltjarnarnesbæjar.
    Ítarleg úttekt og tillögur HLH ehf. fyrir Seltjarnarnes gefur mjög góða innsýn inn í rekstur bæjarins. Þar koma fram mjög misnákvæmar tillögur um aðgerðir til að laga rekstur bæjarins. Á fundi bæjarráðs 14. maí síðastliðinn, voru lögð fram drög að aðgerðaráætlun útfrá skýrslunni. Þar er í raun aðgerðalisti HLH tekinn og settur upp sem verkefnalisti án umræðu, eða nákvæms kostnaðarmats.
    Drögin að áætlunin fela í sér ákvörðun um forgangsröðun aðgerða. Drögunum fylgir hinsvegar ekki greining á mögulegum áhrifum hverrar aðgerðar á rekstur bæjarins, samfélagið og umhverfi. Hvað þá heldur mat á því hvort við séum að stofna til skuldar í öðrum skilningi en hinum fjárhagslega. Niðurskurður og skipulegsbreytingar mega ekki stuðla að því að við lendum í félagslegri, umhverfislegri og menningarlegri skuld. Skuld sem á endanum mun hafa mikil og víðtæk efnahagsáhrif á bæjarfélagið og þar með þver öfug áhrif við það sem boðað er í skýrslunni með skipulagsbreytingum og niðurskurði í aðgerðaáætluninni.
    Samfylkingin hefur talað fyrir sjálfbærum rekstri sem í nútíma samfélagi snýst ekki einungis um þá kröfu að rekstur bæjarnins sé jákvæður í krónutölum séð. Hún snýst um það að bæjaryfirvöldi komi á og viðhaldi jafnvægi milli efnahagslegra (atvinnulíf, húsnæði, tekjur á íbúa), félagslegra (lýðfræðilegar breytingar, gæði skóla, félagsauðurinn, þjónustustig og framboð menningar) og umhverfislegra þátta (loftslagsbreytingar, skipulagsmál, úrgangsmál og vistkerfi) í rekstrinum.
    Nú þegar kreppir að í kjölfar Covid 19 er enn mikilvægara að við skoðum þessi mál, sérstaklega þarf að huga að því að auka þjónustu við viðkvæmari hópa s.s. börn og ungmenni og þá sem standa höllum fæti vegna vinnumissis eða annars. Þar borgar sig margfalt að horfa á forvarnir og snemmtækar aðgerðir.
    Seltjarnarnesbær er í einstakri aðstöðu að geta orðið fyrirmyndarbæjarfélag hvað varðar þjónustu og rekstur og sjálfbæra áætlanagerð, en til þess að það geti orðið verðum við að lyfta okkur uppúr daglegu amstri, skoða það sem best er gert og ákveða Seltjarnarnes framtíðarinnar núna.Í því samhengi stendur Seltjarnarnesbær frammi fyrir stórum áskorunum sem krefjast framsækni, framsýni og pólitísks þors.
    Sigurþóra Bergsdóttir
    Karen María Jónsdóttir

    Til máls tóku: SB,

  2. Fundargerðir 442., 443. og 444. fundir Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Til máls tóku: KMJ, BTÁ, ÁH, SB, SEJ

  3. Fundargerð 53. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerðir 322. og 323. fundir stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  5. Fundargerðir 495., 496. og 497. fundir stjórnar SSH.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

  6. Fundargerðir 883. og 884. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

    Fundi slitið kl. 17:13

  7. Miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

litið kl. 17:13

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?